Lufsusögur

Monday, January 30, 2006

Ruslatunnan!

Ég á ekki til orð!! Í síðustu viku gengum við fjölskyldan fram hjá ruslatunnu hérna í götunni. Þetta er svona tvö- eða þreföld græn plasttunna á hjólum. Hún stóð bara þarna á miðri gangstétt langt frá sínum heimahögum. Það sem vakti athygli okkar var það að það rauk úr henni og rosaleg plastbrunasvæla. Jæja við sögðum okkur það sjálf að það hefði kviknað í einhverju rusli og hún stæði þarna því það væri verið að ráða niðurlögum brunans.
Viti menn í kvöld geng ég þarna framhjá aftur og stendur tunnan þar enn.....hálf!!! Þessi risatunna bara búin að standa þarna óáreytt og sviðna... með öllu tilheyrandi!! Oj bara!
Ég er fegin að hafa ekki farið út úr húsi fyrr...búin að vera inn síðan á föstudag:o/

Saturday, January 28, 2006

Ankara-Istanbul-Kreuzberg?

Stofnfundur fyrsta saumaklúbbs íslenskra "kvenna"(tel mig sko ekki konu) í austur-Berlín var haldinn í gær. Vorum við 7 mættar. Eðal veitingar í boði og rauðvínið, hvítvínið, bjórinn, Amarettóið og Vodkinn runnu í stríðum straumi! Kom heim klukkan 7 í morgun!! Ekki amalegur "saumaklúbbur" það!!

Þarna sátum við semsagt í ca. 10 tíma og ræddum heimsmálin, allt á mjög vitrænum nótum að sjálfsögðu. Meðal annars ræddum við fuglaflensuna... úff ég veit það ekki, við Óli hættum að kaupa kjúkling fyrir svona 3 vikum síðan...hvenær er of varlega farið??? Mér finnst kjúklingur alveg ógurlega góður í hverju formi sem hann er og þar sem kjúklingabringurnar eru hálfókeypis hérna þá hafa hinir fjölbreyttustu réttir verið hér á boðstólnum örugglega svona annan hvern dag:o/ Já ég veit kannski fullmikið...og vorum við líka orðin fullleið á þessu. Því var það kærkomið að sleppa kjúklingnum og hef ég prófað ýmsa grænmetisrétti síðan...sem ég er bara að fíla í botn. En...ég er bara soldið farin að sakna kjúklingsins!!! Við semsagt vorum að ræða þetta í gær og hver væri áhættan (Kreuzberg er sem sagt Tyrkjahverfið hérna í Berlín). Voru nú flestar sammála um að hún væri hverfandi en...??? Heyrði svo í pabba í dag og þar sem krankleiki er í familíunni þá varar hann okkur við fuglaflensunni!! Án þess að ég hafi nokkurn tímann minnst einu orði á þetta áhyggjuefni okkur:-o
Er þetta hræðsluáróður fjölmiðlanna eða???

En allavega er mig strax farið að hlakka til næsta saumaklúbbs...Sex and the City hér ví komm;o)

Tuesday, January 24, 2006

Skautað í frostinu með gigt í augunum!!

Ó mæ god!! Ég ætla að kveðja ykkur til öryggis ef ég skyldi ekki lifa þennan kulda af!! Ég er að FRJÓSA!!! Mér hefur bara aldrei liðið eins illa. Burt séð frá kuldanum úti, þá er ískalt inni hjá okkur eða réttara sagt 16°C hiti, sem ER kalt:o( Dúðuð í ullarsokka, jogginggalla og peysu undir tveim sængum getur maður sofið bærilega, en að fara á fætur á morgnana..... það er varla gerlegt!! Eftir að hafa grenjað í hálftíma uppí rúmi, dröslast maður á fætur, kveikir á kertum, hitar sér te og reynir að hreyfa sig til hita, klæða sig í ennþá fleiri föt og koma sér útúr húsi! Því ekki er nóg með að við séum á jarðhæð þá eru ofnarnir í stofunni/herberginu okkar bilaðir og 2,5 metra háir gluggar með einföldu gleri!!

Áður fannst mér þetta bara rómó og kósí tilhugsun, ylja sér með kakói yfir kertaljósi, dúðuð í ullarföt og svo mörgum árum seinna minnast þess í góðra vina hópi, áranna í Berlín, klökkur af söknuði.... NEI NEI NEI!! Ég á eftir að hugsa til þessa með hryllingi!! Og eina sem ég fæ útúr þessu verður gigt í augun!!

