Lufsusögur

Monday, May 01, 2006

Til hamingju Anna Líf!

Eins og mörg ykkar vita, ja eða ekki.....:o/ þá varð frumburðurinn 10 ára þann 25. apríl. Afmælisveislan var haldin á laugardaginn og var hún ansi fjörug. Við héldum að þetta yrði bara frekar lítið, rólegt og afslappað afmæli, allavega miðað við afmælin á Íslandi sem sem yfirleitt eru fullkomin geðveiki!! Anna Líf bauð bara 5 vinkonum sínum úr bekknum og svo eru þeir bara örfáir vinir okkar sem eiga börn svo við skelltum þessu bara saman í eitt afmæli, en heima voru þau yfirleitt tvö ef ekki þrjú!!
Afmælið var allt annað en rólegt og varði frá 2 um daginn og alveg fram á kvöld og endaði á rosa hasar þegar hún Lena litla vinkona okkar “greindist” með Zecken...eitthvað svoleiðis. Lena er sem sagt hundur og Zecken eru “blóðsugur” sem bora sig fasta í húðina. Í erlendum löndum þykir þetta bara ofureðlilegt og hið minnsta mál en við “fáfróðu” Íslendingarnir um þessháttar kvikyndi fengum þetta rosa tilfelli og sjokkeruðumst uppúr öllu valdi!! Við höfðum ekki hina minnstu hugmynd um hvað þetta gæti hugsanlega heitið til að leita upplýsinga á netinu og hvað við ættum að gera. Eftir að hafa hringt út um allan bæ, fengið hin ýmsu nöfn á þessu, hinar ýmsu mismundandi ráðleggingar um hvernig eigi að fjarlægja dýrið og svo endalausar upplýsingar á netinu var ákvörðun tekin um aðgerðir. Við fórum með aumingjans Lenu inná bað, héldum henni þrjú í heljargreipum á upplýstu gólfinu, tilbúin með vodka til að sótthreinsa sárið, Óli með uppbrettar ermar og flísatöng að vopni til að kippa dýrinu út, kveikjara til að brenna það og klósettskálin opin svo hægt væri að skutla því beint ofaní og sturta!! Nú skemmst er frá því að segja að þetta gekk nokkuð áfallalaust fyrir sig og Lenu litlu farnast bara vel;o)
En þetta var mjög skemmtilegt afmæli, skemmtilegur dagur með skemmtilegu fólki og allir sáttir:o)

Í dag er svo 1. maí og hef ég bara haldið mig heimavið. Miðað við viðvaranir um ófriðsamleg mótmæli, uppþot, bílabrennur og fleira þá held ég að það hafi bara verið rétt ákvörðun. Þó held ég að pönkararnir og nýnasistarnir hljóti að hafa tekið út tryllinginn í gær. Það er tala um að 30. apríl eða nóttina fyrir 1. maí sé Hexentanz, eða nornadans eins og Goethe skrifaði um og þá hópast hinir ýmsu mislyndismenn saman í görðum og kveikja elda, drekka ótæpilega og berja mann og annan. Ég hélt mig líka heimavið í gærkveldi;o) Reyndar kom tandem félaginn minn í gærkvöldi svo ég var ekkert á leiðinni út. Við elduðum saman og spjölluðum (uppáhalds orðið hans) saman fram á nótt. Hann heitir Björn, er þýskur og er að læra íslensku og við tölum semsagt saman á þýsku og íslensku. Rosa gaman:o)

13 Comments:

  • At 9:03 PM, Anonymous Anonymous said…

    Til hamingju með stóru stúlkuna ykkar ;o) ps. er ekki komin tími á fjölgun hjá ykkur ég bara spyr? ;o)
    kv svala systir

     
  • At 10:55 AM, Anonymous Anonymous said…

    Já ég er sko algjörlega sammála síðasta ræðumanni!! Til hamingju með hana elsku Önnu Líf og komma svohh með annað!!! hehe... knús Bollan :-)

     
  • At 10:19 PM, Anonymous Anonymous said…

    Já, heyr heyr. Hvenær kemur að næsta??

    (Svala, þú líka!)

    Til hamingju með stóru stúlkuna, hún fer að verða unglingur.

    Knús og kossar til ykkar.
    Kv. Katrín og gengið

     
  • At 10:22 AM, Blogger Edilonian said…

    Ég skil nú bara ekkert í ykkur að hafa ekki nefnt þetta fyrr! Við Óli verðum náttla bara að fara í þetta:-o Hehe og takk fyrir afmæliskveðjurnar:o)

     
  • At 6:08 PM, Anonymous Anonymous said…

    Ohhh til hamingju með snúlluna, ég veit nú ekki hvað Svala er að rífa sig er ekki komin tími á hana, og reyndar hjá þér líka sko!!!
    Kv Kristín

     
  • At 9:37 PM, Anonymous Anonymous said…

    heyrið mig nú ;o/ Edda fyrst kv.svala ;o)

     
  • At 10:22 PM, Anonymous Anonymous said…

    Já, Edda fyrst, auðvitað. En þú mátt líka fara að skella í annað eintak Svala mín. Þetta eru nú svo frábær eintök sem þið eigið fyrir, skil ekki í ykkur að vera ekki ólmar í nr.2!!;) Ég er greinilega bara barnaóð, hehe.
    Kv. Katrín bumbufín og félagar

     
  • At 10:31 AM, Blogger Edilonian said…

    Já Trína...það er ekki eins og maður geti þetta ekki!!;o)Hahaha og ef ég segist vera ólétt ætlar þú þá bara að drífa í þessu Svala mín??????????????????

     
  • At 8:06 PM, Anonymous Anonymous said…

    ehh... humm. ertu að reyna að segja okkur eitthvað kv svala

     
  • At 10:22 PM, Blogger Edilonian said…

    hahaha nei engin hætta á því á næstunni Svala mín;o)

     
  • At 7:01 PM, Anonymous Anonymous said…

    vikulegt blogg eddu dottið niður?

     
  • At 9:59 AM, Anonymous Anonymous said…

    heyrðu kona! þótt að þú sért nú að verða þrítug, þá þarftu ekki að hætta að blogga!!!!!! hvað með okkur heima - sem þyrstir í nýjar fréttir af Loniu & co á hverjum degi!!! hvers eigum við að gjalda?!?!? ég er mjög ósátt við þetta!

     
  • At 12:20 PM, Anonymous Anonymous said…

    Nákvæmlega, er aldurinn eitthvað að gera þig að meiri manneskju eða???
    Þessi síða þín fer að fá titilinn leiðinlegasta síða ársins!!!!
    Kv Kristín.

     

Post a Comment

<< Home