Lufsusögur

Tuesday, March 21, 2006

Halló!

Ég veit bara ekki hvar ég á að byrja!?! hvort ég eigi að telja allt upp eða bara sleppa því.........
Svo langt sem ég man aftur er fimmtudagurinn 9.mars eða svo...þá fórum við á ljósmyndasýningu um Solidarnosc, pólsku verklýðshreyfinguna, með Önnu pólsku og Milosh, föstudaginn 10. komu þau pólsku í mat, þríréttað og voða fínt hjá mér, örkuðum svo eftir matinn heim til þeirra til að horfa á íslenska bíómynd á einum vegg stofunnar úr "Beamernum" þeirra. Morguninn eftir, pönnukökuboð hjá Mörtu og Mumma í þarnæsta húsi, síðdegis sama dag út að borða á Bæverskan stað með Miu, Jóni og Unu litlu. Á sunnudeginum vorum við boðuð í myndatöku af vini Önnu og Jörns, áttum að mæta á víetnamskan stað hér í borg kl.1. Þar voru bornir á borð dýrindis réttir, það besta ef ekki allt af matseðli staðarins og máttum við bara gjöra svo vel.... Þarna sátum við í 3 tíma og borðuðum ásamt fleirum og vorum mynduð öðru hvoru á meðan. Við spurðum nú aldrei hvað væri tilefnið en heyrði það útundan mér í lokin að þetta væri fyrir auglýsingu á staðnum. Alveg ofboðslega skemmtileg og viðburðarrík helgi.

Byrjaði svo á þýskunámskeiði á mánudeginum fyrir viku síðan. 3 tímar á dag 5 daga vikunnar í 5 vikur...úff og þetta er sko meira en að segja það! Þvílíkur heimalærdómur og brjáluð einbeitningin í þessa 3 tíma gera það að verkum að ég hef ekki verið svona þreytt í mörg ár. Annars líst mér rosa vel á þetta. Við erum svona tuttugu og allir frá sitthvoru landinu nema 3 pólverjar..og ótrúlegt en satt enginn Ítali né Spánverji!! Ég átti að teikna mynd skv. þýskri forskrift fyrir daginn í dag og fékk verðlaun fyrir...sleikjó:o)

Jæja þessi helgi...eftir að hafa eytt nánast öllum laugardeginum í þvottahúsinu, barnlaus því Aló gisti hjá vinkonu sinni, þá skelltum við okkur í bíó. Við vorum ákveðin í að fara á "Walk the line". Fundum bíó á netinu sem sýnir myndir í "orginalversion". Þegar á staðinn var komið var þetta pínulítið bíó í bakhúsi niðrí bæ og skráði afgreiðslukonan hvað margir voru komnir á lítinn gulan "post it" miða. Mér leist ekkert alltof vel á þetta þar sem ég fer nú ekki oft í bíó en langaði sérstaklega að sjá þessa mynd í bíói. En jæja salurinn var stærri en ég hélt... en hljóðið var alveg glatað...tveir aumir hátalarar við tjaldið. Að öllu jöfnu var þetta bíó mjög sjarmerandi en hefði þá viljað vera að fara á einhverja allt aðra mynd!! Óli átti í erfiðleikum með að heyra þannig að þið getið ímyndað ykkur hvað ég heyrði mikið:o/ Jæja jæja eftir soldinn skapbrest útaf þessu í byrjun reyndi ég nú að gera gott úr þessu og bara ímynda mér lögin og hvað verið væri að segja....haha og skemmti mér bara mjög vel. Alveg yndislega mynd:o)
Jæja ætla að reyna að finna skemmtilegar myndir með þessari færslu.....þar til síðar.....

9 Comments:

  • At 4:15 PM, Anonymous Anonymous said…

    Loksins. Var farin að hafa áhyggjur af því að fuglaflensan hefði kannski náð ykkur;p
    Af því sem sést á mynd líst mér bara ágætlega á hárið á þér mín kæra, alltaf jafn yndisfríð.
    Mikið sakna ég þín núna. Get ekki beðið eftir að þið komið mæðgur.
    Kv. Katrín (sem stækkar óðum) og co.

     
  • At 8:47 AM, Blogger caselerstrasse said…

    Þið eruð bara alltaf á einhverju flandri hehe. Gangi þér vel í dag að fá botn í framtíðina:)

     
  • At 11:40 AM, Blogger Edilonian said…

    Takk fyrir Katrín mín..finnst þér hárið ekkert svo appelsínugult og rytjótt!!;o) Annars jiii hvað ég hlakka til að koma í sumar og sjá ykkur öll þrjú og vonandi 4..hehe helduru að þú náir því ekki fyrir mánaðarmótin ágúst-sept.??;o)
    Oooo og já Þórunn takk fyrir það...ekki veitir af:o/

     
  • At 9:39 PM, Anonymous Anonymous said…

    Hehe, við Rebecca sáum myndina í einhverju úreltu bíói í New Haven á nýársdag. Ég sá hana svo aftur fyrir rétt rúmri viku síðan hér heima í almennilegu sándi. Notaði það að Badda langaði að sjá hana sem afsökun.

     
  • At 10:28 PM, Anonymous Anonymous said…

    loksins eitthvað að lesa hjá þér svoooo gaman, jiiii hvað ég hlakka til að fá þig heim og knúsa þig rúsakrúsa og svo kannski djömmum við pínu ekki mikið sko!!!

    Kv Kristín sem hlakkar svooooo mikið til

     
  • At 3:36 PM, Anonymous Anonymous said…

    hlakka ekkert smá til að fá ykkur=)
    kv Elsa

     
  • At 2:46 PM, Blogger Edilonian said…

    Krúsírúsílúsí jiii hvað ég hlakka til að koma heim:o)
    Og Ingimar....mæliru með að sjá myndina aftur í almennilegu bíói??;o)

     
  • At 5:20 PM, Anonymous Anonymous said…

    Það er ekki spurning, frábær mynd enn betri tónlist!

     
  • At 4:46 PM, Anonymous Anonymous said…

    Það er ekkert í boði að taka bara alltaf viku blogg frí í einu kona! Mig vantar eitthvað að lesa þegar ég á að vera að læra.
    Og nei...efast um að ég nái því fyrir mánaðarmótin ágúst-september þar sem ég er ekki sett fyrr en 7.sept. og þá þýðir það svona 18. sept eða eitthvað slíkt. Þið verðið bara að koma heim aftur og skoða gripinn.
    Knús og kossar.
    Katrín bumbs og co.

     

Post a Comment

<< Home