
Pæliði ég fór á Tyrkjamarkaðinn í gær og keypti 20 metra af efni í gardínur (gluggarnir eru sko 2,5 metrar!!) og það kostaði 26 evrur!! Ótrúlega ódýrt!!
Svo er ég bara að horfa á The League of Gentlemen öll kvöld. Algjör snilld, mæli eindregið með þeim!
Annars var ég búin að lofa að svara kitlinu hennar Móu;o)
7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
1. Læra þýsku.
2. Eignast tvíbura.
3. Leika í bíómynd.
4. Læra að prjóna og hekla.
5. Hitta Nick Cave.
6. Safna hári
7. Fara til Afríku, Kína, Egyptalands og Færeyja.
7 hlutir sem ég get gert:
1. Grátið.
2. Hlegið.
3. Talað.
4. Saumað.
5. Sagt brandara.
6. Borðað mikið nammi.
7. Sofið endalaust.
7 hlutir sem ég get EKKI gert:
1. Verið í háhæluðum skóm.
2. Skilið þýsku.
3. Náð fleiri sjónvarpsstöðvum en sjö.
4. Tekið ákvarðanir.
5. Verið þolinmóð við tæki.
6. Vaknað snemma.
7. Staðið við allt sem ég ætla mér.
7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið:
1. Augun.
2. Augun.
3. Augun.
4. Súkkulaðibrúnt og suðrænt.
5. Hávaxnir menn.
6. Dulúð.
7. Húmor.
7 frægir karlmenn sem heilla mig:
1. Nick Cave
2. ....
3. .....
4. .....
5. ....
6. .....
7. hmm það er eiginlega bara Nick!!
7 orð sem ég segi oft:
1. Ich verstehe nicht!
2. Wie bitte!
3. Was??
4. Langsamer bitte!
5. Ó mæ gúddness!
6. Glætan!
7. Ert´ekk´að grínast!
7 manneskjur sem ég kitla:
1. Ég ætla að kitla Kristínu sjö sinnum..
eða nei 6 sinnum og ALÓ einu sinni!!
2 Comments:
At 3:21 PM,
Anonymous said…
Hvaða rugl er þetta í þér kelliing og hvað á ég að gera þá!!!!!!!!! Kristín
At 10:12 AM,
Edilonian said…
Hahahaha ég er alveg að tapa mér í fyndninni!! ætli það sé ekki nóg að þú svarir einu sinni;o)
Post a Comment
<< Home