Ég fór í skólann gær, náttla dúðuð upp fyrir haus og til að nefið detti ekki af manni er maður með trefilinn vafinn yfir allt andlitið, sem er ekki sniðug lausn þar sem andardrátturinn bókstaflega fraus!! Trefillinn varð allur hrímaður og frosinn!!
Gsm símar virka ekki, útigangsfólk kemur kalið í hrönnum á hjálparstofnanir, Spree er frosin og svona mætti lengi telja.... en samt er þetta ekkert miðað við í Rússlandi:o/

En svo ég segi nú eitthvað gott þá fórum við í rosa skemmtilega ferð með TU á sunnudaginn til Belzig. Þetta var fyrsti dagur kuldakastsins og mér stóð ekki á sama um morguninn þegar ég leit á hitamælinn, því miðað við ferðina sem við fórum í fyrir jól þá er þetta mikil útivera og okkur var ansi kalt í fyrra skiptið og þó var ekki frost þá! Allavega klæðum við okkur eins vel og við getum og skellum okkur af stað, með sundföt á bakinu, því í Belzig er heit uppspretta og ætluðum við að fara í svona Thermen, sund/sauna höll einhverja. Það var ofboðslega fallegt veður og röltum við um þorpið, uppí kastala sem er þarna, niður í bæ, fórum á skauta (sem var ansi kalt til að byrja með því maður skautaði svo hratt að “vindurinn” beit alveg andlitið;o)) og enduðum svo í þessu Thermen þar sem við vorum í 3 tíma. Þar var mjög fínt og fórum við m.a. í svona Licht-kling-raum sem er sundlaug inní myrkvuðu herbergi með kertaljósum og eins og Óli kallar það “sækadelískum orgíuljósum” og róandi “klingi” einhverju sem heyrðist að vísu bara oní vatninu. Þar inni mátti ekki tala og það lágu allir með hausinn á korkum (eyrun oní) og flutu um alla laug. Þetta var relaxing dæmi eitthvað. Það var gjörsamlega himneskt þó Óli hafi ekki getað slakað á og var bara að springa úr hlátri og fannst þetta eitthvað orgíulegt!! En heitu pottarnir jafnast ekkert á við þá heima! Komum svo heim seint og síðar meir uppgefin af þreytu og ansi köld. En alveg yndisleg ferð:o)

Já svo eignaðist ég vin í gær sem heitir Jong og er frá Kaliforníu og eins og hann segir sjálfur þá er hann musikwhore!! Hann vill endilega fá ábendingar um góð íslensk bönd svo ég benti á nokkur, en þætti gaman að fá að vita með hverju ÞIÐ mælið;o)

Thursday, January 19, 2006

Nuddið!!

Ó mæ god!! Fór í nudd í gær. Þarna tælenska. Allt í rauðum seríum þegar ég kem inn, mér er vísað inní herbergi af berfættri asískri stúlku í stuttbuxum og topp sem segir mér að leggjast á bekkinn. Eftir smá stund byrjar þessi rosa erótónlist og inn kemur olíuborinn, pínulítill asískur strákur í pungbindi einum saman..... Nei!!! Djók!! Hvað haldiði að ég sé eiginlega..hehe!!
En að öllu gamni slepptu þá fór ég í nudd í gær, sleppti því tælenska.. kannski næst, og það var að vísu lítill karlmaður sem nuddaði mig, hahaha en ekkert um það að segja, nema í gærkvöldi og núna er ég bara alveg bakk!! Og mér var sagt að ég þyrfti helst að fara vikulega í nudd en hálfsmánaðarlega myndi sleppa!! Ég veit það ekki...ég er bara að alveg búin á því... og verð eiginlega bara að kveðja núna...get ekki skrifað mikið meira...

Tuesday, January 17, 2006

Egósaga dagsins!

Rosalega segi ég allt fínt í dag. Einhver ógurleg gleði sem greip mig í gær og heldur enn tökum á mér:o) Ég er nú að skemmta mér alveg konunglega í þessum leik mínum. Í einhverju minningaflóði hérna! Og það sem mér dettur í hug að skrifa en læt ósagt....efni í heila brandarabók!!!

Í gær skráði ég mig á tvö tungumálanámskeið til viðbótar og leiklistarnámskeið!!!
Jiii ég hlakka svo til:o) Ég veit að vísu ekkert á hvaða máli það fer fram, né nokkuð meira yfir höfuð. Þar sem draumur drauma minna er og hefur alltaf verið að verða leikari, (sé mig alveg fyrir mér sem Angelina Jolie í Mr. And Mrs. Smith eða Uma Thurman í Kill Bill!!! )þá er þetta pínu skref í áttina. Þegar ég semsagt skráði mig, þá spurði ég: ist das möglich an den Schauspielkurse gehen ob Mann nicht sehr gut Deutsch spricht? Og viðtalskonan semsagt bara brosti út að eyrum og sagði jaja og benti mér á eitthvað sem væri fyrir Auslander. Þar sem ég var í tímaþröng þá bara skráði ég mig samstundis, borgaði og fór. Las svo eftir á um námskeiðið og þetta er fyrir fólk með reynslu og þetta endar með einhverri sýningu skilst mér!!:o/ En það er svo sem ekki eins og ég sé ekki vön;o) var alltaf á leiklistarnámskeiðum þegar ég var yngri og í seinni tíð settum við nokkur saman upp leikrit sem við flökkuðum með á milli leikskóla og sýndum...ég var aðalhlutverkið!! Hahaha!! Ætli ég þurfi bara nokkuð að fara á þetta námskeið!!!

Og í ofanálag þá eldaði ég svo ógisslega góða gúllassúpu í gær!!

