Lufsusögur

Tuesday, February 28, 2006

Bolludagur-sprengidagur-öskudagur!














Ég er alveg rugluð!! Síðasta miðvikudag var eitthvað sem kallast Fasching í skólanum hjá Aló. Þá áttu krakkarnir að koma í búningum. Jájá voða sniðugt, við semsagt reiknuðum það út að þetta væri öskudagur hérna í Þýskalandi. Svo förum við í bæinn á sunnudaginn og þá er annar hver maður í grímubúningi. En þó aðallega fullorðið fólk!! Sáum svo í sjónvarpinu í gær fréttir af öllu landinu þar sem karnival var haldið í hverjum bæ! Og aftur aðallega fullorðið fólk. Ég verð nú að segja það að mér finnst þetta alveg stórfurðulegt fyrirbæri. Maður er ekki vanur svona mömmum og pöbbum, öfum og ömmum á flippi niðrí bæ í grímubúningi!! Nú, í gær var Rosenmontag, í dag er einhver Wandertag og guð má vita hvað er á morgun???

Sá svo í blaðinum í dag, nánar tiltekið Berliner Kurier sem minnir mig alltaf á einhvern svona kúrara, blaðið er líka svo lítið, sætt og auðlesið. Við kaupum það alltaf af krúttlega kúraranum á brúnni hjá lestarstöðinni á leið í skólann hennar Aló. Allavega það sem ég ætlaði að segja að þá sá ég þessa meðfylgjandi grein þar. Þýskur bolludagur??Pfannkuchen eða eins og við kölluð það Berlínarbollur, borðaðar í gríð og erg á Rosenmontag? Ég þarf að afla mér upplýsinga um þessar hefðir hérna í Germaní.

Alltént héldum við Bolludaginn með pompi og prakt í gær. Allt á íslensku. Fengum góða vini í heimsókn, íslenska, og Lenu litlu sem ég veit ekki hvers lenska ég ætti að flokka, öll í umbúðum og illa farin:o(

Úff já næstum búin að gleyma..fengum pakka frá Íslandi í dag. Nánar tiltekið frá pabba. Við vissum að það væri kassi á leiðinni með póstinum okkar. Þegar hann svo kemur í dag er þetta stærðar kassi og níðþungur!! Fæ soldið sjokk, opna hann og mmmm fullur kassi af íslensku nammi súkkulaði, lakkrís og uppáhaldinu mínu...kókosbollum!! mmm svo ég er bara ekkert búin að borða neitt annað í dag:o/

Svo er það helst að frétta að fuglaflensan ógurlega er komin til Svíþjóðar og Nina Hagen hefur lítið álit á kanslaranum!
Og ég er alltaf að taka svart/hvítar myndir..hehe nýbúin að læra það.

Sunday, February 26, 2006

Huggulegheit



Bjútíkvínkvöld hjá Móu!
Ofboðslega bjútífúl:o/

Wednesday, February 22, 2006

Hlutverk!

Haldiði að ég sé ekki bara komin með hlutverk í bíómynd!!!
Hehe að vísu stuttmynd en mynd engu að síður;o)
Spennandi....

Tuesday, February 21, 2006

Niðurstaða.

Þar sem miðasala í ferðina á "Tropical-island" hefst núna klukkan þrjú þá segi ég hér með skoðanakönnuninni lokið. Mér bárust 4 ummæli en aðeins 2 afdráttarlausar skoðanir, að ég tel;o), þannig að "stigin" standa hnífjöfn. Þar sem ég náttla, eins og Ásta vinkona benti réttilega á, borða ekki þorramat og þessar ferðir með TU (Tropical ferðin er sko á vegum TU) hafa verið svo yndislega skemmtilegar þá hef ég ákveðið að fara í ferðina og koma svo bara á þorrablótið eftirá. Áætluð heimkoma er kl. 10. Finnst mér þetta hið besta mál og vona ég að þetta gangi eftir.
Sí jú, og reyni ég að muna eftir myndavélinni í þetta sinn;o)

Monday, February 20, 2006

Fréttir, fréttir!!

Eignaðist yndislega pínulítla undurfríða frænku í dag:o)
Hún Kristín, mín besta frænka og vinkona fæddi prinsessu kl.15:37 í dag.
Og í leiðinni og ég óska mér sjálfri til hamingju með frænkuna, óska ég þeim skötuhjúum aftur til hamingju:o) Þeir sem vilja skoða þá nýfæddu þá bendi ég á linkinn þeirra hér til hliðar, s.s. "Kristín og Danni".

