Lufsusögur

Thursday, September 22, 2005

Iss madur hefur bara engan tíma í öllu thessu amstri ad tjá sig hér á netinu...og akkúrat thegar ég hef svoooo mikid ad segja, jiii aevintýrin sem madur lendir í frá degi til dags!! Vid Móa fórum í Ikea í gaer, barnlausar, hinn helmingslausar, saelar og gladar..thví sko thau, AMÍ (Arnar, Móa og Ísold) eda MÍA eda MAÍ.. en thá á ég einmitt afmaeli.., eru sko flutt ad heiman!! Komin med íbúd á Danzigerstr. og vantar náttla allt í íbúdina...thad fylgja ekkert allar graejur med hér eins og heima.. neinei thad eru engir fataskápar, engin badinnrétting(sem er svo sem alltílae), engin ljósastaedi einu sinni og engin ELDHÚSINNRÉTTING!! Haldidi ad thad sé:o/ Thad er bara vaskur og eldavél.. sem hlýtur ad vera skylda! En thau voru rosa heppin thví thad var eldhúsinnrétting hjá theim og meira segja ísskápur, sem ad vísu er biladur... thad er nú eitt aevintýrid útaf fyrir sig sem ég aetla ekki ad tíunda hér, aetli Móa tjái sig ekki um thad;o) En jaeja hvar var ég.. komin sko langt út fyrir thessa litlu sögu sem ég aetladi ad segja af Ikea, hmm svo sem ekkert merkilega saga nema madur leggur upp í thessa ferd fullur tilhlökkunar, fer í gegnum Ikea, kemur svo snarvitlaus á barmi taugaáfalls út og rétt náum ad skrída heim! Hvad thetta tekur á ad versla svona mikid :o/ En madur er náttla ad stúdera allt saman.. hvad er best ad kaupa, hvad madur tharf, hvernig hillu, hvernig rúm, hvernig thetta og hitt og ekkert má kosta!! En thad er allt uppfullt af "Ingo" húsgögnum sem eru mjög ódýr, saet og skemmtileg og haegt ad mála í öllum regnbogans litum. Gaman ad thví!!
Heyrdu já ALÓ er búin ad vera í viku í skólanum í dag!! Thad bara gengur svona ljómandi vel hjá henni. Bekkurinn hennar heitir Ástríkur og kennarinn Anika. Krökkunum finnst ALÓ obboslega spennandi.. thau flykkjast öll í kringum okkur thegar vid komum og náum í hana og segja okkur allskyns sögur af henni, hvad hún laerdi í dag, hvar hún hafi verid, hvort ég sé die Mutter auf Anna Líf og thess háttar.. og náttla allt á thýsku:o/ Voda finnst manni madur vera hallaerislegur ad skilja ekki börnin:-o En einhvern veginn fer ALÓ ad thessu. Tho ad einn daginn thegar ég kom ad ná í hana kom hún valhoppandi, leidandi vinkonu sína á móti mér eftir ganginum, (skemmtileg sjón sem yljadi manni um hjartaraetur.. jájá) og ég spyr hvort thetta sé "besta" vinkonan í skólanum og hún játti thví og ég spyr hvad hún heiti og thá hafdi hún ekki hugmynd um thad!!
Ég var nú annars komin hingad á netid til ad skoda íbúdir! Annars eru líka svona midar á staurum med lausum íbúdum og vid höfum hringt í thad og farid ad skoda sem er allt gott og blessad, úff nema hvad eitt skiptid fórum vid Móa bara tvaer saman ad skoda(sko ádur en thau fengu íbúd). Skodunartíminn var soldid skrítinn eda sko frá 22-24 en vid létum thad ekkert á okkur fá. Dagurinn var búinn ad vera soldid dramatískur, smá grátur hér og thar, fústering, nidurbrot, uppbygging og fleira sem thví fylgir ad flytja til útlanda ;o) og vid bara fegnar ad komast smá út tvaer einar. Ég lít í spegilinn ádur en vid förum og segi vid Móu ad ég hafi sjaldan verid eins sjúskud og illa útlítandi og mér sé bara nákvaemlega sama..og vid örkum af stad í leit ad íbúdinni. Finnum svo húsid og thá er bara hljómsveit í ganginum sem tekur á móti okkur, kontrabassi, fidla, flauta, gítar og man ekki hvad og hvad og straumur af fólki inn og út!! Einkennilegt!! En áfram inn og upp höldum vid og thar er bara standandi partý!! Og vid alveg eins og hálfvitar spyrjum hvort thad sé ekki verid ad leigja íbúd tharna?? Thá kemur í ljós ad thetta hafi bara verid ákvedin markadssetning, hvernig thau auglýstu partýid!! Thad kostadi 1 evru inn og fyrir innan var bar og allar graejur.. og vid bara borgudum okkur inn, settumst nidur og fengum okkur bjór og sígó!! Sátum tharna sjúskadar(eda sko ég) í hipp og kúl partýi á mánudagskvöldi og vorum fegnar ad hafa ekki sent strákana!! ;o)
Jii ég bara stoppa ekki... thetta er taugatitringurinn!! Vid erum sko ad bída eftir svari af íbúd sem vid sóttum um á mánudaginn og erum ekki enn búin ad fá svar!! Og ég er alveg ad fara yfirum.. titra og skelf, engist um eins og ormur, kippist vid í hvert sinn sem síminn hringir.. en nei nei ekkert svar ennthá.. furdulegt sístem hérna:o/ Bidjid fyrir thví ad vid fáum íbúdina og vid heyrumst sídar!! Amen ;o)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home