Lufsusögur

Monday, October 31, 2005


Úff búin að sitja 3 eða 4 tíma fyrir framan tölvuna núna í morgunsárið án nokkurrar upplyftingar! Mig langaði bara svona rétt að hvetja ykkur til að kíkja á síðuna hjá ALÓ
og það yrði alveg gegg ef þið skrifuðu í gestabókina og ég tala nú ekki um að senda henni
póst. Hún hoppar hæð sína af gleði þegar hún fær eitthvað svoleiðis. Lítið hoppandi hjarta;o)
Annars ætla ég að slökkva á tölvunni í bili og fara í bað.

Hér er ALÓ við Mauerpark. Þar sem allar helgar er risastór flóamarkaður en áður var þetta "dauðasvæði", þeir sem reyndu að flýja yfir múrinn voru skotnir þarna!

Sunday, October 30, 2005

Ónei..ég er að fara að grenja!! Var að setja inn fullt af linkum og svona, búin að vera að dunda mér í þessu í klukkutíma eða svo. Ætla svo að kíkja á hvað þetta er orðið fínt.. þá er bara EKKERT...úff ég hef ekki seivað eða einhvern ansk.... :o(
Þetta er þynnkan! Jii ég held ég hafi ekki komið heim fyrr en klukkan að verða 7:o/ Jaa eða 6, klukkan breyttist í dag svo við græddum tíma;o) Við vorum semsagt með Hallóvín pönnukökupartý í gærDAG kl. 4. Það var vel mætt og allra kvikynda líki létu sjá sig hér á Kuglerstrasse. Nú eins og af berlínskum sið þá náttla keyptum við kassa af bjór til að bjóða gestunum með pönnukökunum. Svo skemmtum við okkur konunglega við að drekka bjór, borða appelsínugular pönnukökur með appelsínugulum rjóma og sprengja hallóvín sprengjur með uppvakningum og púkum. Ekki leið á löngu þar til út þurfti eftir nýjum kassa og öðrum birgðum. Seint og síðar meir þegar allur bjór var búinn og farið að fækka mannskapnum ákváðum við Þórunn uppvakningamamma að fara útá pöbb, bara svona við tvær. Við byrjum á að fara í partý til vina Þ. og þau eru á leið út svo við sláumst í hópinn. Þá náttla byrjuðu vandræðin.. hvert átti að fara??? Þessi vildi fara hingað og hinn þangað. Allavega til að gera langa sögu stutta þá eyddum við mestallri nóttinni í lestarferðir sem fóru með okkur þvers og kruss um borgina og við vissum minnst hvar við vorum!! Enduðum á að taka leigubíl heim í okkar ylhýra góða hverfi P.B. og settumst niður í einn drykk á "Zu mir oder zu dir". Mikið ævintýri og bara nokkuð skemmtilegt:o)
Gjugg í borg!!

Saturday, October 29, 2005

P.s. Óli fyrir aftan mig á myndinni!! hahaha
Ég í Zoo!! Æði var bara að læra. Má samt ekki vera að þessu núna, erum með partý:o)
Anna Líf í Zoo!! Jibbí get sett inn mynd!!

Wednesday, October 26, 2005

Arg!! Móa búin að kenna mér að laga, bæta og breyta hérna á síðunni, en það bara virkar ekki að setja inn myndir.. sama hvað ég reyni:o( Allir að tryllast af spenningi að sjá mig í gallabuxum!! hahaha ég er alltaf í þeim;o) En á engar myndir því myndavélin týndist áður:o( En nú ættu samt ALLIR að geta commentað!! Prófiði! Annars verð ég vitlaus ef það er líka klikk!
Úff annars góðar eða vondar fréttir??? Veidiggi hvað skal segja??
Við fórum semsagt í prófið þarna í TU (Technische Universität efégvarekkibúinaðsegjaþað) til að fara á þýskunámskeið. Þetta var svona stöðupróf til að meta hversu klár maður væri sko. Ég sem sagt á/ætti/hefði átt að fara á 4.stig. Sem ég kalla góðu fréttirnar því það er gaman að vera klár;o) En það sem verra er að það var ALLT FULLT á þau námskeið :o(:o( Úff sjitt og hvað á ég að gera??? Bora í nefið fram að jólum?? Og allt líka fullt í Volkhochschulen (sem er að vísu mjög spennandi, hægt að fara í allt milli himins og jarðar) það er engin smá aðsókn í þetta :o/ Þannig að núna er ég í dauðaleit að einhverju hentugu fyrir mig. Ég hefði svo sem alveg gott af því að fara á byrjendanámskeið þó ég kunni eitt og annað á bókina þá er ég algjör apaheili í að tala:-o
Það var bara fullt í öll námskeið nema 3. stig, en Óli er í því og við getum ekki verið á sama tíma útaf Aló. Óli náttla gengur fyrir því hann er "fyrirvinnan", fær sko námslán útá þetta. Hér með auglýsi ég svo líka eftir "Sprachfreunde".
Tschüs!

