Lufsusögur

Friday, February 17, 2006

Annáll

Þessi fuglaflensa er alveg að fara með mig!!! Ég bara meina það!! Berlín er umkringd fuglaflensu, tilfelli bæði fyrir norðan og sunnan! Segi ekkert til um radíusinn en allavega er hún komin til Þýskalands. Í blaðinu í gær stóð að maður ætti að elda fuglakjöt uppí 70°C til að drepa vírusinn og sjóða egg í allavega 10 mínútur. Smitleiðir voru tíundaðar og vill Óli að við hættum alfarið að borða kjöt og egg yfir höfuð og snúum okkur eingöngu að grænmetisréttunum. Jújú ég er auðvitað alveg til í það, það eru engin endalok að hætta að borða kjöt, þær eru nú margar grænmetisæturnar. En verra þykir mér með eggin!! Það eru svo margar grænmetisuppskriftir með eggjum í. Æi ég veit ekki.. og hversu lengi á maður svo að halda þetta út?? Svo er náttla verið að spá heimsfaraldri sem á eftir að drepa 150 milljónir manna ef veiran stökkbreytist. Þá gagnast nú lítið að borða bara gras!!

En jæja að allt öðru. Ég hef ekkert bloggað í lengri tíma vegna þess að ég hef staðið á haus í möppugerð fyrir umsókn í listaháskóla. Tókst að klöngra möppunni saman kl. 5 undir morgun daginn sem ég átti að skila. Legg mig í 2 tíma og fer svo með möppuna. Áttum að skrifa greinagerð um hugtakið “style”, skila því og koma aftur kl. eitt og fengjum þá að vita hvort við kæmumst í inntökuprófið eða ekki. Ég dröslast heim á hjólinu í millitíðinni að ná í allt dótið(sem var sko heill listi) sem til þyrfti ef maður kæmist í prófið. Kem svo aftur klukkan eitt. Okkur er hrúgað inn í sal og nöfn lesin upp. Nafnið mitt var ekki lesið upp og þar sem ég skildi ekki neitt þá hélt ég að ég mætti bara hirða mitt hafurtask og hypja mig heim. En nei...þetta voru nöfn þeirra sem ekki komust áfram. Og eftir var hópur sem varpaði öndinn léttar og með bros útað eyrum. Þá skildist mér að ég hefði komist í prófið...jibbí!! Við tekur 3ja daga próf frá morgni til kvölds sem ég hélt að engan endir myndi taka. Mjög strembið og heyrði ég að venjulega væri prófið 4 verkefni en þetta voru 7 verkefni! Allavega þá fengum við niðurstöðuna í síðasta degi, eftir 3ja tíma umhugsun hjá nefndinni en ekki 1 og hálfan eins og þau sögðu. Niðurstaðan var semsagt sú að ég komst ekki inn:o/
En það eru svo sem engin endalok fyrir mig því ég var ekki búin að gera mér neinar vonir, þetta var bara tilraun hjá mér. Ég held það hefði verið ansi mikil slembilukka ef ég hefði komist inn í einn af tveimur listaháskólum í Berlín, borg þar sem listalífið blómstrar og enginn sannur listamaður lætur ekki sjá sig þar;o)
En fyrst var ég ansi fústeruð yfir því að hafa þurft að leggja þetta inntökupróf á mig sem var svo ekki til neins, en sé auðvitað núna að það er bara reynsla í sarpinn og ég klappa mér á bakið fyrir að hafa komist allavega í það;o)

Í miðju prófinu, semsagt á þriðjudagskvöldinu fer ég í fyrsta tímann minn á leiklistarnámskeiðinu. Kom hálftíma of seint þar sem prófið var svo lengi, en þakkaði fyrir það því þegar ég kem inn heyri ég bara gól, öskur, væl og læti!
Fékk alveg tilfelli og langaði að snúa við á staðnum, alveg í hláturskasti harka ég af mér og stíg inn í herbergið. Þá er einhver raddæfing í gangi sem ég “því miður”missti af! En við tók svo sem ekkert betra og er ég búin að fara í tvo tíma og láta eins og algjör hálfviti, hoppa, dansa, syngja og leika, alveg ógisslega gaman:o)
Þetta byggist allt á spuna og munum við sýna “spunaverk” í lok námskeiðisins.
Hehe býð ykkur á frumsýningu!!

Síðasta helgi var svo yfirbókuð af prógrammi eins og íslensk helgi. Eftir tungumálanámskeiðið mitt á föstudaginn var okkur boðið í spil og sötr til Arnars og Móu. Rúlluðum upp tveimur spilum af afmælisútgáfu Trivial Pursuit og vann ég Óla í seinna spilinu sem var MJÖG ánægjulegt því það hefur held ég bara ekki gerst!!
Morguninn eftir fór ég í brunch til kennara míns af tungumálanámskeiðinu(skrítið þegar maður segir kennara því þetta er stelpa á mínum aldri, alveg ofboðslega skemmtileg). Þetta var semsagt síðasti tíminn og komum við öll með eitthvað til að leggja á borðið. Þetta var alveg yndislegt. Þarna hjálpuðumst við öll að við að gera þetta sem best, Sergio með svuntu að baka vöfflur, José að vandræðast með að skera ananasinn, Catarina skar brauðið o.s.frv. Sé ennþá eftir að hafa ekki tekið með mér myndavélina:o(
Um kvöldið gisti Aló hjá Weroniku og við skellum okkur á listasýningu sem skiptinemar í listaskólanum í Weissensee voru að sýna, þar á meðal 5 Íslendingar. Þetta endaði náttla með drykkju fram á rauða nótt.
Sunnudagurinn fór í afslöppun;o)

Á þriðjudaginn fórum við á tónleika með 4 íslenskum böndum, í gær fór ég á opnun sýningar af verkum Louisu Matthiasdóttur í sendiráðinu og á morgun eru íslensku böndin að spila aftur og er ég að hugsa um að flykkjast þangað ásamt fleirum Íslendingum eingöngu til heiðurs Bakkusi því ekki langar mig svo ýkja mikið að sjá þessi bönd aftur;o)

Svo leið Valentínusardagurinn fram hjá manni og nánast allar karlverur í Prenzlauer-Berg skoppuðu um göturnar með innvafða blómvendi í bréfi!

4 Comments:

  • At 1:54 PM, Anonymous Anonymous said…

    bara borða nógu mikið af fuglakjöti
    og fá sér flensuna og liggja í fríi með pop og kók.

    Maggi Logi

     
  • At 10:53 PM, Anonymous Anonymous said…

    Ó boj!
    Silvía Nótt fer til Aþenu.
    Bara að koma áríðandi upplýsingum á framfæri.

    Knús og klemm,
    Trína fína bumbulína og the boys

     
  • At 7:07 PM, Anonymous Anonymous said…

    Hæhæ,

    Ótrúlegt hvað þetta er lítill heimur, vinkona mín var að byrja að blogga og linkar á frænku þína sem aftur linkar á þig.

    Takk innilega fyrir jólakortið, okkur þótti vænt að fá það og gaman að heyra frá ykkur.

    Okkar bestu kveðjur,
    Ingi, Stína og Ágúst Örn

    ps: er að fikta við þetta blogg en er ansi latur í því, getur kíkt á www.blog.central.is/buzz

     
  • At 2:00 PM, Blogger Edilonian said…

    Jaa hef bara eitt að segja...Hommi og Nammi!! Þvílík snilld!

     

Post a Comment

<< Home