Lufsusögur

Saturday, January 28, 2006

Ankara-Istanbul-Kreuzberg?

Stofnfundur fyrsta saumaklúbbs íslenskra "kvenna"(tel mig sko ekki konu) í austur-Berlín var haldinn í gær. Vorum við 7 mættar. Eðal veitingar í boði og rauðvínið, hvítvínið, bjórinn, Amarettóið og Vodkinn runnu í stríðum straumi! Kom heim klukkan 7 í morgun!! Ekki amalegur "saumaklúbbur" það!!

Þarna sátum við semsagt í ca. 10 tíma og ræddum heimsmálin, allt á mjög vitrænum nótum að sjálfsögðu. Meðal annars ræddum við fuglaflensuna... úff ég veit það ekki, við Óli hættum að kaupa kjúkling fyrir svona 3 vikum síðan...hvenær er of varlega farið??? Mér finnst kjúklingur alveg ógurlega góður í hverju formi sem hann er og þar sem kjúklingabringurnar eru hálfókeypis hérna þá hafa hinir fjölbreyttustu réttir verið hér á boðstólnum örugglega svona annan hvern dag:o/ Já ég veit kannski fullmikið...og vorum við líka orðin fullleið á þessu. Því var það kærkomið að sleppa kjúklingnum og hef ég prófað ýmsa grænmetisrétti síðan...sem ég er bara að fíla í botn. En...ég er bara soldið farin að sakna kjúklingsins!!! Við semsagt vorum að ræða þetta í gær og hver væri áhættan (Kreuzberg er sem sagt Tyrkjahverfið hérna í Berlín). Voru nú flestar sammála um að hún væri hverfandi en...??? Heyrði svo í pabba í dag og þar sem krankleiki er í familíunni þá varar hann okkur við fuglaflensunni!! Án þess að ég hafi nokkurn tímann minnst einu orði á þetta áhyggjuefni okkur:-o
Er þetta hræðsluáróður fjölmiðlanna eða???

En allavega er mig strax farið að hlakka til næsta saumaklúbbs...Sex and the City hér ví komm;o)

2 Comments:

  • At 12:30 AM, Anonymous Anonymous said…

    Já það er gott að hlýja sér í góðra kvenna hópi með lögg í glasi. Gott að þér er ekki eins kalt elskan.
    Hvenær komið þið heim í heimsókn? Sakna þín svo óskaplega.
    Kv. Katrín bumbulína og strákarnir

     
  • At 1:25 PM, Blogger Edilonian said…

    Já ég er öll að þiðna;o)
    Hehe ég er ekki búin að segja fréttirnar....ég kem heim í sumar að vinna:o) Anna Líf kemur með mér, Óli verður í skólanum út júlí svo hann kemur ekki! Og þá hlakkar mig sko til að hitta ykkur;o)
    Bið að heilsa bumbu, barni og bangsa!

     

Post a Comment

<< Home