Lufsusögur

Friday, December 30, 2005

Jólasaga í myndum!


Jólin í Berlín.

Pabbi hans Óla og bræður komu til Berlínar og voru hjá okkur yfir jólin:o)

Lagt af stað þar sem við meðal annars...

skoðuðum borgina,

og fórum í dýragarðinn.


Fótboltaspil í fullri stærð. (í tilefni HM sem verður hér næsta sumar;o))

Fórum í fyrstu og einu ís-íbúðina í heimi! held það allavega...

Fórum á jólamarkaði,

og fleiri jólamarkaði,

og ennþá fleiri jólamarkaði. Borgin er stútfull af jólamörkuðum, jólatrjám, jólaskrauti, skautasvellum, skíðabrekkum og jólaglögg í hverju horni:o)

Aðfangadagur!

Jólatréð og pakkarnir.

Andlitið sett upp í stofunni þar sem biðröð var í bað.

Einn pakki opnaður fyrir matinn.

Í jólagjöf frá Önnu Líf minni fékk ég rosa flott skartgripaskrín, hannað og handgert af henni sjálfri:o)

og frá Óla, Motörhead bol!!

Jóladagur.

Á öðrum í jólum fórum við í menningarreisu um borgina og skoðuðum til að mynda elstu knæpuna í Berlín (1621),

fengum okkur drykk þar!

skoðuðum Berliner Dom frá öllum hliðum, að innan sem utan.

og "þjóðminjasafnið"

Borðuðum úti þann daginn.

Þrjú á ný.

Tómleikinn eftir jólin...

Víúvíú!



Komin með titil á færslurnar mínar:o) En eftir tæpa 3 tíma í tölvunni, uppfæra, laga, breyta og bæta... sem svo ekkert gengur:o/ ásamt öðru þá er ég bara nenni ég ekki að blogga!!
Leiðindalufsan ég!
En hér er ég í gallabuxunum;o)

Saturday, December 24, 2005


GLEÐILEG JÓL!

Thursday, December 22, 2005


Ég á ekki til orð yfir ykkur!!! Ekki einu sinni comment á "súkkulaðibrúnt og suðrænt"!!!
Ég var að deyja úr hlátri þegar ég skrifaði þetta!! En jæja fullt hús af gestum og biðröð í tölvuna.
Ég hef nóg að segja ykkur en ætla að bíða með það í bili, enginn tími núna, erum að drífa okkur
í Zoo og Tívolí!

Sunday, December 18, 2005


Pæliði ég fór á Tyrkjamarkaðinn í gær og keypti 20 metra af efni í gardínur (gluggarnir eru sko 2,5 metrar!!) og það kostaði 26 evrur!! Ótrúlega ódýrt!!
Svo er ég bara að horfa á The League of Gentlemen öll kvöld. Algjör snilld, mæli eindregið með þeim!

Annars var ég búin að lofa að svara kitlinu hennar Móu;o)

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
1. Læra þýsku.
2. Eignast tvíbura.
3. Leika í bíómynd.
4. Læra að prjóna og hekla.
5. Hitta Nick Cave.
6. Safna hári
7. Fara til Afríku, Kína, Egyptalands og Færeyja.


7 hlutir sem ég get gert:
1. Grátið.
2. Hlegið.
3. Talað.
4. Saumað.
5. Sagt brandara.
6. Borðað mikið nammi.
7. Sofið endalaust.

7 hlutir sem ég get EKKI gert:
1. Verið í háhæluðum skóm.
2. Skilið þýsku.
3. Náð fleiri sjónvarpsstöðvum en sjö.
4. Tekið ákvarðanir.
5. Verið þolinmóð við tæki.
6. Vaknað snemma.
7. Staðið við allt sem ég ætla mér.

7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið:
1. Augun.
2. Augun.
3. Augun.
4. Súkkulaðibrúnt og suðrænt.
5. Hávaxnir menn.
6. Dulúð.
7. Húmor.

7 frægir karlmenn sem heilla mig:
1. Nick Cave
2. ....
3. .....
4. .....
5. ....
6. .....
7. hmm það er eiginlega bara Nick!!

7 orð sem ég segi oft:
1. Ich verstehe nicht!
2. Wie bitte!
3. Was??
4. Langsamer bitte!
5. Ó mæ gúddness!
6. Glætan!
7. Ert´ekk´að grínast!

