Lufsusögur

Wednesday, January 10, 2007

Hiti

Svei mér þá, síðari hitabylgja vetrarins!
Í fréttum segir að það sé 12 stiga hiti í Berlín en í útvarpinu
mínu segir að í hverfinu mínu, ásamt einhverju öðru hverfi sem ég man ekki
hvað er, sé 15 stiga hiti! Sem hitamælirinn minn staðfestir.
Búin að leggja gammósíðunum(eða hvernig sem maður skrifar það), vettlingunum,
ullarsokkunum,húfunni og treflinum.
En kvíði þó fyrir, því á nokkurnveginn sama tíma í fyrra, eða ca. viku seinna, þá var mesta frost sem ég hef upplifað. Var einmitt að rifja upp þá bloggfærslu og það var bara ekkert kósí við það!
Er þetta hitinn á undan kuldanum?

6 Comments:

  • At 8:43 PM, Blogger Magnús Logi Kristinsson said…

    Velkomin til Finnlands í Febrúar þegar frostið fer niður í 20-30 stig.
    Allavega í fyrra í Febrúar eða Mars var 36 stiga frost.

     
  • At 1:29 PM, Anonymous Anonymous said…

    vertu bara feigin að það sé gott veður núna það er allt í kafi í snjó hér. kv elsapelsa

     
  • At 8:53 PM, Anonymous Anonymous said…

    Mmmmmm............. takk fyrir berlínar pylsurnar og ehh...súrkálið það var kannski svolítið skrítið en takk fyrir okkur kv. Svala systir og Ásthildur frænka

     
  • At 9:25 PM, Anonymous Anonymous said…

    PÍKAPÍKA

     
  • At 11:34 PM, Blogger Edilonian said…

    Píka sjálf fr. K. ;o)
    En ég borða ekki súrkál!
    Svo er stormur að gera allt vitlaust hérna:o/

     
  • At 11:22 AM, Blogger Frú Elgaard said…

    Sælar, takk fyrir kveðjuna, já, stefnan er á norður Evrópu í þrjár vikur í sumarfrínu í ágúst. Hver veit nema Berlín verði á vegi okkar í þeirri ferð.. En meira um það síðar. Ég vona að þið hafið það nú ljómandi gott og látið vita þegar þið eruð næst á Fróni. Þá gætum við nú sest saman í eins og einn kaffibolla einhverstaðar við glugga á Laugarveginum...
    Kossar til ykkar frá mér og mínum kveðja Frú Elgaard.

     

Post a Comment

<< Home