Lufsusögur

Friday, October 27, 2006

Girls night out!

Boðið á opnun hjá þýskri vinkonu okkar í kvöld og svo í afmæli, hjá fyrrverandi kennaranum mínum, sem er haldið í einhverju galleríi. Allt voða hipp og kúl.
Ég hef nánast ekkert farið út að skemmta mér síðan ég kom aftur svo við Þórunn ætlum að hafa það voða huggó og fara út saman.
Nema hvað........ í gær ætlaði ég aldrei að geta sofnað fyrir moskító ýlfri í eyrunum á mér. Hræðslan að drepa mig. Reyni eftir fremsta megni að vera ÖLL undir sænginni svo þær geti ekki stungið mig. Gengur misvel þar sem ég þarf að anda inná milli. Sofna nú samt fyrir rest.
Vakna svo í morgun, jaa eða eftir hádegi þar sem ég ákvað að sofa út, fara svo í jóga og vera vel upplögð fyrir kvöldið.
Nei takk! Tvö moskítóbitafjöll í ANDLITINU! Þær gátu þá valið stund og stað!!
Vona það verði rökkvað í boðunum í kvöld og nóg að drekka:o/

Saturday, October 21, 2006

Krass!

Vinkona vinkonu minnar er að fara að halda uppá afmælið sitt með því að fara á tónleika með Sykurmolunum á Íslandi 17. nóv. held ég. Hana vantar mjöööög ódýra gistingu ef ekki bara ókeypis á einhverjum sófa eða slíkt gegn þá jafnvel gistingu á móti í Berlín.
Er einhver sem hefur áhuga eða veit um eitthvað fyrir hana??

Monday, October 16, 2006

Frú Cave

Jájá ég er semsagt komin aftur heim til mín eftir 3ja mánaða dvöl á Íslandi.
Það var auðvitað alveg ofboðslega skemmtilegt og mikið að gera....hmm eiginlega of mikið....en þannig er held ég bara lífið á Íslandi....allavega hjá mér! Ég ætla mér svo sem ekkert að tíunda hana hér, nema ég fékk mér alltof fáa hamborgara, of lítið af íslensku nammi og fór alltof sjaldan í sund. En hún endaði fullkomlega þegar ég fór á tónleika með ástinni minni (það er alveg opinbert svo það móðgast enginn). Hann Nick minn hélt þessa líka mögnuðu tónleika, miklu rokkaðri en síðustu sem hann hélt á Íslandi, en alveg jafngóða. Kominn með sítt hár, yfirvaraskegg og skalla en alltaf jafn flottur. Ég held að það fyrirgefist engum öðrum slíkt útlit. En bæði konur og karlar öskruðu upp yfir sig hversu sexý hann væri á tónleikunum!

Það var alveg ótrúlega skrítið að koma aftur til Íslands til að byrja með en svo eftir smá tíma þá var eins og maður hefði aldrei farið. Bara eins og Berlín væri eitthvað ævintýri sem manni dreymdi! Nú er að verða mánuður síðan ég kom aftur hingað út, og ég er ennþá bara að koma mér í gírinn. Allt prógramm var byrjað svo ég fór að vísu bara strax á fullt. Þýska þrisvar í viku, leiklistarnámskeið á þriðjudagskvöldum og leiklistarhópur sem ég er í hittist á fimmtudagskvöldum. En einhvern veginn þá er stirðara að komast aftur inní Berlínarlífið heldur en á Íslandi. Þýskan varð eftir einhverstaðar á milli Reykjavíkur og Berlínar, skilningurinn á þýskunni bara hvarf einfaldlega og letin tók yfirhöndina. En þetta er allt að koma:o)

En eins og ég segi þá hef ég svo sem ekki gert neina stóra hluti síðan ég kom nema náttla að taka á móti gestum:o) Fyrstu helgina mína kom heill hópur af núverandi, fyrrverandi og jafnvel tilvonandi vinnufélögum til Berlínar. Þær Lilja María og Ragnheiður skvísípæs gistu hjá mér og auglýsi ég hér eftir myndum til að geta sagt skemmtilegar sögur af helginni sem var náttla mjög skemmtileg;o)

Helgina þar á eftir komu tengdóin Hrefna og Sveinbjörn. Alveg ofsalega vel heppnuð og skemmtileg helgi og fórum við meðal annars á fótboltaleik á Olympia Stadion. Hmm já ekki uppáhaldið mitt.... en ótrúleg upplifun. Ég horfði nú minnst á leikinn en horfði þess þá meira á stuðningsmennina sem eru alveg spes myndi ég segja og svo bara leikvangurinn sjálfur sem er alveg magnaður.

Fórum svo í Tierpark um helgina þar sem við hlustuðum á singing dog, horfðum á veifandi birni og apar hlupu upp um okkur öll. Björn kom í gær og eldaði fyrir okkur snitsel með rósakáli og kartöflumús að þýskum sið.

Haustið er komið í Berlín.

Friday, October 13, 2006

ALEXANDER MARCO er málið!!

http://www.youtube.com/watch?v=vC2WQiPnhjw

Thursday, October 12, 2006

Sálarkreppa!

Ég er alveg að fara að komast í gírinn. Ég verð nú að fara að fara blogga fyrir hann Braga minn;o)