Lufsusögur

Thursday, January 18, 2007

Jájá

Stormur í dag með tilheyrandi grenjandi rigningu. 150 km á sek. hvað svo sem það þýðir og fólk beðið um að halda sig innandyra. Hmm bara alveg einsog á Íslandi.
Ég dröslaðist út að kveðja Maru mexikönsku vinkonu mína sem er að flytja aftur heim. Þegar ég kom heim þurfti ég að vinda skóna mína, ullarsokkana, sokkana, buxurnar, úlpuna, trefilinn, vettlingana og húfuna! Maru gaf mér eldrauðan plastengil sem hægt er að stinga í samband og þá skín hann svona fallega.

Annars erum við að fara 8 saman á handboltaleik á laugardaginn í Magdeburg, 1,5 klst. í lest frá Berlín. Því eins og kannski margir Íslendingar vita en fái Þjóðverjar þá er heimsmeistarakeppnin í handbolta hér í Þýskalandi. Ég er nú lítil íþróttamanneskja en alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Ísland og Ástralía munu keppa svo það verður bein útsending heima á Íslandi. Hver ætlar að horfa? Sjáumst þá kannski;o)

6 Comments:

  • At 4:20 PM, Anonymous Anonymous said…

    ég ætla að horfa, sérstaklega að gá að þér og klappstýrunum bið að heilsa Tengdó

     
  • At 9:38 PM, Anonymous Anonymous said…

    Píkan ætlar að horfa á leikinn og reyni að sjá píkuvinkonu mína!!!!

     
  • At 11:24 PM, Blogger Magnús Logi Kristinsson said…

    Hvurslags andskotans helvítis sorakjaftur er þetta að skrifa þetta dóna orð á jafn opinberum stað sem þessum.Það eru börn og gamalt fólk sem les þetta. Ekki bara einhverjir unglingasorar með kjaft.
    Ég er að tala um þetta anonymous sem kallar sig Pxxx

     
  • At 12:28 PM, Blogger Edilonian said…

    Haha Maggi minn, hvort ertu barn eða gamall kall?? Svo ætla ég bara að horfa á klappstýrurnar og vinka P.!

     
  • At 12:30 PM, Blogger Edilonian said…

    Heyrðu svo er það víst km á klst. ekki sek. og það var 200km/klst.:o/

     
  • At 5:48 AM, Anonymous Anonymous said…

    Αn іntеrestіng discusѕiοn is ωorth comment.
    I belіеve that you ѕhοuld publiѕh more on this subject matter,
    it may not bе a taboo mаtter but usuallу folkѕ don't discuss such topics. To the next! Best wishes!!

    my web-site :: hcg lean 2000

     

Post a Comment

<< Home