Lufsusögur

Tuesday, January 24, 2006

Skautað í frostinu með gigt í augunum!!

Ó mæ god!! Ég ætla að kveðja ykkur til öryggis ef ég skyldi ekki lifa þennan kulda af!! Ég er að FRJÓSA!!! Mér hefur bara aldrei liðið eins illa. Burt séð frá kuldanum úti, þá er ískalt inni hjá okkur eða réttara sagt 16°C hiti, sem ER kalt:o( Dúðuð í ullarsokka, jogginggalla og peysu undir tveim sængum getur maður sofið bærilega, en að fara á fætur á morgnana..... það er varla gerlegt!! Eftir að hafa grenjað í hálftíma uppí rúmi, dröslast maður á fætur, kveikir á kertum, hitar sér te og reynir að hreyfa sig til hita, klæða sig í ennþá fleiri föt og koma sér útúr húsi! Því ekki er nóg með að við séum á jarðhæð þá eru ofnarnir í stofunni/herberginu okkar bilaðir og 2,5 metra háir gluggar með einföldu gleri!!

Áður fannst mér þetta bara rómó og kósí tilhugsun, ylja sér með kakói yfir kertaljósi, dúðuð í ullarföt og svo mörgum árum seinna minnast þess í góðra vina hópi, áranna í Berlín, klökkur af söknuði.... NEI NEI NEI!! Ég á eftir að hugsa til þessa með hryllingi!! Og eina sem ég fæ útúr þessu verður gigt í augun!!

Ég fór í skólann gær, náttla dúðuð upp fyrir haus og til að nefið detti ekki af manni er maður með trefilinn vafinn yfir allt andlitið, sem er ekki sniðug lausn þar sem andardrátturinn bókstaflega fraus!! Trefillinn varð allur hrímaður og frosinn!!
Gsm símar virka ekki, útigangsfólk kemur kalið í hrönnum á hjálparstofnanir, Spree er frosin og svona mætti lengi telja.... en samt er þetta ekkert miðað við í Rússlandi:o/

En svo ég segi nú eitthvað gott þá fórum við í rosa skemmtilega ferð með TU á sunnudaginn til Belzig. Þetta var fyrsti dagur kuldakastsins og mér stóð ekki á sama um morguninn þegar ég leit á hitamælinn, því miðað við ferðina sem við fórum í fyrir jól þá er þetta mikil útivera og okkur var ansi kalt í fyrra skiptið og þó var ekki frost þá! Allavega klæðum við okkur eins vel og við getum og skellum okkur af stað, með sundföt á bakinu, því í Belzig er heit uppspretta og ætluðum við að fara í svona Thermen, sund/sauna höll einhverja. Það var ofboðslega fallegt veður og röltum við um þorpið, uppí kastala sem er þarna, niður í bæ, fórum á skauta (sem var ansi kalt til að byrja með því maður skautaði svo hratt að “vindurinn” beit alveg andlitið;o)) og enduðum svo í þessu Thermen þar sem við vorum í 3 tíma. Þar var mjög fínt og fórum við m.a. í svona Licht-kling-raum sem er sundlaug inní myrkvuðu herbergi með kertaljósum og eins og Óli kallar það “sækadelískum orgíuljósum” og róandi “klingi” einhverju sem heyrðist að vísu bara oní vatninu. Þar inni mátti ekki tala og það lágu allir með hausinn á korkum (eyrun oní) og flutu um alla laug. Þetta var relaxing dæmi eitthvað. Það var gjörsamlega himneskt þó Óli hafi ekki getað slakað á og var bara að springa úr hlátri og fannst þetta eitthvað orgíulegt!! En heitu pottarnir jafnast ekkert á við þá heima! Komum svo heim seint og síðar meir uppgefin af þreytu og ansi köld. En alveg yndisleg ferð:o)

Já svo eignaðist ég vin í gær sem heitir Jong og er frá Kaliforníu og eins og hann segir sjálfur þá er hann musikwhore!! Hann vill endilega fá ábendingar um góð íslensk bönd svo ég benti á nokkur, en þætti gaman að fá að vita með hverju ÞIÐ mælið;o)

5 Comments:

  • At 1:52 PM, Anonymous Anonymous said…

    oj djöfull vorkenni ég ykkur í þessum kulda. En ég mæli með Hjálmar, Mugison og Mínus ég man ekki fleiri góð bönd í bili. Ég bið að heilsa.
    Kv. Elsa

     
  • At 5:30 PM, Anonymous Anonymous said…

    ég viðurkenni hér með njósnir á bloggi og mæli með : sykurmolum, purrkinu,kukli, emeliönu, steintryggi, ghostdigital,brim,svari aka muzak http://simnet.is/muzak/, trabanti, og fyrir svona tónahóru þá er algert msut að hafa heyrt rass, ham, alla "heimsyfirráði eða dauði" plötuna, frú toots hans baldurs á hana líklegast og svo má ekki gleyma jack black joe tímabilinu.... eða megasi, þursaflokknum og meira meira meira... annars góðar stundir í berlínarkulda. þetta getur varla varið í meira en tvær vikur meir, sjálf frís ég rassinn af mér þegar ferðast er um á svörtum fáki í skóla og kul kemur á hjólið... bið annars að heilsa og læt þessa kvittun duga áframhaldandi njósnum ;)

     
  • At 3:15 PM, Blogger Edilonian said…

    Hæ Halldóra:o)
    Alltaf gaman að heyra frá "bloggnjósnurum" sem lesa bloggið manns;o)Hahaha... Halldóran sem þekkir þennan og hinn....akkúrat ég hef einmitt heyrt um þig frá ýmsum áttum en aldrei hitt þig!!
    Ég þakka kærlega fyrir allar þessar upplýsingar og góðar kveðjur. Sehr gute Musik;o) Nú ætla ég að vera duglegri við bloggnjósnir og kíkja á þig! "sjáumst og heyrumst" í bloggheimum;o)
    kv. Eddan
    og já Elsa mín ég þakka þér líka fyrir:o)

     
  • At 11:38 PM, Anonymous Anonymous said…

    Hvað eruð þið að kvarta ;) Þetta er sama hitastig og hjá okkur Rebeccu

    Kveðja,
    Ingimar

     
  • At 1:27 PM, Blogger Edilonian said…

    Jiii Ingimar...gaman að heyra í þér:o) Ég veit að Óli er búinn að skrifa þér bréf svo ég bíð spennt eftir fréttum af ykkur. Bið að heilsa Rebekku;o)

     

Post a Comment

<< Home