Lufsusögur

Tuesday, November 21, 2006

Der Sommer des San Martinos...

Eins og Ítalir kalla það. Á meðan frostið bítur kinnar og snjórinn íþyngir Íslendingum þá eru öll hitamet slegin hérna í Þýskalandi síðan mælingar hófust. Alveg uppí 20 stig. Búið að vera voða notalegt. En eitthvað er farið að kólna í veðri og hitinn farinn niður í.. tjaa 10-12 gráður í dag. Og mér finnst það voða kalt:o/ Ég veit ekki hvað ég geri þegar frostið fer að bíta.

Annars er ég búin að vera voða bissí undanfarið. Við fórum á nútímaskáldsöguóperuna “Der feurige Engel” þar sem góðvinur okkar Tobbi (Þorbjörn Björnsson, barítónsöngvari) söng og lék. Ég hef aldrei farið á þesskonar sýningu áður og vissi ekkert hverju ég gat átt von á.
Það var enginn eiginlegur söguþráður, eða allavega hékk hann ekki saman á texta svo ég náði alveg hvað var að gerast. Þetta var alveg ótrúlega gaman. Flott og skemmtilegt.
Vikuna á eftir fór ég á frumsýningu hjá Moniku, vinkonu minni frá Rúmeníu. Á leikritið “Von Kopf bis Fuß”. Það er svona ástardrama einhver þar sem textinn er mikill og verður maður að skilja hann til að hafa hugmynd um hvað er að gerast. Sem ég gerði, skildi bara eiginlega allt:o) Jii hvað ég var stolt!

Um helgina fórum við til Fürstenwalde sem er þorp rétt fyrir utan Berlín. Eða sko við myndum eflaust kalla það borg, tjaa eða bæ. Þar búa um 35 þús. manns. En á þýska vísu kallast þetta þorp. Allavega hló þýskukennarinn minn, þegar ég sagðist búa í borginni Reykjavík sem í byggju um 100 þús. manns, og kallaði það þorp!! Við vorum sem sagt að heimsækja vinkonu okkar sem bauð okkur í mat. Annars var ekki mikið þar að skoða fyrir utan dómkirkjuna. Sem við gerðum. Þar tók á móti okkur hið yndislegasta fólk sem var alveg
upprifið af því að við kæmum alla leið frá Íslandi að heimsækja kirkjuna þeirra. Töluðu heil ósköp og lýstu yfir hrifningu sinni hvað það væri gott hjá okkur að flytja og búa í öðru landi. Sögðu að þau hefðu viljað gera það á sínum tíma þegar þau voru ung, en á tímum DDR hafi það ekki verið í boði. Og nú þegar þau væru komin yfir fimmtugt þá væri það of seint. En þau sögðust samt ekki hafa neina eftirsjá né slíkt. Skrítið!! Mér finnst alltaf jafnskrítið að eiga vini og þekkja fólk sem bjuggu innan veggja múrsins. Manni finnst þetta svo fjarlægt.

En annars gerði ég soldið um helgina sem ég hef bara aldrei gert, eða allavega ekki síðan ég var lítil. Við fórum í partý til Mariu vinkonu minnar. Anna Líf var bara ein heima og við ætluðum að vakna snemma svo við ætluðum ekki að vera lengi og varla að drekka neitt.
Við vorum ekki lengi og drukkum varla neitt. Ég drakk 2 freyðivínsglös og fann ekki einu sinni á mér við það. En þar sem María er frá Spáni þá voru ansi margir Spánverjar þarna ásamt annarra þjóða lýð. Og tíðkast mikið að dansa í þessum partýum. Nú það voru bókstaflega allir að dansa og stemningin var svo mikil að ég stóð upp og dansaði frá mér allt vit. Breikaði og allt sem sló alveg í gegn og ég þótti ekkert smá töff og allir farnir að breika í partýinu! Hahahaha . Einfaldasta breik sem maður lærði í dansi þegar maður var 9 ára.
Og ég sem dansa ekki fyrr en ég er búin að fá mér allverulega í tánna!!

Jæja bla bla bla og svo er Kristín mín að koma til mín á föstudaginn:o)

6 Comments:

  • At 4:06 PM, Anonymous Anonymous said…

    víúvíúvíúvíúvíúvíúvíúvíúvíúvíúvíú!!!! veru svo búin að kaupa nóg af kaffi hahahahahahahahahaha.
    Stinninn

     
  • At 7:45 PM, Anonymous Anonymous said…

    Oooohhhhhh!!! Edda, mig langar svo að koma til ykkar!!!!!!!! Vonandi komumst við eftir jól, hele familien.

     
  • At 9:00 PM, Blogger Móa said…

    Er þetta nýja kápan geggjað flott!!
    Gott að heyra að Tobbi er í sönggír og að nóg sé um að vera í henni Berlín, við söknum ykkar. Móa

     
  • At 1:06 PM, Blogger Edilonian said…

    Sælar! Hehe já heitt kaffi á könnunni, sjáumst í febrúar Katrín og kó og já þetta er nýja kápan, takk fyrir;o) Já dú jú belív it....dökkblá!!
    Sakna ykkar allra:o*

     
  • At 8:59 AM, Blogger Frú Elgaard said…

    Bara að kvitta fyrir mig, verst að við gáfum okkur ekki tíma til að hittast í sumar. Ég sé þig bara næst, eða hver veit nema maður bregði sér til Berlínar einn daginn. Kveðja frá okkr öllum Kata Elgaard

     
  • At 12:00 AM, Anonymous Anonymous said…

    Vá voðalegan kipp hefurðu tekið í tölvuni ÁFRAM Edda SYSTIR
    kveðja Svala

     

Post a Comment

<< Home