Svei mér þá, síðari hitabylgja vetrarins!
Í fréttum segir að það sé 12 stiga hiti í Berlín en í útvarpinu
mínu segir að í hverfinu mínu, ásamt einhverju öðru hverfi sem ég man ekki
hvað er, sé 15 stiga hiti! Sem hitamælirinn minn staðfestir.
Búin að leggja gammósíðunum(eða hvernig sem maður skrifar það), vettlingunum,
ullarsokkunum,húfunni og treflinum.
En kvíði þó fyrir, því á nokkurnveginn sama tíma í fyrra, eða ca. viku seinna, þá var mesta frost sem ég hef upplifað. Var einmitt að rifja upp þá bloggfærslu og það var bara ekkert kósí við það!
Er þetta hitinn á undan kuldanum?