Lufsusögur

Wednesday, May 31, 2006

12 dagar!!!

Úff rosa þrýstingur!! Jæja þó klukkan sé að verða eitt eftir miðnætti og ég dauðþreytt eftir langan dag sem endaði á góðu og skemmtilegu matarboði hjá Maru mexikönsku, þá skal ég segja ykkur eitthvað skemmtilegt.

Eins og alltaf þá er alveg obboslega mikið að gera hjá mér. Undanfarnar tvær vikur höfum við haft um það bil 6 gesti. Fyrst komu Steina og Soffía eins og ég minntist áður á, svo kom Ingirafn gamall og góður kunningi og svo hin yndislega fjölskylda Helgi, Magga og Vigfús litli, jiii hvað það var gaman:o)

Belle & Sebastian stóðu sig með miklu prýði í Columbiahalle og skemmtum við okkur alveg ótrúlega vel á þeim tónleikum. Hmm og var ég búin að minnast á Calexico tónleikana?? Allavega þá voru þeir truflaðir, hiklaust á topp fimm listann hjá mér! Já og Cleaning Woman koma enn á óvart!

Að lokum vil ég minnast á frábæran hjólreiðatúr sem við familían fórum í síðasta laugardag með íslenskunemum úr Humboldt eða þ.e.a.s með tandem félaga mínum honum Birni, Önnu og Jan. Þetta var alveg ótrúlega yndislegur dagur. Við byrjuðum á að hjóla í gegnum Grünewald og niður að Wannsee þar sem við pikknikkuðum, fórum í boltaleik úr "heimatilbúnum" bolta og busluðum í vatninu. Áfram héldum við og hjóluðum útí svokallaða Páfuglaeyju. Eða hjóluðum að henni og fórum á hálfgerðum pramma yfir. Þar sáum við allnokkra páfugla sem nánast eltu mann og einn var með rosa sýningu fyrir okkur. Hann var semsagt að gera sig til við "páfuglakonu", sem er notabene voða rytjungsleg og ljót miðað við "páfuglsmanninn" sem er svo gífurlega fallegur að maður á bara ekki til orð. En þarna stóð hann semsagt allur "útglenntur", ef maður getur sagt sem svo, með fjaðrirnar uppí loft og hristi sig svo svakalega að það hvein í öllu!! Varð vitlaus ef aðrir "menn" ætluðu að nálgast "frúnna" en gafst svo upp þar sem hún sýndi honum engan áhuga heldur klíndi hún sér upp við búr þar sem albínóapáfugl valsaði um! Já alveg snjakahvítur, furðulegt!! Við vöfruðum svo um eyjuna og sáum ref, íkorna, fleiri fugla og allar gerðir af skordýrum, fljúgandi loðna orma og fleira skemmtilegt....uppáhaldið mitt!! Komum svo seint og síðar meir heim, beint í mat sem fjölskyldan yndislega var með tilbúin fyrir okkur.

Síðustu tökur á stuttmyndinni kláruðust svo síðasta sunnudag og það eru 12 dagar þangað til ég kem til Íslands!!:o/:o);op;o)

6 Comments:

  • At 1:53 PM, Anonymous Anonymous said…

    Nohhh manni bregður bara að fara á síðuna þína og það er komið eitthvað nýtt hjá þér!!!!
    Jiii 12 dagar, það verður geggjað ohhh ég hlakka svo til að koma og sækja þig og hitta þig og kbúsa þig og djamma með þér og eiga svona okkar kvöld og bara allt you know.
    Kv Gríshildur

     
  • At 7:15 PM, Blogger Edilonian said…

    Um leið og það er skotið á mann er maður sleiktur upp með allskonar loforðum!!...og ég bara get ekki beðið;o)

     
  • At 1:59 PM, Anonymous Anonymous said…

    hæ eskan takk æðislega fyrir lengstu og strembustu viku sem ég hef upplifað, er alveg að fara setjast niður og senda þér e-mail bið að heilsa önnu líf g óla kv. fía pía

     
  • At 5:10 PM, Blogger Edilonian said…

    Heja Fía pía!
    Takk sömuleiðis, hefði ekki getað þetta án þín!!
    Bíð svo spennt eftir e-maili;o)

     
  • At 7:26 PM, Anonymous Anonymous said…

    9 Dagar víúúúúú
    Kristín

     
  • At 8:39 PM, Anonymous Anonymous said…

    mikið er ég glöð að fá þig heim ;o)
    kv.svala systir

     

Post a Comment

<< Home