Lufsusögur

Wednesday, November 21, 2007

Aumingja Kristín mín..


er að fara ALEIN til New York í byrjun des.
Þar sem ég er besta vinkona hennar er mér ekki sómi í öðru en að fylgja henni!!
Bara eitt lítið vandamál.....:o/
Ég hef fyrir stóru búi að sjá og ég eina fyrirvinnan, þá eru peningarnir ekkert alltof margir!!
Því opna ég hér með söfnunarsjóð fyrir flugmiða til Ameríku svo litla skinnið þurfi nú ekki að fara ein:o) Bara fyrir hana sko!

15 Comments:

  • At 4:56 PM, Anonymous Anonymous said…

    varstu að dunda þér við að teikna?

     
  • At 8:20 PM, Anonymous Anonymous said…

    Æi hvað þú hugsar vel un bestustu vinkonu þína, ég styrki þig um 5000 krónur, allavega minn þáttur í að reyna að fá þig með mér til New York að versla og drekka bjór.
    Þú veist það að þetta er kannski EINA tækifærið okkar saman í þessari vitleysu:))

     
  • At 9:56 PM, Anonymous Anonymous said…

    Gangi þér vel með söfnunina!
    Því miður þá ætla ég ekki að styrkja þig því það yrði sennilega miklu dýrara að þið færuð tvær

     
  • At 10:50 PM, Blogger Ingimar said…

    þú getur nú gist alla vega eina nótt í Connecticut. það er nú ágætis styrkur. Annars ertu ekki að missa af neinu. NY er ekkert skemmtileg borg og ekki er hún falleg.

     
  • At 11:15 PM, Anonymous Anonymous said…

    Þessi Ingimar vinur þinn veit nú ekkert hvað hann er að segja, í fyrsta lagi er N.Y. án nokkurs efa skemmtilegasta borg í heiminum, en Connecticut er ekkert sérlega skemmtilegur bær og hef ég hef töluvert góða reynslu í þessum málum og hananú.

     
  • At 11:22 PM, Anonymous Anonymous said…

    Sendu nú á mig bankareikningnúmerið þitt því hún Kristín er að fara með innkaupalista frá mér og ekki veitir mér af tveimur burðardýrum.

    P.s. ætla að rukka í leiðinni um stelpupartý.

     
  • At 5:50 PM, Blogger Finnur said…

    Talaðu við Pabba (hann Yngva Þór) og athugaðu hvort hann geti "gefið" þér einhverja punkta. AAAAhahahaha.
    Kv Finnsi

     
  • At 9:02 PM, Blogger Edilonian said…

    Hahahaha þið eruð öll svo indæl og fyndin!! Þegar ég sá 7 comment hélt ég barasta að ég hefði himin höndum gripið og ég væri komin með 40 þúsund kallinn fyrir ferðinni;o) en 5000 þús. kominn, gisting í Connecticut og Heiða borgar rest!! Þá er bara að kaupa miðann;o)

     
  • At 10:07 AM, Anonymous Anonymous said…

    Áttu ekki betri vini en þetta elskan:))))

     
  • At 3:01 PM, Blogger Edilonian said…

    hmmm allavega ekki ríka vini:-o en hvað með pabba þinn!! hahahahaha!! og Heiða!! ég SVER!!! það kemur að stelpupartýi;o)

     
  • At 4:05 PM, Blogger Ingimar said…

    Ég sagði aldrei að Connecticut væri skemmtilegur bær en ég bý mitt milli NYC og Boston og mér þykir NY mun síðri heim að sækja. Auk þess þykir mér hún forljót.

     
  • At 5:02 PM, Blogger Edilonian said…

    úps kominn rígur:o/
    hehe en Ingimar..ég á pottþétt eftir að þiggja gistingu hjá þér í framtíðinni:o)

     
  • At 12:00 AM, Anonymous Anonymous said…

    Ekki fara að gráta Ingimar

     
  • At 7:11 AM, Anonymous Anonymous said…

    HA HA HA!!!! NY mun síðri heim að sækja en Connecticut.

     
  • At 8:53 PM, Blogger Edilonian said…

    Ekkert nema brandarakallar hér á ferð!!

     

Post a Comment

<< Home