Lufsusögur

Friday, June 09, 2006

Gleði!




Æi var að blogga í gær/nótt og þegar ég ætlaði að vista það var bloggerinn eitthvað bilaður. En fyrst ég var að þessu læt ég þetta flakka núna "óritskoðað"!

Síðasti dagur þýskunámskeiðsins var í dag og slógum við til veislu uppí skóla.
Hlaðborð hlaðið af allskyns kræsingum og víni, allt frá súrkáli og kartöflusalati, þjóðarréttir Þjóðverja, Raki sem er þjóðardrykkur Tyrkja 45%;o), ungverskum kjötbollum, mexíkönsku Guacamole, frönsku víni, indverskum hnetum og svona mætti lengi telja!! Borðuðum, drukkum og dönsuðum, Abi aus New York spilaði og söng, Monika, rúmenska leikkonan okkar fór á kostum og allt var þetta alveg ótrúlega gaman. Allt meira og minna tekið upp á vídjó sem ég verð að komast yfir:o)

Hmm og meira af skemmtunum, lífi og fjöri. Síðustu helgi var Karneval der Kulturen, sem ég held ég þurfi ekki að þýða, og mættum við familían á svæðið þar sem stemmningin var gífurleg. Matarbásar, sölubásar, tónleikar og fleira frá hinum ýmsu þjóðum ásamt náttúrulega Karneval göngunni þar sem hver þjóð hefur sína fulltrúa uppstrílaða í múnderingum sinna þjóða. En stemmningin á svæðinu minnti mig einna helst á Hróarskeldu! Og fékk ég mér að sjálfsögðu Candyfloss eins og sönnu Karnevalbarni sæmir!!

Annars er ég að baka skinkuhorn núna fyrir Hoffest sem er í skólanum hjá Aló á morgun. Er bara rétt að bíða eftir að þau bakist svo ég geti farið að sofa. Og held bara að rétt í þessu séu þau tilbúin svo ég læt þetta gott heita í bili;o)

3 Comments:

  • At 3:34 PM, Anonymous Anonymous said…

    Hvað er þetta kona á ekki að detta í þaðÐ

     
  • At 9:10 PM, Blogger caselerstrasse said…

    hei nú kemur teljarinn sér vel til að tjekka á anonymusi hehe
    en hvernig endaði þetta með Clark?s

     
  • At 11:19 AM, Blogger Edilonian said…

    Ég er íðí!!hehe
    Annars Clarks sparks....úff ég hringi í þig á eftir;o)

     

Post a Comment

<< Home