Lufsusögur

Saturday, April 22, 2006

Óli úti!


Vá alveg var ég næstum búin að gleyma því hvernig það er að þurfa að læra. Núna er páskafríið mitt alveg að verða búið og ég ekki byrjuð að læra heima þau ósköp sem okkur var sett fyrir. Nema hvað ég ætla/ði að taka það með trompi þessa helgi, þar sem ég tók helgardjammið út á fimmtudaginn, alveg yndislegum sumardegi, 20 stiga hiti og sól. Já einmitt... gleðilegt sumar kæru vinir:o) Ég semsagt byrjaði um fimmleytið í sumarblíðunni í grænum kjól að hella í mig öllum tegundum, í öllum litum af kokteilum ásamt öðrum "samnemendum" mínum sem áttu líka að vera heima að læra! Var orðin ansi hress um miðnættið:o/
Jæja allavega því sem ég var næstum búin að gleyma var það að maður finnur uppá öllum andskotanum að gera annað en að læra....þegar maður á að vera að læra.
(Til dæmis að blogga sem ég þykist ekki hafa svo mikinn tíma í annars!!)
Núna í kvöld hef ég þess vegna legið á netinu og farið á allar mögulegar og ómögulegar síður, þar til ég endaði á kvikmynd.is. Fyrst varð ég orðlaus yfir finnska "undrinu" eins og einhver sagði. Þeir ætla greinilega að taka Júróvisjón með enn meiri stæl en við Íslendingar!! Svakalegt myndbandið þeirra, hehe! Svo hló ég mig máttlausa yfir "Hæfileikaríku bræðrunum". Ég hafði nú einhvern tímann séð þá áður, en ég held ég hafi samt hlegið ennþá meira núna!! Og svo náttla Hommi og Nammi hennar Sylvíu sem mér finnst alveg ógisslega fyndnir í myndbandinu, alltaf eitthvað að pukrast útí horni, hahaha! Jæja varð bara aðeins veita ykkur innsýn í þetta lærdómslaugardagskvöld hjá mér;o)

Monday, April 17, 2006

Blóm frá herramanni!


Gleðilega páska!! Ja eða allavega það sem eftir er af þeim.
Við erum búin að hafa það rosa gott í páskafríinu, afslappelsi og kósíheit.
Svo mikið afslapp að ég hef ekki einu sinni haft fyrir því að skrifa eina og eina línu hérna á bloggið mitt.
En samt sem áður er alltaf nóg að gera.
Sýningin á þriðjudaginn gekk mjög vel og var þetta hið skemmtilegasta kvöld sem endaði á barnum til að verða fimm held ég bara:o/Hún gekk reyndar svo vel að mér var boðið hlutverk í Shakespearleikriti sem ég varð að hafna vegna komu minnar til Íslands í sumar:o( En kem svo kannski sterk inn sem eitt af þrem hlutverkum í leikriti sem byrjað verður að æfa í haust, þ.e.a.s. ef styrkur fæst fyrir því. Og hef ég það fyrir víst að Þórunn nokkur muni þá sjá um búninga og leikmynd;o) Spennó! Alltént þá fór miðvikudagurinn í veikindi og kósíheit, ehemm:o/

Á fimmtudaginn bauð sú ungverska af þýskunámskeiðinu okkur fjórum stelpum í hádegismat sem varði nánast alveg fram á kvöld. Þar sem við komum allar frá sitthvoru landinu þá getum við eytt ansi miklum tíma í umræður um hvernig hinu og þessu sé háttað í heimalöndum okkar sem mér þykir alveg endalaust áhugavert. Eflaust alveg týpiskt en gaman samt sem áður;o)
Á föstudagskvöldinu kíktum við á grasekkjuna Þórunni og spiluðum alveg stórskemmtilegt leynilögregluspil með yngri kynslóðinni.
Daginn eftir fórum við í ferð, tjaa ég segi nú ekki út fyrir Berlín því þetta er hverfi í Berlín, en til staðar sem heitir Köpenick og er alveg eins og smábær sem á ekkert skylt við Berlín eins og við þekkjum hana. Veðrið var alveg ótrúlega gott, sól og frekar hlýtt og alltaf eitthvað nýtt.....hahahaha rím...að sjá. Í gær var svo alveg frábært boð hjá íslendingunum á Stargarder þar sem var hið myndarlegasta hlaðborð og fjölbreyttasta fólk:o)

Monday, April 10, 2006

Velkomin Tóta!



















Um leið og ég vil blóta þessu textaflökti, vil ég bjóða Þórunni minni velkomna sem link hjá mér og segja ykkur frá því að á morgun er lokapartý hjá leiklistarnámskeiðinu mínu. Og þar af leiðandi "frumsýning", eða semsagt afraksturinn. Sem er svona nokkurn veginn óæft spunaverk:-o Svo bara fyllerí á eftir... og ég komin í páskafrí:o)

Sunday, April 09, 2006

Önnur afmælisósk!!


Trína mín!
Til hamingju með daginn.
Í gjöf færðu mynd af þér á bloggið mitt.
Mjög skemmtilega fjölskyldumynd!!
hehe ekki amalegt það;o)

Thursday, April 06, 2006

Afmælisósk!


Til hamingju með afmælið Inga Helga;o)
Sko "litla" systir hans Óla.
Þú verður að lesa bloggið mitt til að fá afmæliskveðju Inga mín!

Wednesday, April 05, 2006

Iss piss!

Vor smor hvað!! Í dag var -1 gráða og ég hélt það myndi frjósa u.... mér!! Og í gær var ógurlegasta veður sem ég hef upplifað held ég bara! Það voru svoleiðis hryllilegar eldingar og ennþá hryllilegri þrumur að hjartað tók aukakippi...jaa eða hætti að slá, geri mér ekki alveg grein fyrir því...allavega leið mér mjög undarlega þó ég væri kannski ekki beint hrædd:o/ Ég var stödd á þýskunámskeiðinu þegar þetta dynur yfir. Svona yfir höfuð var fólk ekkert alltof mikið að kippa sér upp við þetta, svo ég reyni nú að hemja mig, afsaka mig að ég sé ekki vön svona og hafi nú bara áhyggjur af dóttur minni sem kynni að vera ein heima og blabla.... En kennarinn sagði nú að vísu að þetta hlyti að vera í portinu hjá okkur og yfir skólanum því þetta væri nú allsvakalegt, en hélt svo ótrauð áfram kennslu. Og jesús minn úrhellisdemban sem fylgdi þessu. Skömmu síðar var sólin farin að skína. Jæja hélt ég nú að þetta væri yfirstaðið þegar ég legg af stað heim. En byrjar þá svona úrhellir aftur og haglél á stærð við cocopuffs! Það er ekki bara dyntótt veðrið á Íslandi!

Jæja nóg um það og nóg að gera! Partý síðastliðinn föstudag, æfing fyrir stuttmyndina á laugardag, tandem partý á mánudag, leiklistin í gær, stammtisch á morgun og afmæli næsta laugardag! Já og Heimir í heimsókn!!

Kveð í bili, þarf að taka úr þvottavélinni, hmm þriðju vélinni í kvöld og fara að sofa, alveg uppgefin.....