Lufsusögur

Monday, June 26, 2006

Ellikelling bankar á dyrnar!

Löng helgi liðin í obboslega góðu veðri:o)
Meðal annars fórum við Anna Líf og Helgi Ilmari, litli frændi, í Húsdýragarðinn þar sem við eyddum öllum laugardeginum og hoppuðum og skoppuðum á trampolínunum og ég held að ég hafi hlegið mest. Á sunnudeginum fórum við systurnar, Svala og ég, með dæturnar í sund og dóluðum þar í marga tíma og útkoman er eldrautt andlit:o/

En það sem mig langaði mest að segja til að létta á hjartanu er bæjarferðin sem við Svala fórum í á laugardagskvöldið. Það var búið að vera svo mikið að gera hjá mér um daginn og kvöldið að ég var engan veginn tilbúin að fara heim að sofa. Ég kem því Aló í pössun og ákvað að fara út með Svölu, bara rétt að kíkja þar sem ég hef ekkert farið síðan síðasta sumar. En bara rólegt sko. Við fórum eftir 1-2 hvítvínsglös eða svo á röltið niðrí bæ og kíktum inná hina ýmsu skemmtistaði. Heim komum við um 3-4 leytið í brjáluðu þunglyndi. Bærinn var stútfullur!! Og stútfullur af UNGlingum!!
Og ég þekkti ekki hræðu:o/ Mikil vonbrigðum þar sem ég var búin að sjá fyrir mér skemmtisumarið mikla!!!
hehehe nei kannski ekki alveg. En ekki er öll von úti enn því eins og ég sagði vorum við ekki búnar að drekka neitt(allavega ekki af viti!!) og það hef ég ekki reynt né gert mér síðan við frænkurnar gerðum heiðarlega tilraun til þess hér um árið og höfum aldrei skemmt okkur eins illa!!
Svo er maður bara orðinn gamall!! Eða hvað:o/

Thursday, June 22, 2006

Íslenskt

Fékk hamborgara í gær, hann var frekar góður en ekki eins góður og í minningunni:o/
En ég á náttla eftir að fara á Vitabar! Móa ég bara bíð eftir þér;o)
Og svo erum við mæðgurnar að hugsa um að skella okkur í sund núna.
Það verður dásamlegt:o)

Monday, June 19, 2006

Ville Logi

Skírn hjá Magga í gær og heitir bróðir hans Helga Ilmari Ville Logi!
Fallegt og skemmtilegt nafn:o)

Saturday, June 17, 2006

Gleðilega þjoðhatið!

Jæja fyrsta sinn held ég bara á ævi minni sem ég fer ekki í bæinn með blöðru!
Ég er þó að fara núna, á árshátíð PVF. Mjög spennó!
Jæja Maggi og Riina eru tilbúin svo ég verð að þjóta.
Bæjó

Wednesday, June 14, 2006

Meine Heimat!

Jæja þá er ég komin til Íslands, gamla Íslands!
Ótrúlega er maður fljótur að taka upp gamla takta og venjast heimalandinu.
Bara eins og ég hafi aldrei farið!! Eða svona næstum því;o)
En það er alveg ofsalega gaman að vera komin og ég er ekki svo leið lengur yfir
því að hafa farið frá Þýskalandi. Sakna bara Óla míns og Aló, en hún kemur nú eftir viku
og aldrei að vita hvað Óli gerir??
Svo er bara allt komið á fullt, mætti í vinnuna í dag og stútfullt
prógramm næstu daga, alveg obboslega spennó:o)
Ég veit ekki hvernig skýrslugerð á eftir að ganga í sumar þar sem ég er bara með aðgang að tölvu í vinnunni og veit ekki hversu mikið ég nenni að vera að eyða matar- og kaffitímum í að blogga. Kannski ég hendi inn línu og línu einstaka sinnum eftir vinnu.
Bið bara að heilsa í bili
Chao....

Monday, June 12, 2006

Úff!!

Hafið þið séð veðrið í Berlín?
Svakalegt!!

Sunday, June 11, 2006

Togstreita!

Sumarið og sólin að steikja alla lifandi, HM tröllríður öllu, ómögulegt að fá sokkabuxur því það er víst "vetrarvara" ,en hjá mér, a.m.k. á Íslandi, er sumarið einmitt tíminn sem maður fer í sokkabuxur og pils, ég er að fara í Mauerpark að halda uppá sjómannadaginn og 2 dagar þangað til ég flýg til Íslands!!
Og ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta, mig langar svoooooo mikið að vera hér áfram og njóta veðursins og stemmningunnar og alls þess yndislega sem Berlín hefur uppá að bjóða á sumrin. En svo aftur á móti hlakkar mig náttla alveg óskaplega mikið til að koma til Íslands og hitta alla, vini og vandamenn!!
Ég er bara farin að hallast að því að maður eigi bara halda sig í heimalandi sínu, þá kynnist maður ekki öðru betra, jaa eða jafngóðu, og veit svo ekkert hvað maður vill:o/

Friday, June 09, 2006

Gleði!




Æi var að blogga í gær/nótt og þegar ég ætlaði að vista það var bloggerinn eitthvað bilaður. En fyrst ég var að þessu læt ég þetta flakka núna "óritskoðað"!

Síðasti dagur þýskunámskeiðsins var í dag og slógum við til veislu uppí skóla.
Hlaðborð hlaðið af allskyns kræsingum og víni, allt frá súrkáli og kartöflusalati, þjóðarréttir Þjóðverja, Raki sem er þjóðardrykkur Tyrkja 45%;o), ungverskum kjötbollum, mexíkönsku Guacamole, frönsku víni, indverskum hnetum og svona mætti lengi telja!! Borðuðum, drukkum og dönsuðum, Abi aus New York spilaði og söng, Monika, rúmenska leikkonan okkar fór á kostum og allt var þetta alveg ótrúlega gaman. Allt meira og minna tekið upp á vídjó sem ég verð að komast yfir:o)

Hmm og meira af skemmtunum, lífi og fjöri. Síðustu helgi var Karneval der Kulturen, sem ég held ég þurfi ekki að þýða, og mættum við familían á svæðið þar sem stemmningin var gífurleg. Matarbásar, sölubásar, tónleikar og fleira frá hinum ýmsu þjóðum ásamt náttúrulega Karneval göngunni þar sem hver þjóð hefur sína fulltrúa uppstrílaða í múnderingum sinna þjóða. En stemmningin á svæðinu minnti mig einna helst á Hróarskeldu! Og fékk ég mér að sjálfsögðu Candyfloss eins og sönnu Karnevalbarni sæmir!!

Annars er ég að baka skinkuhorn núna fyrir Hoffest sem er í skólanum hjá Aló á morgun. Er bara rétt að bíða eftir að þau bakist svo ég geti farið að sofa. Og held bara að rétt í þessu séu þau tilbúin svo ég læt þetta gott heita í bili;o)

Sunday, June 04, 2006

9,8,7,.......

Ég kem til Íslands eftir..
Daisypath PicDaisypath Ticker