Lufsusögur

Wednesday, June 14, 2006

Meine Heimat!

Jæja þá er ég komin til Íslands, gamla Íslands!
Ótrúlega er maður fljótur að taka upp gamla takta og venjast heimalandinu.
Bara eins og ég hafi aldrei farið!! Eða svona næstum því;o)
En það er alveg ofsalega gaman að vera komin og ég er ekki svo leið lengur yfir
því að hafa farið frá Þýskalandi. Sakna bara Óla míns og Aló, en hún kemur nú eftir viku
og aldrei að vita hvað Óli gerir??
Svo er bara allt komið á fullt, mætti í vinnuna í dag og stútfullt
prógramm næstu daga, alveg obboslega spennó:o)
Ég veit ekki hvernig skýrslugerð á eftir að ganga í sumar þar sem ég er bara með aðgang að tölvu í vinnunni og veit ekki hversu mikið ég nenni að vera að eyða matar- og kaffitímum í að blogga. Kannski ég hendi inn línu og línu einstaka sinnum eftir vinnu.
Bið bara að heilsa í bili
Chao....

2 Comments:

  • At 7:46 PM, Anonymous Anonymous said…

    mikið er gott að þú ert komin heim
    kv svala systir

     
  • At 9:08 AM, Blogger Móa said…

    muna að taka frá tíma fyrir reunion.

     

Post a Comment

<< Home