Lufsusögur

Wednesday, October 26, 2005

Arg!! Móa búin að kenna mér að laga, bæta og breyta hérna á síðunni, en það bara virkar ekki að setja inn myndir.. sama hvað ég reyni:o( Allir að tryllast af spenningi að sjá mig í gallabuxum!! hahaha ég er alltaf í þeim;o) En á engar myndir því myndavélin týndist áður:o( En nú ættu samt ALLIR að geta commentað!! Prófiði! Annars verð ég vitlaus ef það er líka klikk!
Úff annars góðar eða vondar fréttir??? Veidiggi hvað skal segja??
Við fórum semsagt í prófið þarna í TU (Technische Universität efégvarekkibúinaðsegjaþað) til að fara á þýskunámskeið. Þetta var svona stöðupróf til að meta hversu klár maður væri sko. Ég sem sagt á/ætti/hefði átt að fara á 4.stig. Sem ég kalla góðu fréttirnar því það er gaman að vera klár;o) En það sem verra er að það var ALLT FULLT á þau námskeið :o(:o( Úff sjitt og hvað á ég að gera??? Bora í nefið fram að jólum?? Og allt líka fullt í Volkhochschulen (sem er að vísu mjög spennandi, hægt að fara í allt milli himins og jarðar) það er engin smá aðsókn í þetta :o/ Þannig að núna er ég í dauðaleit að einhverju hentugu fyrir mig. Ég hefði svo sem alveg gott af því að fara á byrjendanámskeið þó ég kunni eitt og annað á bókina þá er ég algjör apaheili í að tala:-o
Það var bara fullt í öll námskeið nema 3. stig, en Óli er í því og við getum ekki verið á sama tíma útaf Aló. Óli náttla gengur fyrir því hann er "fyrirvinnan", fær sko námslán útá þetta. Hér með auglýsi ég svo líka eftir "Sprachfreunde".
Tschüs!

5 Comments:

  • At 4:48 PM, Blogger Móa said…

    jæja mín kæra, hér commenta ég. Nú finnst mér að þú eigir að tala fyrir okkur öll þessa blessuðu þýsku þar sem þér gekk best í prófinu!

     
  • At 4:50 PM, Anonymous Anonymous said…

    nú prufa ég sem anonymus athugum þetta
    commentadæmi

     
  • At 9:52 PM, Anonymous Anonymous said…

    Loksins gátum við commentað. Höfum sko marg oft reynt. (Þegar ég segji "við" meina ég ÉG-Katrín)
    Gott að heyra í ykkur um daginn. Það væri nú ekki leiðinlegt að kíkja á ykkur við tækifæri.....
    Kv. Hringbraut

     
  • At 10:06 AM, Anonymous Anonymous said…

    Var bara að prófa hvort ég gæti commentað og ég get það greinilega jeiiiii. Ótrúlega gaman að geta fylgst svona með ykkur elskurnar. Kv Kristín.

     
  • At 9:23 AM, Blogger Edilonian said…

    Vúíúíí!! Commentið í lagi!!
    Hahaha tala þýsku!! Fyndin tilhugsun;o)
    Ójá Katrín ætliði örugglega ekki að koma??;o) Þið eigið nú eftir að fara í seinni "honeymoonferð"!!
    Ok frábært segjum það.
    Túrilú
    Eddan

     

Post a Comment

<< Home