Lufsusögur

Tuesday, January 17, 2006

Egósaga dagsins!

Rosalega segi ég allt fínt í dag. Einhver ógurleg gleði sem greip mig í gær og heldur enn tökum á mér:o) Ég er nú að skemmta mér alveg konunglega í þessum leik mínum. Í einhverju minningaflóði hérna! Og það sem mér dettur í hug að skrifa en læt ósagt....efni í heila brandarabók!!!

Í gær skráði ég mig á tvö tungumálanámskeið til viðbótar og leiklistarnámskeið!!!
Jiii ég hlakka svo til:o) Ég veit að vísu ekkert á hvaða máli það fer fram, né nokkuð meira yfir höfuð. Þar sem draumur drauma minna er og hefur alltaf verið að verða leikari, (sé mig alveg fyrir mér sem Angelina Jolie í Mr. And Mrs. Smith eða Uma Thurman í Kill Bill!!! )þá er þetta pínu skref í áttina. Þegar ég semsagt skráði mig, þá spurði ég: ist das möglich an den Schauspielkurse gehen ob Mann nicht sehr gut Deutsch spricht? Og viðtalskonan semsagt bara brosti út að eyrum og sagði jaja og benti mér á eitthvað sem væri fyrir Auslander. Þar sem ég var í tímaþröng þá bara skráði ég mig samstundis, borgaði og fór. Las svo eftir á um námskeiðið og þetta er fyrir fólk með reynslu og þetta endar með einhverri sýningu skilst mér!!:o/ En það er svo sem ekki eins og ég sé ekki vön;o) var alltaf á leiklistarnámskeiðum þegar ég var yngri og í seinni tíð settum við nokkur saman upp leikrit sem við flökkuðum með á milli leikskóla og sýndum...ég var aðalhlutverkið!! Hahaha!! Ætli ég þurfi bara nokkuð að fara á þetta námskeið!!!

Og í ofanálag þá eldaði ég svo ógisslega góða gúllassúpu í gær!!

Ps. Veit einhver hvað tælenskt nudd er???
Ég þarf svo að fara í nudd og það er tælensk nuddstofa hérna í götunni...ég þori ekki að panta mér tíma....ef þetta er nú eitthvað eró:o/

5 Comments:

  • At 8:29 PM, Blogger Frú Elgaard said…

    Hahahaha, i køben bjoda tælenskar nuddstofur upp a aaaalt mogulegt og omogulegt... en tælenskt nudd er til og er vist mjog gott.. thad er bara ad ramba a thad retta!

     
  • At 11:07 PM, Anonymous Anonymous said…

    Æ hvað er gott að það liggi svona vel á þér elskan, virkilega skemmtilegur leikur hjá þér ég gat alveg hlegið þegar ég las svörin þín rifjar upp ýmislegt skemmtilegt. Gangi þér nú vel á leiklistarnæamskeiðinu, ég efa það nú ekki að þú eigir eftir að fara á kostum þar hahahah. Love you and miss you.
    Kv Kristín.

     
  • At 11:33 PM, Anonymous Anonymous said…

    Hæ. Gaman að þú sért svona hress elskan.
    Er of seint að taka þátt í leiknum frá seinasta bloggi?
    Ji, hvað ég hlakka til að hitta þig.
    Kv. Katrín mágkona

     
  • At 5:27 PM, Anonymous Anonymous said…

    já ég man þegar ég fór að sjá þig leika, minnir að þú hafir verið fiskur og stóðst þig bara frábærlega. Æðislegt að heyra að það sé svona gaman hjá þér
    kv. Elsa
    ég verð að segja að þetta lag úr pulp fiction minnir mig líka á þig=)

     
  • At 2:29 PM, Blogger Edilonian said…

    Ooo hvað það er gaman að heyra í ykkur öllum:o):o):o)
    En nei aldrei of seint að vera með í leiknum Katrín....

    1. Þú ert sko í ALVÖRU ljúf með ljósa lokka!!
    2. I should be so lucky/Kylie Minouge
    3. Pina Colada...eitthvað ljóst og sætt en ekki svo saklaust;o)
    4. Stórt, loðið, apalegt krútt með brúnan blett í öðru auganu!!
    5. Lítil ljóshærð skjáta í Iðnskólanum sem var að eltast við bróðir minn!
    6. Er prinsessa dýr???
    7. Hvenær komiði??

     

Post a Comment

<< Home