Lufsusögur

Thursday, September 29, 2005

Vúúíí vid erum búin ad fá íbúd!! Thad er verid ad gera hana upp svo hún er ekki alveg tilbúin.. og verdur kannski ekki alveg tilbúin fyrir mánadarmót:o/ En vid getum samt flutt inn í hana ádur og svo bara gefid verkamönnunum leyfi til ad koma og vinna í henni á daginn...eda eitthvad svoleidis.. madur skilur ekki alveg thessa thýsku sko:-O En vid getum líka kúrt á nýja svefnsófanum hjá MÍU! Svo heppin thví thau fá hann á föstudaginn en áttu ekki ad fá hann fyrr en seint og sídar meir, thannig ad thetta reddast náttla allt:o)
En thar sem verid er ad gera íbúdina upp og allt thetta thá eru ekki komin gólfefni og hann sagdi sko ad vid gaetum lagt gólfefnid sjálf ad eigin vali á eigin kostnad og fengid thá 2 mánudi fría ella en vid kunnum ekkert á svoleidis thannig ad vid afthökkudum thad. Thannig ad thá verdur bara lagt filtteppi, sem mér finnst sko í fínu lagi..mér finnst svo kósí ad hafa teppi, en ég byrja ad svitna thví tharna á skrifstofunni eda leigumidluninni eda hvad thetta var thá voru svona ógissleg blá filtteppi og blár er sko ekki minn litur.. en thá segir hann: Hvada lit viljidi?? úff púff og ég..óákvednasta manneskja í heimi átti bara ad ákveda thad á medan allir stördu á mig!! Tharna sit ég, lít nidur á appelsínugula pilsid mitt og segi appelsínugult!! Thetta var í fyrradag og ég er svona ad jafna mig á thessu núna. Hinn helmingurinn hefur aldrei verid jafnstoltur af mér fyrir ad taka svona "spontant" ákvördun og er bara haestánaegdur med litinn;o)

Sunday, September 25, 2005

Ahhh Haukur minn uppáhaldsfraendi.. Til hamingju med ammaelid um daginn! Haukur fraendi bara ad nálgast fimmtugt... jiii hvad strákurinn er ordinn stór ;o) Já hann Bakkus getur ekki annad en baenheyrt okkur.. vid erum búin ad vera honum ansi gódir thegnar!!
Annars keypti ég tvo kjóla í dag á Mauerpark markadnum... Kolaportid mae es!! Jiii their eru alveg gegg, annar er upprunalegur sixtís:o)
Gvvuuudddd svo held ég ad ég sé búin ad týna myndavélinni minni :o/
Ég er samt ekki alveg búin ad fá flog yfir thví, ég á eftir ad snúa öllu vid heima..en er ekki bjartsýn:o( ùff en Edda... thetta er bara daudur hlutur!

Saturday, September 24, 2005

Úff púff commentid mitt er eitthvad bilad :o/
En redda thví hid snarasta og eins ad koma inn
myndum, setja linka, laga prófílinn minn og svona.
Tharf bara ad kalla á snillisnilling, thetta er náttla
allt á thýsku í thessar tölvu hérna svo ad.....????
En thad kemur.... verid tholinmod og ekki gefast
upp ;o) Miss you piss you kiss you!

