Lufsusögur

Monday, February 20, 2006

Fréttir, fréttir!!

Eignaðist yndislega pínulítla undurfríða frænku í dag:o)
Hún Kristín, mín besta frænka og vinkona fæddi prinsessu kl.15:37 í dag.
Og í leiðinni og ég óska mér sjálfri til hamingju með frænkuna, óska ég þeim skötuhjúum aftur til hamingju:o) Þeir sem vilja skoða þá nýfæddu þá bendi ég á linkinn þeirra hér til hliðar, s.s. "Kristín og Danni".

Hún er sú fyrsta af fjórum börnum sem eru væntanleg á árinu hjá mínum nánustu!
En eins og kannski flestir vita þá eru þeir Maggi og Gaui að verða feður í annað sinn. Riina hans Magga á að eiga í lok maí og Trína hans Gaua í ca. september. Og svo síðast en ekki síst þá ætlar Yndið mitt hún Ásta að eiga barn í ágúst, svona rétt áður en ég fer aftur til Berlínar. Og stefnum við á lítinn rauðhærðan hnokka;o) hahaha

Þannig að ég er óttalega fegin að vera ekki á Íslandi um þessar mundir og smitast ekki af þessum skæða faraldri!! Og já ég átti nú kannski eftir að láta ykkur formlega vita að ég kem heim í sumar að vinna:o) Anna Líf kemur líka en aðeins seinna því skólinn hennar er ekki búinn fyrr en í byrjun júlí. Óla hef ég ákveðið að skilja eftir því ég vil vera "frísk" í sumar en ekki "ófrísk"!!hahaha engin hætta á að ég "smitist"!! Jii ég er alveg að tapa mér í fyndninni hérna...best ég fari að sofa:o/
Góða nótt.

2 Comments:

  • At 12:20 AM, Anonymous Anonymous said…

    Þá er nú skárra að vera í pestarbælinu Berlín, þar sem maður fær í mesta lagi Flensuna.

     
  • At 8:11 AM, Blogger Edilonian said…

    Úps! Af tvennu "illu" (ég tel það nú ekki illt að eignast afkvæmi, bara hentar mér ekki á þessum tímapunkti!) þá held ég að það sé betra að smitast af ófrísku en af helv.... F-flensunni:o/
    Kannski þú komir bara með til Íslands Óli!

     

Post a Comment

<< Home