Lufsusögur

Sunday, November 25, 2007

Ameríkukjóllinn

Þar sem ég er greinilega ekki að ná að safna fyrir Ameríkuferð þá keypti ég mér bara nýjan kjól fyrir peninginn frá Kristínu:-o
Enda vantaði mig nýjan kjól!!


Ekki hafa áhyggjur af svipnum á Aló, þetta er bara öfundsjúkdómurinn að hrjá hana;o)

Wednesday, November 21, 2007

Aumingja Kristín mín..


er að fara ALEIN til New York í byrjun des.
Þar sem ég er besta vinkona hennar er mér ekki sómi í öðru en að fylgja henni!!
Bara eitt lítið vandamál.....:o/
Ég hef fyrir stóru búi að sjá og ég eina fyrirvinnan, þá eru peningarnir ekkert alltof margir!!
Því opna ég hér með söfnunarsjóð fyrir flugmiða til Ameríku svo litla skinnið þurfi nú ekki að fara ein:o) Bara fyrir hana sko!

Wednesday, November 14, 2007

Bókaormurinn

Óli skoraði á mig að fylla þetta út svo hér hef ég gert það og skora á Móu og Gunnhildi, má ekki skora á tvo??


1: Hardcover or paperback, and why?

Paperback því þær eru girnilegri


2: If I were to own a book shop, I would call it…

Eddan


3: My favourite quote from a book (mention the title)

Elskan mín ég dey


4: The author (alive or deceased) I would love to have lunch with would be…

Nick Cave! Hann hefur allavega skrifað eina bók;o)


5: If I was going to a deserted island and could bring only one book, except for the SAS survival guide, it would be

Væri "Brave new world" ekki viðeigandi..


6: I would love someone to invent a bookish gadget that

Apparat sem heldur á og flettir bókinni á meðan ég ligg og les, eða er ég að misskilja:o/


7: The smell of an old book reminds me of…

Gamlan kall


8: If I could be the lead character in a book (mention the title) it would be…

Snorra-EDDA! Neee það er ekki karakter, kannski bara Dimmalimm


9: The most overestimated book of all times is…

Það hlýtur að vera Biblían..


10: I hate it when a book…

er leiðinleg. Ég get nefninlega aldrei hætt að lesa bók, ég verð að klára hana hvort sem hún er skemmtileg eða leiðinleg og þegar hún er leiðinleg þá verður þetta kvöð og ég er bara pirruð þangað til ég er búin með helv. bókina:o/

En ekki gleyma dansinum...

Tuesday, November 13, 2007

Dansi dansi dúkkan mín

Vill einhver koma í dans með mér??

Wednesday, November 07, 2007

Aumingja Íslendingar eða Íslendingaaumingjar!!

Bankarnir halda áfram að mergsjúga okkur, eins og svo sem allir aðrir á þessu landi, ekkert nema verðsamráð, einokun, vaxtaverkir, seðilgjöld og svínarí.
Og við bara beygjum okkur!!
Kvörtum aðeins undan eymslum í rassinum í viku og svo er það búið!

Friday, November 02, 2007

Candyflossvél!


Á meðan ég man þá langar mig í candyflossvél í jólagjöf;o)