Lufsusögur

Monday, November 28, 2005

Nú bara get ég ekki orda bundist!! Ég er náttla stödd á netkaffi thar sem tölvan er ennthá daud og fleira eftir thví!! En ég aetla ad reyna ad láta mig hafa thad ad skrifa eitthvad núna. Thessi helgi er búin ad vera rosaleg!
Hún byrjadi á svaka partýi á föstudaginn thar sem ég giska á ad hafi verid 50 manns í thad heila, rosa gaman. Á laugardaginn koma svo pólsku verndarenglarnir okkar (segi ykkur frá theim seinna) og vid förum í margra tíma göngutúr ad kanna nýjar slódir í yndislegu heidskýru, ísköldu og fallegu vedri. Fundum medal annars "Kinderfarm" rétt hjá okkur, en thar eru hestar, kanínur, naggrísir, haenur og svona 5 tegundir af Schaf...einhverskonar kindum allavega, mjög fyndid! Rétt náum svo ad fara heim, ylja kroppinn adeins og gera okkur til fyrir sushi veislu sem okkur var bodid í um kvöldid. Og fyrir mig er thad eitt og sér aevintýri út af fyrir sig. Ég vildi semsagt koma snemma til ad sjá, vita og fylgjast med hvad vaeri sett í thetta og hvernig thetta vaeri gert... thví ég aetladi ad gefa sushi sjens...í fyrsta sinn:o/ Algör lúdi gat ég ekki einu sinni kyngt einum bita og sneri mér thví bara alfarid ad drykkjunni!! En maturinn var mjög girnilegur og listilega fram borinn!
Sunnudagurinn toppadi nú allt verd ég ad segja. Ég drattast á faetur og fer á mjög, hmmm hvad á ég ad segja.. vidburdaríkan 2ja og hálfs tíma fund hjá Fíber thar sem fundarstjórinn reytti hár sitt og fleira!! Eftir fundinn förum vid stór hópur (Prenzlauer-Bergararnir) á frábaeran pizzastad og bordum thar saman og drekkum bjór. Madur myndi halda ad thetta vaeri nú ordin aldeilis lagleg helgi.. en nei nei hápunkturinn er eftir... thví vid Móa áttum mida á Anthony and the Johnsons sem vid fórum á med finnskum vinum. OG Ó MAE GOD!!! Ég frelsadist tharna inni, grét og hló og ég veit ekki hvad. Their eru AEDI!! Their eru ad spila á Íslandi 10. des. og jiii hvad ég öfunda thá sem eru ad fara!! Og their sem ekki eiga mida.. gerid ALLT til ad fá einn slíkan;o) Úff ég er bara í spennufalli eftir ad rifja thetta upp, en í thannig ástandi vorum vid eftir tónleikana og erum ad rölta heim á leid og HVAD haldidi ad vid sjáum...REF!! Vid sáum (fokking) ref!! Ég átti bara ekki til ord, inní midri borg, leikandi sér vid músargrey jaa eda leikandi sér AD henni frekar. Og tharna stódum vid um midja nótt í svona hálftíma og gláptum á refinn leika sér í svona ekki meira en 3ja metra fjarlaegd!!
Alveg fannst mér thetta ótrúlegt!! Og ég sem hafdi hissast öll upp nóttina ádur thegar ég sá rottu hlaupa fram og til baka beint fyrir framan nefid á mér eins og gangstéttin vaeri fyrir hana!!
Já thad er thad blómstrar dýralífid í Berlín.
En nú aetla ég ad snúa mér ad thví sem ég kom hingad til ad sinna.
Mee, mjá, voff, tíst.. thangad til naest;o)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home