Lufsusögur

Monday, March 27, 2006

Der Frühling

Ja wohl! Vorið er komið, með 14 stiga hita, raki og útlandalykt í loftinu og fuglarnir góla í kapp við hvern annan!! Já góla....ég hef bara aldrei heyrt annað eins, það er bara enginn vinnufriður og alveg furðuleg hljóð, tíst, söngur, gól, ískur og öskur! En auðvitað alveg yndislegt.
Við erum búin að slökkva á ofnunum í íbúðinni, á undan leigusalanum, en hitinn er víst alltaf tekinn af hérna á sumrin! Búin að kveðja, gammósíurnar, vettlingana, trefilinn, húfuna, ullasokkana og lopapeysuna sem maður vogaði sér ekki út án hérna fyrir nokkrum dögum!

Námskeiðið gengur vel hjá mér, búin að eignast nýja vini sem keppast við að bjóða mér í partý, heimsóknir og kaffihúsaferðir:o) Leiklistin er á sínum stað og við erum að fara að kaupa þvottavél. Jibbí og þó.... þá hættir maður að lenda í ævintýrum í þvottahúsinu:o/ Já og búið að breyta klukkunni! Hehe kíkti aðeins á pöbbinn á laugardaginn og skreið heim klukkan 7 eða semsagt 8 á nýja tímanum um morguninn. Ussususs:o/ En nú erum við semsagt tveimur tímum á undan ykkur þarna heima. Jæja vona þetta skemmti þér við heimalærdóminn Katrín;o) Bæ í bili..

Tuesday, March 21, 2006

Halló!

Ég veit bara ekki hvar ég á að byrja!?! hvort ég eigi að telja allt upp eða bara sleppa því.........
Svo langt sem ég man aftur er fimmtudagurinn 9.mars eða svo...þá fórum við á ljósmyndasýningu um Solidarnosc, pólsku verklýðshreyfinguna, með Önnu pólsku og Milosh, föstudaginn 10. komu þau pólsku í mat, þríréttað og voða fínt hjá mér, örkuðum svo eftir matinn heim til þeirra til að horfa á íslenska bíómynd á einum vegg stofunnar úr "Beamernum" þeirra. Morguninn eftir, pönnukökuboð hjá Mörtu og Mumma í þarnæsta húsi, síðdegis sama dag út að borða á Bæverskan stað með Miu, Jóni og Unu litlu. Á sunnudeginum vorum við boðuð í myndatöku af vini Önnu og Jörns, áttum að mæta á víetnamskan stað hér í borg kl.1. Þar voru bornir á borð dýrindis réttir, það besta ef ekki allt af matseðli staðarins og máttum við bara gjöra svo vel.... Þarna sátum við í 3 tíma og borðuðum ásamt fleirum og vorum mynduð öðru hvoru á meðan. Við spurðum nú aldrei hvað væri tilefnið en heyrði það útundan mér í lokin að þetta væri fyrir auglýsingu á staðnum. Alveg ofboðslega skemmtileg og viðburðarrík helgi.

Byrjaði svo á þýskunámskeiði á mánudeginum fyrir viku síðan. 3 tímar á dag 5 daga vikunnar í 5 vikur...úff og þetta er sko meira en að segja það! Þvílíkur heimalærdómur og brjáluð einbeitningin í þessa 3 tíma gera það að verkum að ég hef ekki verið svona þreytt í mörg ár. Annars líst mér rosa vel á þetta. Við erum svona tuttugu og allir frá sitthvoru landinu nema 3 pólverjar..og ótrúlegt en satt enginn Ítali né Spánverji!! Ég átti að teikna mynd skv. þýskri forskrift fyrir daginn í dag og fékk verðlaun fyrir...sleikjó:o)

Jæja þessi helgi...eftir að hafa eytt nánast öllum laugardeginum í þvottahúsinu, barnlaus því Aló gisti hjá vinkonu sinni, þá skelltum við okkur í bíó. Við vorum ákveðin í að fara á "Walk the line". Fundum bíó á netinu sem sýnir myndir í "orginalversion". Þegar á staðinn var komið var þetta pínulítið bíó í bakhúsi niðrí bæ og skráði afgreiðslukonan hvað margir voru komnir á lítinn gulan "post it" miða. Mér leist ekkert alltof vel á þetta þar sem ég fer nú ekki oft í bíó en langaði sérstaklega að sjá þessa mynd í bíói. En jæja salurinn var stærri en ég hélt... en hljóðið var alveg glatað...tveir aumir hátalarar við tjaldið. Að öllu jöfnu var þetta bíó mjög sjarmerandi en hefði þá viljað vera að fara á einhverja allt aðra mynd!! Óli átti í erfiðleikum með að heyra þannig að þið getið ímyndað ykkur hvað ég heyrði mikið:o/ Jæja jæja eftir soldinn skapbrest útaf þessu í byrjun reyndi ég nú að gera gott úr þessu og bara ímynda mér lögin og hvað verið væri að segja....haha og skemmti mér bara mjög vel. Alveg yndislega mynd:o)
Jæja ætla að reyna að finna skemmtilegar myndir með þessari færslu.....þar til síðar.....

