Lufsusögur

Tuesday, January 23, 2007

?

Til hvers að gera hlutina í dag sem maður getur gert á morgun!!

Thursday, January 18, 2007

Jájá

Stormur í dag með tilheyrandi grenjandi rigningu. 150 km á sek. hvað svo sem það þýðir og fólk beðið um að halda sig innandyra. Hmm bara alveg einsog á Íslandi.
Ég dröslaðist út að kveðja Maru mexikönsku vinkonu mína sem er að flytja aftur heim. Þegar ég kom heim þurfti ég að vinda skóna mína, ullarsokkana, sokkana, buxurnar, úlpuna, trefilinn, vettlingana og húfuna! Maru gaf mér eldrauðan plastengil sem hægt er að stinga í samband og þá skín hann svona fallega.

Annars erum við að fara 8 saman á handboltaleik á laugardaginn í Magdeburg, 1,5 klst. í lest frá Berlín. Því eins og kannski margir Íslendingar vita en fái Þjóðverjar þá er heimsmeistarakeppnin í handbolta hér í Þýskalandi. Ég er nú lítil íþróttamanneskja en alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Ísland og Ástralía munu keppa svo það verður bein útsending heima á Íslandi. Hver ætlar að horfa? Sjáumst þá kannski;o)

Wednesday, January 10, 2007

Hiti

Svei mér þá, síðari hitabylgja vetrarins!
Í fréttum segir að það sé 12 stiga hiti í Berlín en í útvarpinu
mínu segir að í hverfinu mínu, ásamt einhverju öðru hverfi sem ég man ekki
hvað er, sé 15 stiga hiti! Sem hitamælirinn minn staðfestir.
Búin að leggja gammósíðunum(eða hvernig sem maður skrifar það), vettlingunum,
ullarsokkunum,húfunni og treflinum.
En kvíði þó fyrir, því á nokkurnveginn sama tíma í fyrra, eða ca. viku seinna, þá var mesta frost sem ég hef upplifað. Var einmitt að rifja upp þá bloggfærslu og það var bara ekkert kósí við það!
Er þetta hitinn á undan kuldanum?

Thursday, January 04, 2007

Íslenskt!


Þessi var sko fyrir mömmu:o)
 
36,892