Krypplingarnir á Reykhólum

Fór á ættarmót á Reykhólum. Komum um miðja nótt, í kolniðarmyrkri, hífandi roki og rigningu. Hitinn var 7 gráður um daginn svo það má reikna með að það hafi verið eitthvað kaldara þarna um nóttina:o/ Eins og sönnum Vestfirðingum, galdramönnum og kynjakonum sæmir þá náðum við að tjalda í þessum ósköpum með okkar yfirnáttúrulegu kröftum. Með okkur í för voru tvö útlendingsgrey sem voru að byrja ferð sína um Ísland og leist þeim engan veginn á blikuna! Ég hefði nú sagt þeim að það væri nú ekki beinlínis gott veður á Íslandi og svona frekar kalt....en á þessu hefðu þau engan veginn átt von á!!
Stolt okkar sem vestfirskum hetjum var svo kollvarpað daginn eftir þegar súlur tjaldanna brotnuðu í hópum, tjaldvagninn míglak og við þurftum að sofa inni næstu nótt:o/
Alltént var þetta alveg stórskemmtileg helgi því fjölskyldan er öll svona skemmtileg eins og ég;o)Tókum gamla og góða slagara eins og Úlpan mín, Þriðjudagskvöld, Birgir þú átt von og fleira og fleira! Fórum í grísaleikinn stórskemmtilega þar sem sköpunargleðin er við völd, dönsuðum, grilluðum, drukkum og rifumst...og ég malaði Gaua bró í körfubolta eins og sést á meðfylgjandi mynd sem mér finnst svo óendanlega fyndin....en er kannski ein um það??
Jæja Þórunn, bollinn er orðinn gamall;o)
11 Comments:
At 5:38 PM,
Anonymous said…
hahahaha,, viltu ekki skella þér líka á þuklaraball á Hólmavík, ert þú ekki alltaf hrókur í fögnuði þar. Einnig er hægt að sigra í ullarspuna sem mér finnst ekki ólíklegt að þú kunnir miðað við að þú kannt lög sem heitir Úlpa og Birgir þú átt von.
At 7:07 PM,
Anonymous said…
"Aðfangadagskvöld....og ljósin skýna svo skæært...."........"Horfðu til stjarnanna, líttu augu barnanna, spákonur líta til garnanna og segja Birgir, UH, birgir þú átt vooooon"
At 11:42 PM,
Anonymous said…
ég hefði aldrei giskað á körfuboltaleik...
At 9:29 AM,
Móa said…
kripplingurinn í brúnu úlpunni er langsætastur.
At 9:52 AM,
Edilonian said…
Hversu lengi má ég bíða
helgin er svo leng'að líða
Fram á þriðjudagskvöld o o ó
fram á þriðjudagskvöld!!
Krypplingur á Þuklaraballi í brúnni úlpu...betra en körfubolti kannski?? ;o)
At 7:33 PM,
Anonymous said…
hvað segir þú í dag Edda grís
Elsa
At 4:46 AM,
Edilonian said…
oink oink
At 1:36 PM,
Anonymous said…
jæja Edda
þá er komið að föstunni...ertu með?
At 3:23 PM,
Edilonian said…
Já hvað geri ég?
At 2:56 PM,
Anonymous said…
var gaman og ég var ekki með? um hvað höfðuð þið að tala? ég skil þetta ekki!!!!
kv mamma
At 8:46 AM,
Edilonian said…
hahaha þig!!!
Post a Comment
<< Home