7 manneskjur sem ég kitla:
1. Ég ætla að kitla Kristínu sjö sinnum..
eða nei 6 sinnum og ALÓ einu sinni!!

Thursday, December 15, 2005


Halló halló! Æm bakk!! Jújú Kristín, tölvan komin í lag;o) Ahh en ég er bara alveg dottin úr gírnum, veit ekkert hvað ég á að segja!! Ég er náttla alltaf að gera eitthvað sem ég hef aldrei gert áður, en það er ómögulegt að tíunda það allt eftir margar vikur!! Ég geri allavega mitt besta;o) Að vísu komst tölvan í lag fyrir viku síðan, en ég er bara búin að vera svo ótrúlega bissí að ég hef ekki haft tíma til að setjast niður og skrifa lítið bréf:o/ Annríkið fer að verða eins og heima á Klakanum... hvort sem það er vont eða gott??Látum okkur nú sjá.. helstu fréttir?? Já við fengum okkar fyrsta gest hingað í nóvember. Pabbi vippaði sér yfir frá Svíþjóð og dvaldi hjá okkur í viku áður en hann flutti, alkominn, heim til Íslands. Það var mjög skemmtilegt og við höfðum tækifæri til að skoða okkur um hérna í Berlín og fara út að borða. Því eins og ég segi, þá förum við voða lítið út fyrir litla hverfið okkar:-o Þannig að við eyddum vikunni mestmegnis í lestum, göngutúrum og veitingastöðum. Pabbi keypti sér stafræna myndavél og við tókum ca. 200 myndir(flestar í lestum og á veitingastöðum hehe) þannig að ég fæ myndir frá honum svo ég geti sýnt ykkur. Við erum ennþá myndavélalaus:o(Við fórum í 1.des. boð á vegum sendiráðsins. Það var náttla bara æði og með hefðbundnu sniði...þar sem Íslendingar koma saman í frítt vín endar það bara á einn veg.. allir blindfullir!! Mjög gaman;o) svo ekki meir um það:o/Síðastliðinn laugardag voru "Litlu jólin" hjá Fíber haldin á æðislegu barnakaffihúsi, með íslenskum jólalögum, kvæðum eftir Jóhannes úr Kötlum og pakkaleik. Anna Líf fékk í sínum pakka eiturgrænan Trabant með bílnúmerinu DDR 1989. Fjölskyldubílinn okkar!! hahaOg svo síðast en ekki síst, jiii við fórum í ferð á sunnudaginn með TU (Technischen Uni) til Wittenberg. Það var guðdómlega gaman!! Þetta er semsagt staðurinn þar sem grunnur siðaskiptanna var lagður 1517. Þar sem Martin Luther skrifaði kenningarnar þarna 95, turninn og kirkjan þar sem hann predikaði og risastórt safn þar sem hann lifði og bjó. Svo fórum við á DDR safn sem var æði. Íbúðir settar upp með öllu tilheyrandi frá mismunandi tímabilum og konurnar sem "gæduðu" okkur í gegnum safnið voru líka DDR, hahaha eða svoleiðis, svona gamlar, hallærislegar í bleikum peysum. En æðislegar:o)Og svo enduðum við á ótrúlega rómantískum og kósí jólamarkaði með hringekjum, parísarhjóli, Glühwein og súkkulaðihúðuðum eplum, mmm ógisslega góð!Þetta er svona í grófum dráttum það merkilega sem við höfum verið að gera. Núna erum við á kafi í jólastússi og svoleiðis, kyssa og knúsa vini okkar bless sem eru að fara til Íslands...úff maður fær nú alveg í magann, það fara allir heim um jólin og manni finnst maður bara vera einn eftir:o/ Manni langar nú ansi mikið heim... en samt ekki..veit ekki hvort ég sé tilbúin í það!!En við fáum nú gesti um jólin, tengdapabbi og tveir unglingsbræður Óla koma og verða hjá okkur yfir jólin. Þetta verða rosa öðruvísi jól.. að vera hérna úti í Berlín og með tengdapabba og Co, sem ég hef aldrei gert, og Óli hefur held ég bara aldrei verið með bræðrum sínum á aðfangadag heldur!! Við hlökkum mikið til að fá þá:o)