Hún er sú fyrsta af fjórum börnum sem eru væntanleg á árinu hjá mínum nánustu!
En eins og kannski flestir vita þá eru þeir Maggi og Gaui að verða feður í annað sinn. Riina hans Magga á að eiga í lok maí og Trína hans Gaua í ca. september. Og svo síðast en ekki síst þá ætlar Yndið mitt hún Ásta að eiga barn í ágúst, svona rétt áður en ég fer aftur til Berlínar. Og stefnum við á lítinn rauðhærðan hnokka;o) hahaha

Þannig að ég er óttalega fegin að vera ekki á Íslandi um þessar mundir og smitast ekki af þessum skæða faraldri!! Og já ég átti nú kannski eftir að láta ykkur formlega vita að ég kem heim í sumar að vinna:o) Anna Líf kemur líka en aðeins seinna því skólinn hennar er ekki búinn fyrr en í byrjun júlí. Óla hef ég ákveðið að skilja eftir því ég vil vera "frísk" í sumar en ekki "ófrísk"!!hahaha engin hætta á að ég "smitist"!! Jii ég er alveg að tapa mér í fyndninni hérna...best ég fari að sofa:o/
Góða nótt.

Friday, February 17, 2006

Annáll

Þessi fuglaflensa er alveg að fara með mig!!! Ég bara meina það!! Berlín er umkringd fuglaflensu, tilfelli bæði fyrir norðan og sunnan! Segi ekkert til um radíusinn en allavega er hún komin til Þýskalands. Í blaðinu í gær stóð að maður ætti að elda fuglakjöt uppí 70°C til að drepa vírusinn og sjóða egg í allavega 10 mínútur. Smitleiðir voru tíundaðar og vill Óli að við hættum alfarið að borða kjöt og egg yfir höfuð og snúum okkur eingöngu að grænmetisréttunum. Jújú ég er auðvitað alveg til í það, það eru engin endalok að hætta að borða kjöt, þær eru nú margar grænmetisæturnar. En verra þykir mér með eggin!! Það eru svo margar grænmetisuppskriftir með eggjum í. Æi ég veit ekki.. og hversu lengi á maður svo að halda þetta út?? Svo er náttla verið að spá heimsfaraldri sem á eftir að drepa 150 milljónir manna ef veiran stökkbreytist. Þá gagnast nú lítið að borða bara gras!!

En jæja að allt öðru. Ég hef ekkert bloggað í lengri tíma vegna þess að ég hef staðið á haus í möppugerð fyrir umsókn í listaháskóla. Tókst að klöngra möppunni saman kl. 5 undir morgun daginn sem ég átti að skila. Legg mig í 2 tíma og fer svo með möppuna. Áttum að skrifa greinagerð um hugtakið “style”, skila því og koma aftur kl. eitt og fengjum þá að vita hvort við kæmumst í inntökuprófið eða ekki. Ég dröslast heim á hjólinu í millitíðinni að ná í allt dótið(sem var sko heill listi) sem til þyrfti ef maður kæmist í prófið. Kem svo aftur klukkan eitt. Okkur er hrúgað inn í sal og nöfn lesin upp. Nafnið mitt var ekki lesið upp og þar sem ég skildi ekki neitt þá hélt ég að ég mætti bara hirða mitt hafurtask og hypja mig heim. En nei...þetta voru nöfn þeirra sem ekki komust áfram. Og eftir var hópur sem varpaði öndinn léttar og með bros útað eyrum. Þá skildist mér að ég hefði komist í prófið...jibbí!! Við tekur 3ja daga próf frá morgni til kvölds sem ég hélt að engan endir myndi taka. Mjög strembið og heyrði ég að venjulega væri prófið 4 verkefni en þetta voru 7 verkefni! Allavega þá fengum við niðurstöðuna í síðasta degi, eftir 3ja tíma umhugsun hjá nefndinni en ekki 1 og hálfan eins og þau sögðu. Niðurstaðan var semsagt sú að ég komst ekki inn:o/
En það eru svo sem engin endalok fyrir mig því ég var ekki búin að gera mér neinar vonir, þetta var bara tilraun hjá mér. Ég held það hefði verið ansi mikil slembilukka ef ég hefði komist inn í einn af tveimur listaháskólum í Berlín, borg þar sem listalífið blómstrar og enginn sannur listamaður lætur ekki sjá sig þar;o)
En fyrst var ég ansi fústeruð yfir því að hafa þurft að leggja þetta inntökupróf á mig sem var svo ekki til neins, en sé auðvitað núna að það er bara reynsla í sarpinn og ég klappa mér á bakið fyrir að hafa komist allavega í það;o)

Í miðju prófinu, semsagt á þriðjudagskvöldinu fer ég í fyrsta tímann minn á leiklistarnámskeiðinu. Kom hálftíma of seint þar sem prófið var svo lengi, en þakkaði fyrir það því þegar ég kem inn heyri ég bara gól, öskur, væl og læti!
Fékk alveg tilfelli og langaði að snúa við á staðnum, alveg í hláturskasti harka ég af mér og stíg inn í herbergið. Þá er einhver raddæfing í gangi sem ég “því miður”missti af! En við tók svo sem ekkert betra og er ég búin að fara í tvo tíma og láta eins og algjör hálfviti, hoppa, dansa, syngja og leika, alveg ógisslega gaman:o)
Þetta byggist allt á spuna og munum við sýna “spunaverk” í lok námskeiðisins.
Hehe býð ykkur á frumsýningu!!

