Lufsusögur

Friday, September 09, 2005

En jaeja ég veit ad ykkur hlakkalakkar til ad heyra ferdasöguna miklu. Jiii hvar skal byrja???
Thetta byrjadi náttla allt heima med gráti og gnístan tanna klukkan 4 ad morgni midvikudagsins
7. september 2005. Var ekki alveg búin ad hafa tíma til ad átta mig á stadreyndum málsins ad ég
vaeri ad flytja út, né á nokkurn hátt búin ad gera mér í hugarlund hvernig thetta yrdi!
En úff thennan morgun helltist allt yfir mig... fannst thetta kvedjudaemi allt hálfhallaerislegt thar
sem ég vaeri haett vid thetta allt saman!! Jaeja en út á völl dröslast grenjuskjódan ég.
Jafna mig svona nokkurnveginn til ad kvedja tengdapabba, sem sko skutladi okkur, tékkum okkur inn
og rúllum upp stigann. Vid erum ekki fyrr komin upp thegar vid finnum Arnar og Móu, thá dásamlegu
sambýlinga okkar, thegar táraflódid byrjar aftur!! Jiiii ég hélt ég gaeti aldrei haett:-o
Vid tók frekar langt og strangt ferdalag sem stód til 11 um kvöldid, rúllandi tharna tvaer fjölskyldur med okkar 50 kíló hvort og sitthvort barnid um allan Stansted í 7 tíma. Hitinn óbaerilegur og erillinn mikill! Sátum á Ponti´s á hardplastsstólum sem voru fastir vid gólfid og fórum í hollum til ad vidra okkur! Jaeja thegar kom ad fluginu til Berlinar thá sáum vid sko ekki eftir ad hafa tekid börnin med thví vid fengum ad fara fyrst af öllum í vélina.. og trúid mér rödin virtist óendanleg! Í gegnum flugid komumst vid med brjálada hellu og eyrnaverk og lentum á thessum undarlega austur-thýska flugvelli med löngum, mjóum, galtómum göngum og thessum furdulegu vördum í sínum gulu og graenu búningum. En thad skemmtilega var ad thar sem vid vorum fremst (thid munid..fengum ad fara fyrst í vélina) thá leiddum vid rödina í gengum thetta allt.. sem var hálf óaugljóst hvert madur átti ad fara og byrjudum á ad leida strolluna í vitlausa átt og uppi vard fótur og fit!! Voda gaman.. hehe ef vid hefdum verid upplögd og í studi getidi ímyndad ykkur taekifaerid!!
Nú held ég ad ég sé farin ad bulla..allavega á leidarenda komumst vid dauduppgefin og höfum ekki enn skálad í kampavíni eins og fyriraetlad var!! En kebab fengum vid okkur;o)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home