Lufsusögur

Saturday, April 22, 2006

Óli úti!


Vá alveg var ég næstum búin að gleyma því hvernig það er að þurfa að læra. Núna er páskafríið mitt alveg að verða búið og ég ekki byrjuð að læra heima þau ósköp sem okkur var sett fyrir. Nema hvað ég ætla/ði að taka það með trompi þessa helgi, þar sem ég tók helgardjammið út á fimmtudaginn, alveg yndislegum sumardegi, 20 stiga hiti og sól. Já einmitt... gleðilegt sumar kæru vinir:o) Ég semsagt byrjaði um fimmleytið í sumarblíðunni í grænum kjól að hella í mig öllum tegundum, í öllum litum af kokteilum ásamt öðrum "samnemendum" mínum sem áttu líka að vera heima að læra! Var orðin ansi hress um miðnættið:o/
Jæja allavega því sem ég var næstum búin að gleyma var það að maður finnur uppá öllum andskotanum að gera annað en að læra....þegar maður á að vera að læra.
(Til dæmis að blogga sem ég þykist ekki hafa svo mikinn tíma í annars!!)
Núna í kvöld hef ég þess vegna legið á netinu og farið á allar mögulegar og ómögulegar síður, þar til ég endaði á kvikmynd.is. Fyrst varð ég orðlaus yfir finnska "undrinu" eins og einhver sagði. Þeir ætla greinilega að taka Júróvisjón með enn meiri stæl en við Íslendingar!! Svakalegt myndbandið þeirra, hehe! Svo hló ég mig máttlausa yfir "Hæfileikaríku bræðrunum". Ég hafði nú einhvern tímann séð þá áður, en ég held ég hafi samt hlegið ennþá meira núna!! Og svo náttla Hommi og Nammi hennar Sylvíu sem mér finnst alveg ógisslega fyndnir í myndbandinu, alltaf eitthvað að pukrast útí horni, hahaha! Jæja varð bara aðeins veita ykkur innsýn í þetta lærdómslaugardagskvöld hjá mér;o)

7 Comments:

  • At 3:51 PM, Anonymous Anonymous said…

    jeij kokteilar

     
  • At 11:28 AM, Anonymous Anonymous said…

    Til hamingju með afmælisbarnið:o)

     
  • At 10:21 PM, Blogger Edilonian said…

    Takk takk:o)
    Svo eru það bara kokteilar framundan;o)!!

     
  • At 10:24 PM, Anonymous Anonymous said…

    hæhæ

    Verð að skila kveðju svona í tilefni dagsins, til hamingju með dótturina! Minn bíður í svitabaði eftir sínu afmæli þar sem hann er kominn með hlaupabóluna alræmdu.

    kv Ingi

     
  • At 10:26 PM, Blogger Edilonian said…

    Bara prófa...var að breyta..nú þarf maður ekki lengur að skrifa þessa leiðinlegu stafi neðst!

     
  • At 10:29 PM, Blogger Edilonian said…

    Jii hvað þetta er fyndið, ég er bara hérna stödd í comment glugganum þegar commentið poppar upp frá þér Ingi minn. Takk kærlega fyrir. Þetta er búið að vera rosa dagur...10 ár!!! Ha Ingi!! Vona að Gústa litla batni sem fyrst og verði hress á afmælinu sínu. Kíki á ykkur þá;o)
    Bæ í bili.

     
  • At 7:02 PM, Anonymous Anonymous said…

    Edda, það er nógu erfitt að hugsa til þess að það verði 10 kerti á næstu terti þó þú sért ekki að blaðra því út um allt! :)

    Næst kemur skot á aldurinn eða annað álíka "skemmtilegt" :)

    kv
    Viðkvæmi ungi "Ingi"

     

Post a Comment

<< Home