Síðasta helgi var svo yfirbókuð af prógrammi eins og íslensk helgi. Eftir tungumálanámskeiðið mitt á föstudaginn var okkur boðið í spil og sötr til Arnars og Móu. Rúlluðum upp tveimur spilum af afmælisútgáfu Trivial Pursuit og vann ég Óla í seinna spilinu sem var MJÖG ánægjulegt því það hefur held ég bara ekki gerst!!
Morguninn eftir fór ég í brunch til kennara míns af tungumálanámskeiðinu(skrítið þegar maður segir kennara því þetta er stelpa á mínum aldri, alveg ofboðslega skemmtileg). Þetta var semsagt síðasti tíminn og komum við öll með eitthvað til að leggja á borðið. Þetta var alveg yndislegt. Þarna hjálpuðumst við öll að við að gera þetta sem best, Sergio með svuntu að baka vöfflur, José að vandræðast með að skera ananasinn, Catarina skar brauðið o.s.frv. Sé ennþá eftir að hafa ekki tekið með mér myndavélina:o(
Um kvöldið gisti Aló hjá Weroniku og við skellum okkur á listasýningu sem skiptinemar í listaskólanum í Weissensee voru að sýna, þar á meðal 5 Íslendingar. Þetta endaði náttla með drykkju fram á rauða nótt.
Sunnudagurinn fór í afslöppun;o)

Á þriðjudaginn fórum við á tónleika með 4 íslenskum böndum, í gær fór ég á opnun sýningar af verkum Louisu Matthiasdóttur í sendiráðinu og á morgun eru íslensku böndin að spila aftur og er ég að hugsa um að flykkjast þangað ásamt fleirum Íslendingum eingöngu til heiðurs Bakkusi því ekki langar mig svo ýkja mikið að sjá þessi bönd aftur;o)

Svo leið Valentínusardagurinn fram hjá manni og nánast allar karlverur í Prenzlauer-Berg skoppuðu um göturnar með innvafða blómvendi í bréfi!

Wednesday, February 15, 2006

Skoðanakönnun!

Hvert á ég að fara 4. mars?
Þorrablót Fíbers(www.island-berlin.de) eða í Tropical Island(www.my-tropical-islands.com)???

Segi ykkur svo meira seinna;o)

Friday, February 03, 2006

Endastöðin

Ég er bara ekki að ná þessu með endastöðvarnar í lestunum!! Ég er alltaf rekin út með harðri hendi.....eftir að allir eru löngu farnir út og lestarvörðurinn örugglega búinn að kalla fimm sinnum.....á mig sko!!! Þá hrekk ég uppúr hugsunum mínum og átta mig á að hann er að tala við mig. Ég þarf að skrifa þessa þanka niður á blað...örugglega meistaraverk, ég er svo ofboðslega upptekin af þeim:-o
Ein undantekning er þó þegar við 3 stöllur vorum á leið í Ikea. Við sitjum í svona "sér bás", ef maður getur kallað svona 4 sæti á móti hvort öðru það. Nema hvað að við erum að blaðra og blaðra, lestin sko stopp, þegar ég lít út um gluggann og einhver maður er á fullu að benda mér á að koma!! Ég varð nú bara skíthrædd og hélt hann væri að lokka mig til sín til að selja mér dóp!! Benti stelpunum á þetta og þá áttuðum við okkur á að þetta væri endastöð, blessaður maðurinn að benda okkur á það, allir farnir út og við síðastar, malandi og malandi....

Wednesday, February 01, 2006

Leikgleði!

Það bara búið að næla í mig!!

4 sjónvarpsþættir sem ég elska að glápa á...
Fóstbræður..náttla!
The League of Gentlemen..brilljant!
Svínasúpan
Sex and the City

4 myndir sem ég get horft á aftur og aftur...
Shrek
Hot chick
Scooby-Doo
þar sem ég horfi yfirleitt ekki á sömu myndina tvisvar þá litast þetta "soldið" (hahaha) af því sem Aló horfir á daginn út og daginn inn!!
en svo ein fyrir mig..The League of Gentlemen´s Apocalypse

4 heimasíður sem ég dinglast inn á daglega...
Útvaldar bloggsíður
mbl.is
berlin.de
e-mailið mitt

4 uppáhalds máltíðir...
Tælenskur matur
Kjötsúpa
Kjúklingur
Hinir nýuppgötvuðu grænmetisréttir

4 geisladiskar sem ég get hlustað á aftur og aftur...
Jiii þeir eru svo margir...en vel nokkra í fljótu bragði..
Murder Ballads /Cave
Ease down the road/ Bonnie Prince..
I am a bird now/Antony and the Johnsons
Eivör/Eivör Pálsd.

4 sem ég næli í...
Móa
Rúna
Kristín
Anna Líf mín