Lufsusögur

Friday, February 09, 2007

-15

Já skrítið. Nú þegar hitinn er farinn niður í -15 þá finnst manni bara alls ekki svo kalt lengur og jafnvel svo kræfur að fara í þynnri ullarsokkana, sleppa þrem peysum og fara bara í tvær og ekkert stórmál að opna aðeins gluggann!
En þetta er náttla soldið öðruvísi þegar rokið er ekki að margfalda kuldann og loftið er frekar þurrt svo rakinn smýgur ekki gegnum merg og bein.
En voðalega minnir Finnland á Ísland. Mmm sakna þess:o)

5 Comments:

  • At 2:43 PM, Blogger Móa said…

    sakna finnlands eða það sem ég þekki af því sem er jussi maija og líka viivi...
    Hvað sögðu J og M annars og hvenær fæ ég svo að heyra í þér almennilega kona, maður bara saknar þín
    crazy in love eins og maður segir.
    Föðurlandið er ágætt, alvöru vetur sem er ágætt en Davíð O að eyðileggja fjárhag allra landsmanna nema einstaka ríkisbubba sem leggja lag sitt við rússnesku mafíuna. bið að heilsa Önnu Líf, Óla, Magga L. og muminfamilíunni hans.

     
  • At 2:43 PM, Blogger Móa said…

    gleymdi núll gráður hér.

     
  • At 11:58 PM, Anonymous Anonymous said…

    Ertu e-h geðveik, ertu virkilega að reyna að réttlæta -15 gráður það réttlætir það ekki neitt.
    Á klaknum var +2 gráður og sól algjör ísbúðasæla.
    Kv Kristín sem er búin að taka upp stuttbuxurnar og bikiníið og Danni alltaf olíuborinn ber að ofan.

     
  • At 12:00 AM, Anonymous Anonymous said…

    love you

     
  • At 5:20 PM, Blogger Edilonian said…

    Heja Móa pæja!
    Já jii ég var alltaf á leiðinni að hringja í þig áður en ég fór en enginn tími:o( Svo ég hringi þegar ég kem aftur og segi þér allt af létta(hmm eða hvað sem maður segir).J og M voru náttla bara yndisleg að vanda:o) Hlakka til að heyra í þér...crazy in love;o) Og múmínfamilían biður að heilsa ykkur. Og Stinni minn, jeminn eini hvað ég er farin að sakna þess að heyra ekki í þér daglega og skilaðu kveðju til þess olíuborna;o)

     

Post a Comment

<< Home