Monday, October 24, 2005

Úff hvað maður fær mikla heimþrá á að skoða þessi blogg, allt í Airwaves og læti!! Ooo það var svo ógisslega gaman þessa helgi í fyrra mmm.....
Tjaa annars er Bob Dylan að spila hérna á morgun og ég er að vandræðast hvort ég eigi að fara eða ekki :oP
Hei merkilegur dagur í dag, Ari Eldar litli frændi er tveggja ára í dag. Til hamingju með afmælið litli líus :o) Já og 2 mánuðir til jóla!! Ætlar einhver að koma til okkar um jólin???????? ;o)
Svo bara klæddi ég mig ekki einu sinni í gær :-o Var bara á náttfötunum allan daginn, fór svo í bað og uppí rúm. Lúxus.
Heyriði.. vitleysingur er ég... við erum náttla komin með heimasíma og þeir sem vilja hringja í okkur þá er síminn allt í allt 0049 30 44674756.
Svo getiði fengið þetta sem ókeypis númer í útlöndum, þe. þeir sem ekki eiga aðra vini og vandamenn sem eru merkilegri en við ;o)
Heyrumst ;o)

Sunday, October 23, 2005

Hahaha mig dreymdi að ég væri í sumarbúðum fyrir "fullorðna"!! Eða sko fyrir "krakka" á mínum aldri og þar skemmtum við Lilja María okkur konunglega í einhverju prógramminu:-o
Mikið ofsalega er ljúft að vera komin með sitt eigið heimili...ahhhhhhh.
Við höfum heldur ekki verið bara 3 síðan í maí. Maður bara kúrílúrir sig heima og hefur það notó, er enn á náttfötunum núna og klukkan að verða 3!! Ekki það að ég sé á móti sambýli, það finnst mér rosa gaman, rosa fjör, bara öðruvísi;o)
Hmm hvað get ég sagt ykkur krassandi?? Já ég fór á tónleika á föstudaginn með franskri snót sem heitir Keren Ann. Við Móa fórum
bara 2 og fórum svo á bar í hverfinu okkar eftir á og fengum okkur 2 Bailys, obboslega næs. Svo er ég bara að reyna að læra því við erum að fara í þýskupróf í TU á morgun!! Svona til að vita stöðuna og hvaða námskeið hentar okkur best. Soldill barningur um bókina góðu "Þýska fyrir þig"!!
Og Valur.. ég er alltaf að vinna í þessu með "commentið" ;o)

