Lufsusögur

Monday, January 30, 2006

Ruslatunnan!

Ég á ekki til orð!! Í síðustu viku gengum við fjölskyldan fram hjá ruslatunnu hérna í götunni. Þetta er svona tvö- eða þreföld græn plasttunna á hjólum. Hún stóð bara þarna á miðri gangstétt langt frá sínum heimahögum. Það sem vakti athygli okkar var það að það rauk úr henni og rosaleg plastbrunasvæla. Jæja við sögðum okkur það sjálf að það hefði kviknað í einhverju rusli og hún stæði þarna því það væri verið að ráða niðurlögum brunans.
Viti menn í kvöld geng ég þarna framhjá aftur og stendur tunnan þar enn.....hálf!!! Þessi risatunna bara búin að standa þarna óáreytt og sviðna... með öllu tilheyrandi!! Oj bara!
Ég er fegin að hafa ekki farið út úr húsi fyrr...búin að vera inn síðan á föstudag:o/

0 Comments:

Post a Comment

<< Home