Lufsusögur

Tuesday, February 28, 2006

Bolludagur-sprengidagur-öskudagur!














Ég er alveg rugluð!! Síðasta miðvikudag var eitthvað sem kallast Fasching í skólanum hjá Aló. Þá áttu krakkarnir að koma í búningum. Jájá voða sniðugt, við semsagt reiknuðum það út að þetta væri öskudagur hérna í Þýskalandi. Svo förum við í bæinn á sunnudaginn og þá er annar hver maður í grímubúningi. En þó aðallega fullorðið fólk!! Sáum svo í sjónvarpinu í gær fréttir af öllu landinu þar sem karnival var haldið í hverjum bæ! Og aftur aðallega fullorðið fólk. Ég verð nú að segja það að mér finnst þetta alveg stórfurðulegt fyrirbæri. Maður er ekki vanur svona mömmum og pöbbum, öfum og ömmum á flippi niðrí bæ í grímubúningi!! Nú, í gær var Rosenmontag, í dag er einhver Wandertag og guð má vita hvað er á morgun???

Sá svo í blaðinum í dag, nánar tiltekið Berliner Kurier sem minnir mig alltaf á einhvern svona kúrara, blaðið er líka svo lítið, sætt og auðlesið. Við kaupum það alltaf af krúttlega kúraranum á brúnni hjá lestarstöðinni á leið í skólann hennar Aló. Allavega það sem ég ætlaði að segja að þá sá ég þessa meðfylgjandi grein þar. Þýskur bolludagur??Pfannkuchen eða eins og við kölluð það Berlínarbollur, borðaðar í gríð og erg á Rosenmontag? Ég þarf að afla mér upplýsinga um þessar hefðir hérna í Germaní.

Alltént héldum við Bolludaginn með pompi og prakt í gær. Allt á íslensku. Fengum góða vini í heimsókn, íslenska, og Lenu litlu sem ég veit ekki hvers lenska ég ætti að flokka, öll í umbúðum og illa farin:o(

Úff já næstum búin að gleyma..fengum pakka frá Íslandi í dag. Nánar tiltekið frá pabba. Við vissum að það væri kassi á leiðinni með póstinum okkar. Þegar hann svo kemur í dag er þetta stærðar kassi og níðþungur!! Fæ soldið sjokk, opna hann og mmmm fullur kassi af íslensku nammi súkkulaði, lakkrís og uppáhaldinu mínu...kókosbollum!! mmm svo ég er bara ekkert búin að borða neitt annað í dag:o/

Svo er það helst að frétta að fuglaflensan ógurlega er komin til Svíþjóðar og Nina Hagen hefur lítið álit á kanslaranum!
Og ég er alltaf að taka svart/hvítar myndir..hehe nýbúin að læra það.

4 Comments:

  • At 2:39 PM, Blogger caselerstrasse said…

    Ó ég hélt að Wandertag væri svona dagur þar sem væri farið út í skoðunarferð. Skil þetta ekki heldur.Þórunn ringlaða.

     
  • At 4:14 PM, Blogger Edilonian said…

    Tjaa Wander... eitthvað þýðir göngu..eitthvað??? Úff keine Ahnung!

     
  • At 6:11 PM, Anonymous Anonymous said…

    Flensan er líka farin að berast í þýska ketti. Kannski varasamt að vera að kjassast í hundum...

     
  • At 10:37 AM, Blogger Edilonian said…

    Ég er að segja ykkur það...þessi fuglaflensa er að fara að tortíma heiminum!!!

     

Post a Comment

<< Home