???


Pantaði mér "Exótískan" drykk á indverskum
stað sem við fórum á....hann var bara titlaður sem exótískur og ég veit ekki meir!
En reikna með að þetta hafi verið einhverskonar ávöxtur frekar en apaheili eins og mér datt fyrst í hug!

Ein af myndunum!


Morgunleikfimi hjá Solidarnosc

Milosh


Þetta er semsagt Milosh, litli bróðir hennar Weronika vinkonu Aló.

Heimabíó!


Þetta eru semsagt Weronika, Anna og Jörn. Milosh sefur. Ég ætti kannski að leiðrétta mig, en Anna er pólsk og Jörn er þýskur svo þetta er ekki 100% pólsk fjölskylda! Allavega þá eru þau bæði bókmenntafræðingar eins og Óli...gaman að því!

Pönnukökuboðið.


Mmm...
Húsmóðirin sjálf situr og
nýtur góðgætisins á meðan
húsbóndinn stendur frammí
eldhúsi að baka!

Gjugg..


Anna Líf og Ísold í boðinu.

Sá Bæverski


Hmm girnilegt!!
Hehe veit ekki...ég fékk mér bara käsespätzle sem er í rauninni bara spaghetti með osti, en það var allavega mjög gott;o)

Wednesday, March 08, 2006

Húbba húlla!


Það eru alveg tvær stútfullar helgar sem ég á eftir að uppfæra ykkur með!
Ég stend mig ekki alveg nógu vel:o/

Þarsíðasta föstudag þá buðu, já buðu því þau tóku upp veskið í lokin og borguðu allt, pólsku verndarenglarnir okkur út að borða. Á mexíkanskan veitingastað sem er bara hérna í næstu götu. Og jesús pétur það er svo góður matur þarna!! Í öllu þessu grænmetisáti í miðri fuglaflensu brutum við odd af ofsahræðslunni og fengum okkur steik. Ég fékk mér semsagt lambakjöt með kurluðum kartöflum og hvítlausksteiktum baunabelgjum. Úff og ég hef bara ekki hugsað um annað síðan:o/
Allavega ofsalega ljúft kvöld og erum við að fara að drekka bjór, vín og horfa á bíómyndir með þeim næsta föstudag:o)

Annað markvert sem ég vil minnast þarsíðustu helgar er að við skruppum til Afríku á sunnudeginum!! Tjaa eða svona þannig...fórum í þrívíddarbíó um dýrin í Afríku og fengum eitthvað svaka flykki til að hafa á hausnum svo dýrin virtust vera alveg oní manni....æi hálfóþægilegt eiginlega...en samt gaman;o)

Af nýliðinni helgi er það að frétta að á föstudagskvöldið fór ég á fund/partý með stuttmyndaleikurunum. Vorum við svona 10-15 og allavega 5 þjóðabrot!
Rosa fínar veitingar og mjög gaman en ég þurfti að fara snemma heim í háttinn þar sem það var stór dagur framundan....semsagt ferðin í Tropical-island!!!
Og það er sko saga útaf fyrir sig:o/

Risastórt flugskýli innréttað sem hitabeltis-eyja með sko öllu tilheyrandi.
Þarna var regnskógur, risastór strönd, lítið þorp, sundlaugar með klettum og rennibrautum, barnaævintýraland með allskyns hoppuköstulum, strandblak og ég veit ekki hvað og hvað. Það eru tvö svið þarna, eitt semsagt á ströndinni í “Suðursjó” sem er risastórt og notað fyrir kvöldsýningar og annað í “þorpinu” með reglulegum litlum sýningum frá ýmsum heimshlutum. Og til að toppa þetta allt þá er hægt að gista þarna!!
Þá er það hrúga af litlum kúlutjöldum á hvítum sandi í einum enda “eyjunnar”.
Svo bara spóka allir sig á sundfötum, sloppum eða öðrum strandafatnaði!
Jaa þetta var sko lífsreynsla og skemmtum við okkur alveg konunglega í góðra vina hópi:o)
Seint og síðar meir um kvöldið þegar heim var komið, skellti ég mér á þorrablót Fíber..eða semsagt það sem eftir var af því og kom heim undir morgun:-o

Hey já gleymi að segja ég fór í klippingu og litun á föstudaginn. Ég var að vísu búin að heita mér því að fara ekki í litun á þessar stofur hérna því innum gluggana sér maður ekkert nema aflitað, rautt, appelsínugult eða bleikt hár! Það er einhver undarleg tíska hérna á meðal hárgreiðslufólks..mjög spes. En eftir að vera búin að vafra um nokkrar stofur tók ég sjens á einni. Hmm út kom ég með appelsínugult hár, að mér finnst, og illa klippt hár:o(

Ps. Svo fékk Anna Líf einkaréttinn á myndunum úr Tropical island svo ég bendi ykkur á myndasíðuna hennar;o)