Thursday, September 22, 2005

Iss madur hefur bara engan tíma í öllu thessu amstri ad tjá sig hér á netinu...og akkúrat thegar ég hef svoooo mikid ad segja, jiii aevintýrin sem madur lendir í frá degi til dags!! Vid Móa fórum í Ikea í gaer, barnlausar, hinn helmingslausar, saelar og gladar..thví sko thau, AMÍ (Arnar, Móa og Ísold) eda MÍA eda MAÍ.. en thá á ég einmitt afmaeli.., eru sko flutt ad heiman!! Komin med íbúd á Danzigerstr. og vantar náttla allt í íbúdina...thad fylgja ekkert allar graejur med hér eins og heima.. neinei thad eru engir fataskápar, engin badinnrétting(sem er svo sem alltílae), engin ljósastaedi einu sinni og engin ELDHÚSINNRÉTTING!! Haldidi ad thad sé:o/ Thad er bara vaskur og eldavél.. sem hlýtur ad vera skylda! En thau voru rosa heppin thví thad var eldhúsinnrétting hjá theim og meira segja ísskápur, sem ad vísu er biladur... thad er nú eitt aevintýrid útaf fyrir sig sem ég aetla ekki ad tíunda hér, aetli Móa tjái sig ekki um thad;o) En jaeja hvar var ég.. komin sko langt út fyrir thessa litlu sögu sem ég aetladi ad segja af Ikea, hmm svo sem ekkert merkilega saga nema madur leggur upp í thessa ferd fullur tilhlökkunar, fer í gegnum Ikea, kemur svo snarvitlaus á barmi taugaáfalls út og rétt náum ad skrída heim! Hvad thetta tekur á ad versla svona mikid :o/ En madur er náttla ad stúdera allt saman.. hvad er best ad kaupa, hvad madur tharf, hvernig hillu, hvernig rúm, hvernig thetta og hitt og ekkert má kosta!! En thad er allt uppfullt af "Ingo" húsgögnum sem eru mjög ódýr, saet og skemmtileg og haegt ad mála í öllum regnbogans litum. Gaman ad thví!!
Heyrdu já ALÓ er búin ad vera í viku í skólanum í dag!! Thad bara gengur svona ljómandi vel hjá henni. Bekkurinn hennar heitir Ástríkur og kennarinn Anika. Krökkunum finnst ALÓ obboslega spennandi.. thau flykkjast öll í kringum okkur thegar vid komum og náum í hana og segja okkur allskyns sögur af henni, hvad hún laerdi í dag, hvar hún hafi verid, hvort ég sé die Mutter auf Anna Líf og thess háttar.. og náttla allt á thýsku:o/ Voda finnst manni madur vera hallaerislegur ad skilja ekki börnin:-o En einhvern veginn fer ALÓ ad thessu. Tho ad einn daginn thegar ég kom ad ná í hana kom hún valhoppandi, leidandi vinkonu sína á móti mér eftir ganginum, (skemmtileg sjón sem yljadi manni um hjartaraetur.. jájá) og ég spyr hvort thetta sé "besta" vinkonan í skólanum og hún játti thví og ég spyr hvad hún heiti og thá hafdi hún ekki hugmynd um thad!!
Ég var nú annars komin hingad á netid til ad skoda íbúdir! Annars eru líka svona midar á staurum med lausum íbúdum og vid höfum hringt í thad og farid ad skoda sem er allt gott og blessad, úff nema hvad eitt skiptid fórum vid Móa bara tvaer saman ad skoda(sko ádur en thau fengu íbúd). Skodunartíminn var soldid skrítinn eda sko frá 22-24 en vid létum thad ekkert á okkur fá. Dagurinn var búinn ad vera soldid dramatískur, smá grátur hér og thar, fústering, nidurbrot, uppbygging og fleira sem thví fylgir ad flytja til útlanda ;o) og vid bara fegnar ad komast smá út tvaer einar. Ég lít í spegilinn ádur en vid förum og segi vid Móu ad ég hafi sjaldan verid eins sjúskud og illa útlítandi og mér sé bara nákvaemlega sama..og vid örkum af stad í leit ad íbúdinni. Finnum svo húsid og thá er bara hljómsveit í ganginum sem tekur á móti okkur, kontrabassi, fidla, flauta, gítar og man ekki hvad og hvad og straumur af fólki inn og út!! Einkennilegt!! En áfram inn og upp höldum vid og thar er bara standandi partý!! Og vid alveg eins og hálfvitar spyrjum hvort thad sé ekki verid ad leigja íbúd tharna?? Thá kemur í ljós ad thetta hafi bara verid ákvedin markadssetning, hvernig thau auglýstu partýid!! Thad kostadi 1 evru inn og fyrir innan var bar og allar graejur.. og vid bara borgudum okkur inn, settumst nidur og fengum okkur bjór og sígó!! Sátum tharna sjúskadar(eda sko ég) í hipp og kúl partýi á mánudagskvöldi og vorum fegnar ad hafa ekki sent strákana!! ;o)
Jii ég bara stoppa ekki... thetta er taugatitringurinn!! Vid erum sko ad bída eftir svari af íbúd sem vid sóttum um á mánudaginn og erum ekki enn búin ad fá svar!! Og ég er alveg ad fara yfirum.. titra og skelf, engist um eins og ormur, kippist vid í hvert sinn sem síminn hringir.. en nei nei ekkert svar ennthá.. furdulegt sístem hérna:o/ Bidjid fyrir thví ad vid fáum íbúdina og vid heyrumst sídar!! Amen ;o)