Ps. Veit einhver hvað tælenskt nudd er???
Ég þarf svo að fara í nudd og það er tælensk nuddstofa hérna í götunni...ég þori ekki að panta mér tíma....ef þetta er nú eitthvað eró:o/

Friday, January 13, 2006

Leikur

Nú er ég alveg að tapa mér í gleðinni!!

Settu nafnið þitt í comment og.....

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig
4. Ég segi þér eitthvað sem meikar bara sens fyrir mig og þig
5. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
6. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á
7. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig
8. Ef þú lest þetta þá verðuru að setja þetta á bloggið þitt..

2005!

Jeij!! Búin að fá dyrabjöllu!! Ótrúlegt hvað litlir hlutir geta glatt mann:-o En eins og þið kannski vitið fluttum við bara inn í íbúðina ókláraða...svo kemur þetta smátt og smátt, eitt skref í einu.Þegar við fluttum inn var ekki einu sinni eldhúsvaskur!! En svo kom hann, svo kom nýtt klósett, ný eldavél, seint og síðarmeir fengum við svo nýjan "sílender" og þá loksins gátum við smíðað fleiri lykla (alveg glatað að vera bara með eitt par), maður þarf sko einhverja sérstaka ávísun eða sönnun eða eitthvað til að geta smíðað lykla, bíddu hvert var ég komin..já og rétt fyrir jól fengum við dúk á baðið, ósamstæðan að vísu en.., málningu til að mála gluggakarmana, þeir eru frekar óhrjálegir og svo núna síðast semsagt dyrasíma og póstkassa. Dyrasíminn er að vísu gamall, ljótur og allur í málningaslettum og póstkassinn allt öðruvísi en allir hinir og miklu minni:o/ Mjög spes!! Og þá held ég að það sé bara rafmagnið eftir og sjónvarpskapall! Þ.e. einhvern veginn að aðskilja rafmagnið frá öðrum hluta hússins, en mér er alveg sama hvenær það verður gert, við borgum ekki rafmagnið á meðan;o)

En núna er ég byrjuð á tungumálanámskeiðinu uppí TU. Búin að fara í einn tíma sem lofaði góðu. Framan af voru bara strákar og ég voða glöð;o) en þegar tíminn var hálfnaður kom Katarina frá Portúgal, skemmdi allt;o) Við erum látin tala og lesa upphátt og svona "leikir" einhverjir. Ég átti til dæmis í samræðum við Indverja (þýska með inverksum hreim!!) þar sem hann var læknirinn og ég sjúklingurinn, hehehe mjög fyndið.

Við Anna Líf sáum mús í gær, pínulitla voða sæta sem hjúfraði sig upp við húsvegg, skoppaði svo yfir gangstéttina og hvarf. Við vorum voða hrifnar og skoðuðum hana í krók og kima og ALÓ gólaði á gangandi vegfarendur Maus!! En við fengum bara illt auga, hehe það er líka spurning hversu mikil krútt þær eru:-o Allavega þá blómstrar dýralífið hérna, var ég búin að segja ykkur frá silfurskottunum inná baði;o) Ég er nú búin að kaupa Silberfishchen Köderdose, hef ekki heyrt um það heima, veit ekki hvernig þetta virkar.

Jiii nú finnst mér að ég sé bara búin að segja hryllingssögur héðan. En þetta er allt voða gott og yndislegt og jólin, jiii alveg yndislega yndisleg hérna í Berlín:o) Laus við allt þetta amstur, ys og þys heima. Annars er ég farin að hallast að því að það sé eitthvað að mér, þetta sé ekki bara andrúmsloftið og stemningin heima. Ég er bara alltaf á fullu og hef ekki einu sinni tíma í að gera allt sem ég ætla að gera!! Ég held ég bara hafi ekki tíma til að fara í skóla einu sinni:o/

En jæja ég ætlaði víst eitthvað að líta yfir farinn veg... ég bara nenni því varla núna!!Hmm árið 2005! Tja ég bara man varla annað en þennan þýskalandsflutning. Ísland?? Ég veit eiginlega ekki hvað skal segja! Ætli lífið hafi ekki bara gengið sinn vanagang mest megnis af árinu, fyrir utan undirbúninginn og flutningana. Allt á hundrað og tuttugu! Jú ég minnist náttlaæðislegrar ferðar til Kraká í vor með vinnunni minni. Og hef ég heyrt að verið sé að undirbúa næstu utanlandsferð fyrirtækisins til Berlínar:-o eða svona þannig;o)
Svo er það bara Þýskaland, Þýskaland og aftur Þýskaland. Endalausir nýjir hlutir að sjá og upplifa og nýtt fólk til að kynnast. Þetta er búið að vera rosalega gaman og rosalega erfitt!Ég má varla hugsa til dagsins sem við flugum út!! En eitthvað hljótum við að hafa skemmt okkur þar sem þessar myndir eru teknar á 7 tíma stoppi okkar á Stansted!


Monday, January 02, 2006

GLEÐILEGT NÝTT ÁR!


kissikoss til ykkar allra...
og takk fyrir liðin ár:o)