Wednesday, October 19, 2005

Hæaftureftirlangamæðu!! Ahh neee ekki alveg hætt...bara smá óstuð!!
Ég hefði eflaust bara bloggað um dauða og djöful ef ég hefði ekki látið þetta kyrrt liggja um stund!! :o/ Nei ussussuss ekki alveg svo slæmt. Ég er bara búin að vera svo obboslega fústeruð útaf þessum íbúðarmálum:o( Einhvern veginn þá getur maður ekki einbeitt sér ad neinu öðru fyrr en maður er búinn að búa sér heimili. Og að húka í risastórri, tómri, ljósalausri íbúð og bíða dag eftir dag eftir að tilvonandi íbúðin manns verði til, og ekkert gerist dag eftir dag...sko ekki verið einu sinni að vinna..neinei það lætur enginn sjá sig dag eftir dag, er bara meira en meðal sál þolir!! Íbúðin er ekki enn tilbúin!! En við ákváðum að flytja bara samt inn í dag og geðið er komið í lag;o) Eitthvað á eftir að eiga við rafmagnið, hitann, setja sjónvarpskapal og dyrasíma, snúa klósettinu og svona dyttinn og dattinn.. en ég er sátt:o) Og íbúðin kemur til með að vera æði. Komið bara og sjáið!
Hei og já finnst ykkur ekki gegg... Iceland express eru farnir að selja miða í beint flug til Berlínar.. og ekki nóg með það þá byrja þeir að fljúga 16. maí.. á afmælisdaginn minn!!:o)Þvílík örlög :-Annars erum við náttla búin að vera gera margt skemmtilegt og eignast nýja og góða vini :o) Eitt laugardagskvöldið fórum við til Andrésar og Rúnu að spila spil sem heitir Catan. Það snýst um að byggja bæi og leggja vegi, kaup og sölu á korni, kindum, timbri og svona. Hljómar einkennilega en er mjög skemmtilegt:o)
Svo erum við farin að fara aðeins út fyrir Prenzlauer-Berg. Andrés "gædaði" okkur um merkustu staði Berlínar, Brandenburgarhliðið og svona. Við fórum í Ikea um daginn, sem er sko í langt frá PB og versluðum rúm fyrir hele familian og ýmislegt fleira. Já og svo gistum við í Weissensee síðustu helgi!! Hehemm sko það er að vísu bara næsta hverfi við okkur:o/ En fórum sko í matarboð til Baldurs og Þórunnar og þau eru með 9 ára strák og við með Aló. Og eitthvað vorum við lengi og Aló sofnuð og við búin að fylla litlu tánna ansi vel þannig að þad var dýnu bara stungið
í samband og tilbúið þetta fína hjónarúm fyrir okkur 3!! Gaman í Berlín ;o)
Jæja.. ég er að passa hérna hana Ísold litlu, skötuhjúin skelltu sér á tónleika. Ég bara hangi á netinu og rausa og rausa í ykkur. Best að hætta þessu í bili.
En þar sem ég er komin með heimili og mitt eigið net þá ætti þetta að fara ganga betur með bloggið, ætti að fara að koma inn myndum fyrir þig Helena ;o)
og yndislegt að heyra í þér Elsa pelsa pínupons.. ég sendi þér prívat póst við tækifæri ;o)
Kveð í bili og það er orðið ansi kalt hérna í Berlín!

Saturday, October 08, 2005

Já líst thér ekki vel á thetta Helena?? Svo fórum vid á kirkjumarkadinn í gaer og keyptum 2 gamla lampa sem er
ekta DDR hönnun! Jiii hlakka til ad sýna thér thetta :o):o) Hvenaer kemuru?? ;o)
Mmmm thad er ekkert lát á thessari blessadri blídu hérna... og thad er ad verda kominn midur október!! Thad er búid ad vera sól og sumar hérna uppá dag sídan vid komum nema einn rigningardag tharna í fyrndinni og svo kom smá skýjakafli hérna um daginn. En thad var nú alveg ótrúlegt! Eins og kannski mörg ykkar vita thá var risa Listamessa hérna í Berlín um daginn sem stód yfir í einhverja 5-6 daga eda svo. Og allt krökt af Íslendingum thví Klink og Bank voru med sýningarrými á einni messunni. En allavega med vedrid thá byrjadi ad rigna sama dag og opnunin var, rigndi allan tímann..tjaa eda skýjad og svo daginn eftir ad sídustu Íslendingarnir fóru heim thá kom sólin aftur!! Og ég sem hef alltaf tekid thessu persónulega:o/
Já en med thessa listamessu...thad er nú búid ad vera meira húllum haeid í kringum thad. Vid höfdum ýmsa naeturgesti á medan á henni stód en Sigtryggur var hjá okkur lengst eda ödru nafni "kallinn í rúminu". Skemmtileg saga sem ég nenni eiginlega ekki ad segja! En alveg eru Íslendingar merkilegir!! Klink og Bank voru sem sagt med thessa sýningu (samt ýmsum ödrum hvanaeva ad) og allir Íslendingar naer og fjaer fóru á thá opnun. Thar einhvern veginn sturludustu Íslendingarnir einhvern veginn úr spenningi og allt endandi bara í einhverri Sódómu eda thadan af verra og eins og einn ónefndur vinur sagdi thá var rými Íslendinganna eins og lítid helvíti tharna í midjunni. Lítid, hrátt og kaoskennt. Allt ödruvísi en adrir hlutar sýningarinnar, sem var fágadra og stílhreinna. Svo á sídasta kvöldi hátídarinnar átti í rauninni ad vara adalpartýid (sko Íslendingapartýid) thar sem ýmsir Íslenskir listamenn stigu á stokk, hljómsveitir og svona, thá gengu allir um einsog zombíar alveg uppgefnir eftir margra daga fyllerí og litu út fyrir ad vera á lyfjum!! Eda svo var mér sagt eftir thýskri stelpu!! Undarlegt!! En thad er aldrei ad vita nema ALÓ verdi fraegt málverk eins og Mona Lisa?? Tjja ólíklegt kannski, en á thessari fyrrnefndri opnun thá var kona tharna (sko útlensk) sem bad um ad fá ad taka mynd af ALÓ. Vid vorum voda stolt af thví og thá sagdi hún okkur ad hún aetladi ad mála af henni mynd!!
Skemmitlegt ;o)
Heyrdu og svo er ég ordin svo hipp og kúl ad ég er farin ad ganga í gallabuxum!!!

