Lufsusögur

Wednesday, March 08, 2006

Húbba húlla!


Það eru alveg tvær stútfullar helgar sem ég á eftir að uppfæra ykkur með!
Ég stend mig ekki alveg nógu vel:o/

Þarsíðasta föstudag þá buðu, já buðu því þau tóku upp veskið í lokin og borguðu allt, pólsku verndarenglarnir okkur út að borða. Á mexíkanskan veitingastað sem er bara hérna í næstu götu. Og jesús pétur það er svo góður matur þarna!! Í öllu þessu grænmetisáti í miðri fuglaflensu brutum við odd af ofsahræðslunni og fengum okkur steik. Ég fékk mér semsagt lambakjöt með kurluðum kartöflum og hvítlausksteiktum baunabelgjum. Úff og ég hef bara ekki hugsað um annað síðan:o/
Allavega ofsalega ljúft kvöld og erum við að fara að drekka bjór, vín og horfa á bíómyndir með þeim næsta föstudag:o)

Annað markvert sem ég vil minnast þarsíðustu helgar er að við skruppum til Afríku á sunnudeginum!! Tjaa eða svona þannig...fórum í þrívíddarbíó um dýrin í Afríku og fengum eitthvað svaka flykki til að hafa á hausnum svo dýrin virtust vera alveg oní manni....æi hálfóþægilegt eiginlega...en samt gaman;o)

Af nýliðinni helgi er það að frétta að á föstudagskvöldið fór ég á fund/partý með stuttmyndaleikurunum. Vorum við svona 10-15 og allavega 5 þjóðabrot!
Rosa fínar veitingar og mjög gaman en ég þurfti að fara snemma heim í háttinn þar sem það var stór dagur framundan....semsagt ferðin í Tropical-island!!!
Og það er sko saga útaf fyrir sig:o/

Risastórt flugskýli innréttað sem hitabeltis-eyja með sko öllu tilheyrandi.
Þarna var regnskógur, risastór strönd, lítið þorp, sundlaugar með klettum og rennibrautum, barnaævintýraland með allskyns hoppuköstulum, strandblak og ég veit ekki hvað og hvað. Það eru tvö svið þarna, eitt semsagt á ströndinni í “Suðursjó” sem er risastórt og notað fyrir kvöldsýningar og annað í “þorpinu” með reglulegum litlum sýningum frá ýmsum heimshlutum. Og til að toppa þetta allt þá er hægt að gista þarna!!
Þá er það hrúga af litlum kúlutjöldum á hvítum sandi í einum enda “eyjunnar”.
Svo bara spóka allir sig á sundfötum, sloppum eða öðrum strandafatnaði!
Jaa þetta var sko lífsreynsla og skemmtum við okkur alveg konunglega í góðra vina hópi:o)
Seint og síðar meir um kvöldið þegar heim var komið, skellti ég mér á þorrablót Fíber..eða semsagt það sem eftir var af því og kom heim undir morgun:-o

Hey já gleymi að segja ég fór í klippingu og litun á föstudaginn. Ég var að vísu búin að heita mér því að fara ekki í litun á þessar stofur hérna því innum gluggana sér maður ekkert nema aflitað, rautt, appelsínugult eða bleikt hár! Það er einhver undarleg tíska hérna á meðal hárgreiðslufólks..mjög spes. En eftir að vera búin að vafra um nokkrar stofur tók ég sjens á einni. Hmm út kom ég með appelsínugult hár, að mér finnst, og illa klippt hár:o(

Ps. Svo fékk Anna Líf einkaréttinn á myndunum úr Tropical island svo ég bendi ykkur á myndasíðuna hennar;o)

3 Comments:

  • At 1:56 PM, Anonymous Anonymous said…

    Nei hvernig er hárið þitt í alvöru??
    Hihi, hefði sko alveg viljað fara með ykkur á tropical island, hljómar bara ansi vel.
    Ástarkveðjur frá landinu góða Íslandi.
    Katrín og co.
    (p.s. var að setja nýjar myndir inn á barnaland ef þú vilt kíkja)

     
  • At 3:07 PM, Anonymous Anonymous said…

    Heyrheyr maður er netlaus í rúma viku og ætlar svo að kíkja hvað hefur gerst hjá þér og það er bara ekkert nýtt!!!!

    Kv Kristín

     
  • At 5:56 PM, Blogger Edilonian said…

    úff púff ég veit!! Þetta er alveg ferlegt. Það er svoooo mikið að gera að ég hef engan tíma í þetta! Og þá er einmitt mest að segja:o/
    Reyni að bæta úr því á morgun ef ég hef tíma...en nú verð ég að þjóta!!;o)

     

Post a Comment

<< Home