Lufsusögur

Friday, January 13, 2006

2005!

Jeij!! Búin að fá dyrabjöllu!! Ótrúlegt hvað litlir hlutir geta glatt mann:-o En eins og þið kannski vitið fluttum við bara inn í íbúðina ókláraða...svo kemur þetta smátt og smátt, eitt skref í einu.Þegar við fluttum inn var ekki einu sinni eldhúsvaskur!! En svo kom hann, svo kom nýtt klósett, ný eldavél, seint og síðarmeir fengum við svo nýjan "sílender" og þá loksins gátum við smíðað fleiri lykla (alveg glatað að vera bara með eitt par), maður þarf sko einhverja sérstaka ávísun eða sönnun eða eitthvað til að geta smíðað lykla, bíddu hvert var ég komin..já og rétt fyrir jól fengum við dúk á baðið, ósamstæðan að vísu en.., málningu til að mála gluggakarmana, þeir eru frekar óhrjálegir og svo núna síðast semsagt dyrasíma og póstkassa. Dyrasíminn er að vísu gamall, ljótur og allur í málningaslettum og póstkassinn allt öðruvísi en allir hinir og miklu minni:o/ Mjög spes!! Og þá held ég að það sé bara rafmagnið eftir og sjónvarpskapall! Þ.e. einhvern veginn að aðskilja rafmagnið frá öðrum hluta hússins, en mér er alveg sama hvenær það verður gert, við borgum ekki rafmagnið á meðan;o)

En núna er ég byrjuð á tungumálanámskeiðinu uppí TU. Búin að fara í einn tíma sem lofaði góðu. Framan af voru bara strákar og ég voða glöð;o) en þegar tíminn var hálfnaður kom Katarina frá Portúgal, skemmdi allt;o) Við erum látin tala og lesa upphátt og svona "leikir" einhverjir. Ég átti til dæmis í samræðum við Indverja (þýska með inverksum hreim!!) þar sem hann var læknirinn og ég sjúklingurinn, hehehe mjög fyndið.

Við Anna Líf sáum mús í gær, pínulitla voða sæta sem hjúfraði sig upp við húsvegg, skoppaði svo yfir gangstéttina og hvarf. Við vorum voða hrifnar og skoðuðum hana í krók og kima og ALÓ gólaði á gangandi vegfarendur Maus!! En við fengum bara illt auga, hehe það er líka spurning hversu mikil krútt þær eru:-o Allavega þá blómstrar dýralífið hérna, var ég búin að segja ykkur frá silfurskottunum inná baði;o) Ég er nú búin að kaupa Silberfishchen Köderdose, hef ekki heyrt um það heima, veit ekki hvernig þetta virkar.

Jiii nú finnst mér að ég sé bara búin að segja hryllingssögur héðan. En þetta er allt voða gott og yndislegt og jólin, jiii alveg yndislega yndisleg hérna í Berlín:o) Laus við allt þetta amstur, ys og þys heima. Annars er ég farin að hallast að því að það sé eitthvað að mér, þetta sé ekki bara andrúmsloftið og stemningin heima. Ég er bara alltaf á fullu og hef ekki einu sinni tíma í að gera allt sem ég ætla að gera!! Ég held ég bara hafi ekki tíma til að fara í skóla einu sinni:o/

En jæja ég ætlaði víst eitthvað að líta yfir farinn veg... ég bara nenni því varla núna!!Hmm árið 2005! Tja ég bara man varla annað en þennan þýskalandsflutning. Ísland?? Ég veit eiginlega ekki hvað skal segja! Ætli lífið hafi ekki bara gengið sinn vanagang mest megnis af árinu, fyrir utan undirbúninginn og flutningana. Allt á hundrað og tuttugu! Jú ég minnist náttlaæðislegrar ferðar til Kraká í vor með vinnunni minni. Og hef ég heyrt að verið sé að undirbúa næstu utanlandsferð fyrirtækisins til Berlínar:-o eða svona þannig;o)
Svo er það bara Þýskaland, Þýskaland og aftur Þýskaland. Endalausir nýjir hlutir að sjá og upplifa og nýtt fólk til að kynnast. Þetta er búið að vera rosalega gaman og rosalega erfitt!Ég má varla hugsa til dagsins sem við flugum út!! En eitthvað hljótum við að hafa skemmt okkur þar sem þessar myndir eru teknar á 7 tíma stoppi okkar á Stansted!

2 Comments:

  • At 6:51 PM, Anonymous Anonymous said…

    Hei.. ekkert rugl. Það var fullt af kjaftæði á ísl. Var kannski bara brennsinn að uppfokka minnið. held að ég óttist þýðversk áhrif. Allir verða svo duglegir. Vil ekki verða duglegur, verð bara á ísl í þunglyndi og leti.
    Kv. Valur

     
  • At 10:50 AM, Blogger Edilonian said…

    Hei nei við erum ekkert dugleg! Hér er letilíf og fullt af þunglyndi!!! Ætlaru þá að koma???;o)
    Jú allt í brennsamóðu á
    Íslandinu "góða"!! Man ekki betur en að það voru silfurskottur á baðinu þar líka:o/
    Best að þú komir í febrúar.
    Sjáumst:o)

     

Post a Comment

<< Home