Lufsusögur

Sunday, June 11, 2006

Togstreita!

Sumarið og sólin að steikja alla lifandi, HM tröllríður öllu, ómögulegt að fá sokkabuxur því það er víst "vetrarvara" ,en hjá mér, a.m.k. á Íslandi, er sumarið einmitt tíminn sem maður fer í sokkabuxur og pils, ég er að fara í Mauerpark að halda uppá sjómannadaginn og 2 dagar þangað til ég flýg til Íslands!!
Og ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta, mig langar svoooooo mikið að vera hér áfram og njóta veðursins og stemmningunnar og alls þess yndislega sem Berlín hefur uppá að bjóða á sumrin. En svo aftur á móti hlakkar mig náttla alveg óskaplega mikið til að koma til Íslands og hitta alla, vini og vandamenn!!
Ég er bara farin að hallast að því að maður eigi bara halda sig í heimalandi sínu, þá kynnist maður ekki öðru betra, jaa eða jafngóðu, og veit svo ekkert hvað maður vill:o/

1 Comments:

  • At 8:56 AM, Anonymous Anonymous said…

    á morgun...

     

Post a Comment

<< Home