Wednesday, October 05, 2005

Takk fyrir Gauti :o) Jiii hvad thad er gaman ad fá comment... skil ekki af hverju sumir geta thad en ekki adrir?? En thad fer alveg ad koma ad ég fari ad vinna í thessu, myndum og svona, úff thó myndavélin sé týnd og tröllum gefin luma ég samt á nokkrum myndum.
Jaeja annars.. úff svooo mikid búid ad vera gerast!! Veit bara ekki hvar ég á ad byrja!! Thetta er nú búid ad vera meira med thessa blessudu íbúd og vid búin ad flytja stad úr stad! Hún er ekki enn tilbúin.. iss svo er verid ad tala um vinnusemi Thjódverja!! Vid semsagt byrjudum á ad flytja nidrá Danziger til MÍU, vorum thar í tvaer naetur og héldum thá ad íbúdin vaeri reddí. Nei nei íbúdin ekki enn reddí svo vid fengum risastóra íbúd, med tveim balkon, í sama húsi til afnota thangad til ad okkar yrdi til. Svo thar hírumst vid núna í einu herbergi og pössum okkur ad láta ekki fara allt of vel um okkur. Thad er náttla voda gott ad vera komin útaf fyrir sig og getad sankad ad sér allskyns drasli til ad hafa í íbúdinni. En flutningar flutningar og aftur flutningar, thad er ekkert smá sem fylgir manni. Rask, hnjask og laeti! Jaeja ekki nóg med allan taugatitringinn í kringum thetta, heldur átti dótid okkar frá Íslandi ad koma í dag, jájá milli 8 og 12. Vid erum med heila hersveit sem er reidubúin ad hjálpa okkur og bídum tharna, í íbúdinni med 2 balkon, lon og don.. engin kemur!! Klukkan ordin hálf eitt og Óli hringir til ad athuga málid og faer thá ad vita ad thad voru mistök og bla bla bla og dótid kemur á morgun!!! Thá tholdi mitt litla hjarta ekki meir og ég fór ad vaela...í annad skiptid fyrir framan formann Fíber!! Jiii madur er svo skrítinn!! En hann aetlar samt ad koma aftur á morgun;o)
En ég er nú búin ad jafna mig eftir ad hafa farid í bordtennis á einu af ótal DDR bordtennisbordum sem fylla alla leikvelli hér og keypt 2 vigtar eda vogar eda hvad sem madur segir í second hand búdum. Önnur er svona raud eldhúsvigt, voda saet, og hin er svona lime/mosagraen badvigt med svona lodnu thar sem madur stendur, aljört gegg! Jiii annars thyrfti ég ad segja ykkur frá geggjudu kaupunum okkar sem vid gerdum á kirkjumarkadnum. Stólar, bordstofubord, dýnu og margt fleira fyrir rúmlega 100 evrur heimsent! En ég verd ad segja ykkur frá svefnsófanum sem vid keyptum..oooo hann er AEDI!! Vid fengum hann á 35 E og hann er eins og hjónarúm, ógisslega gamaldags, röndótturappelsínugulur og aedislegur. Vid sváfum í honum í nótt og aldrei thessu vant thá var bakid einsog nýtt thegar ég vaknadi:o) Svo thad er engin afsökun fyrir ykkur ad koma ekki í heimsókn;o)