Lufsusögur

Tuesday, May 16, 2006

Tvær kellingar!!!


Jii fústeringin! Hehe já vikulegt blogg Eddu dottið niður og Edda komin með aldurstremma:-o
Ég reyni venjulega að stefna að einhverjum titli, hvort sem það eru skammarverðlaunin í félagsvist(sem ég held að ég hafi unnið 2 ár í röð!) eða gullmedalíu í sippi!!!

En það er nú bara svo að þegar mest er að gera er minnst um blogg.
Tónleikar, "pikknikk", partý, tónleikar, tökur á stuttmynd, partý, skólinn og svona mætti lengi telja hafa haldið mér uppteknri.

Helst er það að frétta að ég eignaðist lítinn frænda 9. maí, lítinn Magnússon og O.M.G. nú verð ég víst að sætta mig við það að vera ekki tuttugu og eitthvað lengur!!!
Ég er víst þrítug í dag en ekki tuttugu og tíu eins og ég hef viljað halda fram!
Bara orðin kelling!! Nú geng ég alveg fram af Móu minni þar sem það jafngildir dauðasynd
í hennar eyrum að kalla konu kellingu!! hahaha!! Og Þórunn mín...ekkert illa meint;o)
En í dag, á sjálfan afmælisdaginn minn, kemur Steina kleina mín til mín ásamt
fríðu föruneyti henni Soffíu og framundan eru fleiri tónleikar, partý og skemmtilegheit:o)

En síðasta laugardag tók ég forskot á sæluna og hélt snarvitlaust partý á síðustu dögum
ungdóms míns. Það komu um 35 mannst og síðasta fólkið fór um hálf átta um morguninn!!
Síðan hef ég bara verið í því að þrífa fallega appelsínugula TEPPIÐ mitt!!:o/

Svo vil ég (3 dögum of seint:o/) óska henni Þórunni til hamingju með afmælið sitt sem var
þann 13. maí síðastliðinn og er þessi mynd tekin þar sem við stöllurnar erum
að skála í kampavíni í tilefni af afmælum okkar!;o)

Svo er ég farin útá flugvöll þar sem ég á eftir að hitta held ég alla Íslendinga í Berlín að taka á móti vinum og vandamönnum sem eru að koma með fyrstu vél Iceland express til Berlínar!!

21 Comments:

  • At 9:24 AM, Anonymous Anonymous said…

    Til hamingju með þetta stórafmæli rúsakrús. Love you. Og njóttu nú dagsins og láttu dekra soldið við þig.

    Kv Kristín og co!

     
  • At 1:13 PM, Anonymous Anonymous said…

    til hamingju með daginn gamla frænka, vonandi er þetta nógu stórt tilefni til að dreypa á smá áfengum vökva, þú ert búinn að vera okkur íslendingum nógu lengi til sóma gagnvart áfengisbölinu og sýnt og sannað að við erum mjög dönnuð þegar áfengi er annars vegar .kv Haukur frændi

     
  • At 1:59 PM, Anonymous Anonymous said…

    Til hamingju með daginn elsku Eddan mín. Alls ekkert svo slæmt að verða 30....bara töff :)
    Saumó hjá mér í kvöld, skálum fyrir afmælisbarninu!
    Stefnum síðan á saumó þegar þú kemur á klakann
    Knús og fullt fullt af kossum til þín!
    Aslaug Sif

     
  • At 3:20 PM, Anonymous Anonymous said…

    LYMYPY!! og til hamingju aftur og aftur með stórafmælið - kjellingin mín!
    BK (K) þín Gorma

     
  • At 5:07 PM, Anonymous Anonymous said…

    til hamingju með afmælið=)
    bara komin á fertugsaldurinn...hehe
    við sjáumst í sumar
    kveðja elsa

     
  • At 9:06 PM, Anonymous Anonymous said…

    Til hamingju með daginn elsku Edda systir mín við skulum skála saman fyrir þér þegar þú kemurð í sumar %)
    kveðja Svala og Ásthildur Ben

     
  • At 10:10 PM, Blogger Ingimar said…

    til hamingju með afmælið Edda, velkomin á fertugsaldurinn

     
  • At 10:23 AM, Anonymous Anonymous said…

    Innilega til hamingju með daginn í gær elsku Edda mín, ég var nú bara að frétta af síðunni þinni í saumó í gær!

    Hlakka til að sjá þig í saumó fljótlega :)

    Kveðja,
    Ester

     
  • At 11:03 PM, Blogger Edilonian said…

    Ooo elskurnar mína allar!
    Þúsund þakkir fyrir allar þessar yndislegu kveðjur, fastagestir sem og nýliðar;o)
    Jii mig langar svo að tala við ykkur öll NÚNA!! Annars er ég að koma til Íslands eftir minna en mánuð og þá get ég knúsað ykkur, SÉÐ og talað við ykkur eins og mig lystir!!
    Bis dann
    Edda:o)
    ps. annars sendi ég ykkur saumóstelpum póst sem ég held að hafi ekki komist til skila:o( En hann hljóðaði allavega uppá það að ég væri rosa ánægð með að þið skylduð halda uppá afmælið mitt saman;o)

     
  • At 1:51 PM, Anonymous Anonymous said…

    Hæ frænka og til hamingju með að vera orðin svona gömul. Þú getur allavega huggað þig við að nú styttist óðum í að þú komist á eftirlaunin og ellilífeyrinn.

    Kv Finnsi sem er ekki næstum svona gamall. (-:

     
  • At 7:50 PM, Anonymous Anonymous said…

    Til hamingju með afmælið elskan.
    Erum bara búin að vera át of töts viþþ ðe kompjútervörld í dálítinn tíma og ekkert búin að geta kíkt á síðuna.
    Hlökkum svo til að sjá þig, styttist og styttist.
    Kv. Hringbraut 54

     
  • At 10:42 PM, Anonymous Anonymous said…

    hva etu komin í verkfall ;o/

     
  • At 10:44 AM, Blogger Frú Elgaard said…

    Tihamingju með afmælið elsku Edda, var að fatta að þú er dottin út af listanum hjá mér. Kippi því í lag hið fyrsta. Kveðja frá okkur öllum.

     
  • At 7:12 PM, Blogger Móa said…

    jæja hvenær fáum við svo heyra frá þér aftur á fimmtugsaldrinum....tíhíhíhí

     
  • At 9:06 PM, Blogger caselerstrasse said…

    heyrðu ég nenni ekki að vera KELLING svona lengi, þú verður að fara blogga svo myndin færist neðar og neðar og neðar..

     
  • At 9:08 PM, Blogger caselerstrasse said…

    heyrðu ég er búin að fatta - þér finnst svo gaman að hafa mörg komment að þú bloggar ekkert aftur fyrr en talan er orðin mjög há.. hehe..

     
  • At 10:07 PM, Blogger Edilonian said…

    Hahahaha elsku kellingarnar mínar!!
    Og já þegar commentin eru komin uppí 20 þá blogga ég næst;o)

     
  • At 11:17 AM, Anonymous Anonymous said…

    18 comment

     
  • At 11:18 AM, Anonymous Anonymous said…

    19 comment!!

     
  • At 11:18 AM, Anonymous Anonymous said…

    20 comment!!! nú geturðu byrjað að blogga :-) hehe...

     
  • At 10:46 PM, Anonymous Anonymous said…

    21 meira að segja!! Ákvaðstu að breyta vikublogginu þínu í mánaðarblogg eða kannski ársblogg!!!!
    Kv Kristín

     

Post a Comment

<< Home