Lufsusögur

Monday, March 27, 2006

Der Frühling

Ja wohl! Vorið er komið, með 14 stiga hita, raki og útlandalykt í loftinu og fuglarnir góla í kapp við hvern annan!! Já góla....ég hef bara aldrei heyrt annað eins, það er bara enginn vinnufriður og alveg furðuleg hljóð, tíst, söngur, gól, ískur og öskur! En auðvitað alveg yndislegt.
Við erum búin að slökkva á ofnunum í íbúðinni, á undan leigusalanum, en hitinn er víst alltaf tekinn af hérna á sumrin! Búin að kveðja, gammósíurnar, vettlingana, trefilinn, húfuna, ullasokkana og lopapeysuna sem maður vogaði sér ekki út án hérna fyrir nokkrum dögum!

Námskeiðið gengur vel hjá mér, búin að eignast nýja vini sem keppast við að bjóða mér í partý, heimsóknir og kaffihúsaferðir:o) Leiklistin er á sínum stað og við erum að fara að kaupa þvottavél. Jibbí og þó.... þá hættir maður að lenda í ævintýrum í þvottahúsinu:o/ Já og búið að breyta klukkunni! Hehe kíkti aðeins á pöbbinn á laugardaginn og skreið heim klukkan 7 eða semsagt 8 á nýja tímanum um morguninn. Ussususs:o/ En nú erum við semsagt tveimur tímum á undan ykkur þarna heima. Jæja vona þetta skemmti þér við heimalærdóminn Katrín;o) Bæ í bili..

6 Comments:

  • At 9:55 PM, Anonymous Anonymous said…

    Já fuglarnir eru svona skrítnir þarna út af fuglaflensunni, þeir eru bara með hálsbólgu og kvef þessar elskur.
    Þetta er allt að gerast líka á Íslandi, hægar, en samt að gerast. Fuglarnir farnir að syngja fyrir okkur morgunsönginn þegar við röltum í leikskólann á morgnanna, en.........skítkalt ennþá.
    Þetta kemur!!
    Kv. Katrín (sem á að vera að læra) og strákarnir

     
  • At 5:24 PM, Blogger Edilonian said…

    Haha já Katrín, þetta er fuglaflensan...því nýjustu fregnir herma að hún sé komin til Berlínar:o/

     
  • At 3:10 PM, Anonymous Anonymous said…

    já og frekari fréttir af vorinu á Íslandi - Lóan er víst komin... en það snjóar bara á hana!!! jeah þú lest rétt -það snjóar!!!!!

     
  • At 11:24 PM, Anonymous Anonymous said…

    omg Edda.
    Þú verður að skrá þig í nýja Leoncie aðdáendaklúbbinn sem við Inga vorum að stofna.
    blog.central.is/lovemessages

     
  • At 5:49 PM, Anonymous Anonymous said…

    hæ elsa hér vildi bara segja þér ég er komin með herbergi=)

     
  • At 4:49 PM, Blogger Anna Líf said…

    :oD 8o) ;o) :-) :o) :>) :oD :o)

     

Post a Comment

<< Home