Sunday, September 11, 2005

Fimmti dagurinn í dag og fyrsti dagurinn í dag sem er ekki sól og hundrad stiga hiti, jiii tad er búid ad vera svoooo heitt :o/ Madur getur bara ekki hugsad í svona hita.. en eitthvad erum vid búin ad reyna ad dröslast um og skoda umhverfid. Vid eigum fullt af vinum sem vid heilsum í thessum ferdum okkar.. Kalli kebab, Alli Asíubúi, strákarnir í kebabaldingardinum, vinalegi sjoppugaurinn, búlduleita bakarískonan.. og allir vinka okkur...:o) voda gaman!!
Í gaer var stráka og stelpudagur. Strákarnir fóru á tónleika!! á medan vid stelpurnar fórum í thvottahúsid (mikid fjör thar!!), versludum í matinn :o/og héldum svo bjútí kvín kvöld med allskonar maska, hárnaeringar, fótasalt, spádómum og fleira tilheyrandi :o) Aldeilis fín afthreying ad vera laus vid thessa durga ödru hvoru;o) Annars gengur samlífid, thad er
sambúdin og samveran med sambýlisfjölskyldunni okkar, bara mjög vel. Thetta er í raun í fyrsta skipti sem vid erum adskilin, thau í göngutúr og vid á netkaffihúsi!!
Vid fórum ad skoda fyrstu íbúdina í dag, náttla öll saman, förum svo í matabod í kvöld, öll saman og förum svo ad skrá lögheimilid okkar á morgun, öll saman, oohhoo og svo í dýragardinn á thridjudaginn... jiii ekki veit ég hvorri okkar hlakkar meira til mér eda Aló!!
Sí jú leiter aligeiter ;o)

Friday, September 09, 2005

En jaeja ég veit ad ykkur hlakkalakkar til ad heyra ferdasöguna miklu. Jiii hvar skal byrja???
Thetta byrjadi náttla allt heima med gráti og gnístan tanna klukkan 4 ad morgni midvikudagsins
7. september 2005. Var ekki alveg búin ad hafa tíma til ad átta mig á stadreyndum málsins ad ég
vaeri ad flytja út, né á nokkurn hátt búin ad gera mér í hugarlund hvernig thetta yrdi!
En úff thennan morgun helltist allt yfir mig... fannst thetta kvedjudaemi allt hálfhallaerislegt thar
sem ég vaeri haett vid thetta allt saman!! Jaeja en út á völl dröslast grenjuskjódan ég.
Jafna mig svona nokkurnveginn til ad kvedja tengdapabba, sem sko skutladi okkur, tékkum okkur inn
og rúllum upp stigann. Vid erum ekki fyrr komin upp thegar vid finnum Arnar og Móu, thá dásamlegu
sambýlinga okkar, thegar táraflódid byrjar aftur!! Jiiii ég hélt ég gaeti aldrei haett:-o
Vid tók frekar langt og strangt ferdalag sem stód til 11 um kvöldid, rúllandi tharna tvaer fjölskyldur med okkar 50 kíló hvort og sitthvort barnid um allan Stansted í 7 tíma. Hitinn óbaerilegur og erillinn mikill! Sátum á Ponti´s á hardplastsstólum sem voru fastir vid gólfid og fórum í hollum til ad vidra okkur! Jaeja thegar kom ad fluginu til Berlinar thá sáum vid sko ekki eftir ad hafa tekid börnin med thví vid fengum ad fara fyrst af öllum í vélina.. og trúid mér rödin virtist óendanleg! Í gegnum flugid komumst vid med brjálada hellu og eyrnaverk og lentum á thessum undarlega austur-thýska flugvelli med löngum, mjóum, galtómum göngum og thessum furdulegu vördum í sínum gulu og graenu búningum. En thad skemmtilega var ad thar sem vid vorum fremst (thid munid..fengum ad fara fyrst í vélina) thá leiddum vid rödina í gengum thetta allt.. sem var hálf óaugljóst hvert madur átti ad fara og byrjudum á ad leida strolluna í vitlausa átt og uppi vard fótur og fit!! Voda gaman.. hehe ef vid hefdum verid upplögd og í studi getidi ímyndad ykkur taekifaerid!!
Nú held ég ad ég sé farin ad bulla..allavega á leidarenda komumst vid dauduppgefin og höfum ekki enn skálad í kampavíni eins og fyriraetlad var!! En kebab fengum vid okkur;o)