Lufsusögur

Sunday, October 30, 2005

Ónei..ég er að fara að grenja!! Var að setja inn fullt af linkum og svona, búin að vera að dunda mér í þessu í klukkutíma eða svo. Ætla svo að kíkja á hvað þetta er orðið fínt.. þá er bara EKKERT...úff ég hef ekki seivað eða einhvern ansk.... :o(
Þetta er þynnkan! Jii ég held ég hafi ekki komið heim fyrr en klukkan að verða 7:o/ Jaa eða 6, klukkan breyttist í dag svo við græddum tíma;o) Við vorum semsagt með Hallóvín pönnukökupartý í gærDAG kl. 4. Það var vel mætt og allra kvikynda líki létu sjá sig hér á Kuglerstrasse. Nú eins og af berlínskum sið þá náttla keyptum við kassa af bjór til að bjóða gestunum með pönnukökunum. Svo skemmtum við okkur konunglega við að drekka bjór, borða appelsínugular pönnukökur með appelsínugulum rjóma og sprengja hallóvín sprengjur með uppvakningum og púkum. Ekki leið á löngu þar til út þurfti eftir nýjum kassa og öðrum birgðum. Seint og síðar meir þegar allur bjór var búinn og farið að fækka mannskapnum ákváðum við Þórunn uppvakningamamma að fara útá pöbb, bara svona við tvær. Við byrjum á að fara í partý til vina Þ. og þau eru á leið út svo við sláumst í hópinn. Þá náttla byrjuðu vandræðin.. hvert átti að fara??? Þessi vildi fara hingað og hinn þangað. Allavega til að gera langa sögu stutta þá eyddum við mestallri nóttinni í lestarferðir sem fóru með okkur þvers og kruss um borgina og við vissum minnst hvar við vorum!! Enduðum á að taka leigubíl heim í okkar ylhýra góða hverfi P.B. og settumst niður í einn drykk á "Zu mir oder zu dir". Mikið ævintýri og bara nokkuð skemmtilegt:o)

3 Comments:

  • At 8:57 AM, Anonymous Anonymous said…

    gaman að heyra að það er alltaf fjör hjá ykkur, það gerist aldrei neitt hérna á klakanum. Þú verður að fara setja mynd af þér í gallabuxunum bíð spennt eftir að sjá það. Ég verð að viðurkenna að ég sakna ykkar alveg svakalega meiri segja Óla líka ;)
    Ég bið að heilsa dúllunni minni við heyrumst. Kveðja Elsa

     
  • At 9:47 AM, Blogger Edilonian said…

    Hahaha já gallabuxurnar sko!!!´
    Já það er mikið sagt þegar maður fer að sakna Óla hehe!
    Annars söknum við ykkar allra líka alveg ógurlega og vonum að Pési litli prins sé í góðu yfirlæti hjá ykkur;o)
    Heyrumst kannski sún
    Edda sys.

     
  • At 11:08 AM, Anonymous Anonymous said…

    pési hefur aldrei haft það betra, hann er alltaf úti og fær fullt að athyggli, veit ekki einu sinni hvort ég vilji láta pabba fá hann hehe

     

Post a Comment

<< Home